Mál númer 201906059
- 15. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #823
Stöðumat á umbótaráætlun Varmárskóla
Afgreiðsla 418. fundar fræðslunefndar samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 8. mars 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #418
Stöðumat á umbótaráætlun Varmárskóla
Skólastjóri Varmárskóla kom á fundinn og kynnti stöðu á umbótum í kjölfar ytra mats Menntamálastofnunar sem fram fór í desember 2019. Búið er að bregðast við öllum ábendingum sem fram komu í niðurstöðum matsins en enn eru nokkur atriði í áframhaldandi vinnslu. Fræðslunefnd þakkar góða kynningu.
- 16. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #785
Stöðumatsskýrsla á framkvæmd umbótaáætlunar - Lagt fram til kynningar.
Afgreiðsla 392. fundar fræðslunefndar samþykkt á 785. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. júní 2021
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #392
Stöðumatsskýrsla á framkvæmd umbótaáætlunar - Lagt fram til kynningar.
Skólastjórar Varmárskóla kynntu stöðumat á umbótaráætlunar vegna ytra mats sem Menntamálastofnun framkvæmdi haustið 2019.
- 10. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #776
Tillögur um breytingu á stjórnskipulagi Varmárskóla hafa verið kynntar fyrir hagaðilum. Umsagnir fræðslunefndar og skólaráðs liggja nú fyrir auk minnisblaðs bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs. Mál lagt fyrir til afgreiðslu.
***
Afgreiðsla 1475. fundar bæjarráðs samþykkt á 776. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M lista sat hjá. - 4. febrúar 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1475
Tillögur um breytingu á stjórnskipulagi Varmárskóla hafa verið kynntar fyrir hagaðilum. Umsagnir fræðslunefndar og skólaráðs liggja nú fyrir auk minnisblaðs bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs. Mál lagt fyrir til afgreiðslu.
Tillaga um skiptingu Varmárskóla hefur verið kynnt fyrir hagaðilum í samræmi við ákvörðun bæjarráðs og hefur almennt fengið jákvæð viðbrögð. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að Varmárskóla verði skipt upp í tvo skóla, annars vegar grunnskóla fyrir 1.-6. bekk og hins vegar grunnskóla fyrir 7.-10. bekk, sem taki til starfa við upphaf næsta skólaárs 2021-2022 þann 1. ágúst nk. Jafnframt samþykkt að fræðslu- og frístundasviði ásamt skólastjórum verði falið að halda utan um undirbúning við stofnun skólanna í samræmi við tillögu í fyrirliggjandi minnisblað. Þá er samþykkt að komið verð á fót tímabundnum sameiginlegum vinnuhópi innan Varmárskóla sem hafi tillögur HLH ráðgjafar til hliðsjónar. Hópurinn verði leiddur af verkefnastjóra grunnskólamála á fræðslu- og frístundasviði og skipaður í samræmi við tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði.
- FylgiskjalMinnisblað bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs.pdfFylgiskjalYtra mat Varmárskóla - Umsögn skólaráðs 26.1.2021.pdfFylgiskjalUmsögn fræðslunefndar.pdfFylgiskjalVarmárskóli-Mosfellsbæ-10012021.pdfFylgiskjalYtra mat á grunnskólum - Varmárskóli - Greining á stjórnskipulagi Varmárskóla og tillögur.pdf
- 27. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #775
Greining á stjórnskipulagi Varmárskóla.
Bókun M-lista:
Þessi úttekt er ekki í samræmi við úttekt Menntamálaráðuneytisins frá árinu 2010 sem mælir með byggingu á milli yngri og eldri deildar Varmárskóla til að samræma starfsemina betur, tryggja aðbúnað fyrir bæði nemendur og starfsmenn, flytja mötuneyti og byggja á mikilvægi þess að skólasamfélagið sé þarna sameinað. Það að skipta aftur í tvo skóla er afturför enda lítið um þá sýn getið hve mikilvægt er að skólasamfélagið þroskast innan miðlægs svæðis við Varmá. Ekki er séð að nýjir skólar bæjarins verði skipt upp til að ná þeirri „hagræðingu“ sem getið er um í þessar skýrslu. Það er miður að ekki hafi verið leitað ítarlega eftir sjónarmiðum kennara og annarra starfsmanna, þ.e. utan stjórnenda. Þetta virðist vera afturför og mun auka enn á ósamræmi í starfi og að öllum líkindum hamla skólaþróun innan veggja Varmárskóla.Bókun D- og V-lista:
Á 1472. fundi bæjarráðs var samþykkt að vísa málinu til umsagnar fræðslunefndar og skólaráðs sem og til kynningar fyrir stjórnendum, starfsmönnum og foreldrum að því loknu verður málið tekið fyrir í bæjarráði til afgreiðslu. Bæjarfulltrúum V- og D lista finnst það ekki við hæfi að taka afstöðu til málsins fyrr en að fengnum þessum umsögnum. Það skal þó tekið fram að í bókun bæjarfulltrúa Miðflokksins eru ýmsar rangfærslur sem verða sjálfsagt leiðréttar þegar málið verður tekið til afgreiðslu.Gagnbókun M-lista:
Þessi bókun D- og V-lista er ekki í samræmi við efni málsins og er því í raun efnislega röng enda bæjarfulltrúum ávallt frjálst að bóka um efni máls.***
Afgreiðsla 1472. fundar bæjarráðs samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum. - 27. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #775
Greining á stjórnskipulagi Varmárskóla. Á 1472. fundi bæjarráðs var eftirfarandi bókað: Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að tillögum verði vísað til umsagnar hjá fræðslunefnd og skólaráði. Jafnframt verði þær kynntar hagaðilum eins og stjórnendum, starfsmönnum og foreldrum. Í framhaldi af þessari málsmeðferð verði málið tekið til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði í febrúar.
Afgreiðsla 385. fundar fræðslunefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltrúi M-lista sat hjá við afgreiðsluna.
- 20. janúar 2021
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #385
Greining á stjórnskipulagi Varmárskóla. Á 1472. fundi bæjarráðs var eftirfarandi bókað: Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að tillögum verði vísað til umsagnar hjá fræðslunefnd og skólaráði. Jafnframt verði þær kynntar hagaðilum eins og stjórnendum, starfsmönnum og foreldrum. Í framhaldi af þessari málsmeðferð verði málið tekið til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði í febrúar.
Bókun fundar:
Fræðslunefnd leggur til að bæjarráð samþykki tillögur HLH ráðgjafar um að Varmárskóla verði skipt upp í tvo sjálfstæða skóla. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að fulltrúar hagaðila eigi aðkomu að áframhaldandi vinnu við framkvæmd skiptingarinnar. Umsögn og rökstuðningur sent bæjarráði. - 14. janúar 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1472
Greining á stjórnskipulagi Varmárskóla.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að tillögum verði vísað til umsagnar hjá fræðslunefnd og skólaráði. Jafnframt verði þær kynntar hagaðilum eins og stjórnendum, starfsmönnum og foreldrum. Í framhaldi af þessari málsmeðferð verði málið tekið til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði í febrúar.
- 16. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #767
Í framhaldi af ábendingum í ytra mati á Varmárskóla á vegum Menntamálastofnunar var samþykkt í bæjarráði þann 4.6.2020 að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu-og frístundasviðs að láta framkvæma úttekt og mat á núverandi stjórnskipulagi Varmárskóla. Jafnframt var samþykkt að vísa málinu til kynningar í fræðslunefnd.
Afgreiðsla 380. fundar fræðslunefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. september 2020
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #380
Í framhaldi af ábendingum í ytra mati á Varmárskóla á vegum Menntamálastofnunar var samþykkt í bæjarráði þann 4.6.2020 að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu-og frístundasviðs að láta framkvæma úttekt og mat á núverandi stjórnskipulagi Varmárskóla. Jafnframt var samþykkt að vísa málinu til kynningar í fræðslunefnd.
Upplýsingar um fyrirhugaða úttekt og mat á stjórnskipulagi Varmárskóla.
- 10. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #763
Tillaga að úttekt á stjórnskipulagi og stjórnun Varmárskóla
Afgreiðsla 1446. fundar bæjarráðs samþykkt á 763. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #763
Tillaga að úttekt á stjórnskipulagi og stjórnun Varmárskóla.
Afgreiðsla 1445. fundar bæjarráðs samþykkt á 763. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. júní 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1446
Tillaga að úttekt á stjórnskipulagi og stjórnun Varmárskóla
Í framhaldi af ábendingum í ytra mati á Varmárskóla á vegum Menntamálastofnunar er samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu-og frístundasviðs að láta framkvæma úttekt og mat á núverandi stjórnskipulagi Varmárskóla. Jafnframt samþykkt að vísa málinu til kynningar í fræðslunefnd.
- 28. maí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1445
Tillaga að úttekt á stjórnskipulagi og stjórnun Varmárskóla.
Frestað sökum tímaskorts.
- 18. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #756
Umbótaáætlun Varmárskóla kynnt
Afgreiðsla 374. fundar fræðslunefndar samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins telur rétt og mikilvægt að reglulegt gæðamat á skólastarfi sé unnið af óháðum fagaðilum og mætti m.a. benda á Skólapúlsinn sem gott tæki til þess. Jafnframt skal lögð rík áhersla á gagnsæi og gott upplýsingaflæði til foreldra þegar slíkt óháð mat er unnið t.a.m. árlega í Skólaráði og innan foreldrasamfélagsins. Jafnframt er lögð rík áhersla að sérkennsla í öllum í deildum skólum Mosfellsbæjar sé ávallt fyrsta flokks og búið svo um að börn og foreldrar geti gengið að þeirri þjónustu á öllum skólastigum.Bókun D- og V- lista:
Umrætt ytramat er unnið af Menntamálstofnun samkvæmt 35. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008.
Það er óskiljanlegt að bæjarfulltrúi Miðflokksins skul kasta rýrð á þetta mat sem unnið er samkvæmt lögum og að hann teljii Menntmálstofun ekki óháðan aðila. - 11. mars 2020
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #374
Umbótaáætlun Varmárskóla kynnt
Fræðslunefnd þakkar skólastjórum fyrir kynningu á greinargóðri umbótaáætlun og þeim skrefum sem áætluð eru til frekari úrbóta. Í svona viðamikilli vinnu er mikilvægt að hagaðilar eins og kennarar, starfsfólk og foreldrar komi að borðinu eins og gert hefur verið í þessu verkefni. Umbótaáætlunin mun nú verð a send til Menntamálastofnunar sem gaf skilafrest 12. mars.
Áheyrnafulltrúi Vina Mosfellsbæjar verður því miður að lýsa sínum vonbrigðum yfir því að þrátt fyrir alla vinnu sem lögð hefur verið af hálfum margra aðila í gerð umbótaáætlunar í kjölfari ytra mats MMS á Varmarskóla hafi ekki tekist að skapa þá sátt um framhaldið sem fulltrúinn hafði vonast eftir.
- 22. janúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #752
Ytra mat Varmárskóla fór fram á haustönninni 2019. Matsmenn Menntamálstofnunar kynna niðurstöður matsins. Skólastjórnendur Varmárskóla kynna verkáætlun um gerð umbótaáætlunar.
Afgreiðsla 371. fundar fræðslunefndar samþykkt á 752. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Bókun C- M- L- og S- lista:
Fagna ber skýrslu skýrslu Menntmálastofnunar sem felur m.a. í sér tækifæri til úrbóta í Varmárskóla. Mikilvægt er að gefa stjórnendum skólans, starfsfólki og skólayfirvöldum tækifæri til þess að ná því að vinna að úrbótaáætlun í samvinnu við foreldra í samræmi við bókun fræðslunefndar. Hvar sem við stöndum í pólitík er það öllum hollt að hlusta á gagnrýni og bregðast við henni. Þessi staða sem upp er kominn er alfarið á ábyrgð núverandi meirihluta í Mosfellsbæ.
Bókun V- og D- lista:
Við þökkum matsaðilum hjá Menntamálastofnun, skólastjórnendum, kennurum, starfsfólki, stjórn foreldrafélagsins og foreldrum í Varmárskóla fyrir að leggja sitt af mörkum við vinnu við ytra mat á starfsemi Varmárskóla. Á þessu mati verður byggt til framtíðar. Í matinu koma fram styrkleikar skólans og tækifæri til úrbóta.
Umbætur eru þegar hafnar og halda áfram samkvæmt umbótaáætlun sem áfram verður unnið eftir. Sjálfstæðismenn og vinstri græn bera fulla ábyrgð á skólastarfi í Mosfellsbæ sem önnur sveitarfélög horfa til.
- 15. janúar 2020
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #371
Ytra mat Varmárskóla fór fram á haustönninni 2019. Matsmenn Menntamálstofnunar kynna niðurstöður matsins. Skólastjórnendur Varmárskóla kynna verkáætlun um gerð umbótaáætlunar.
Fræðslunefnd þakkar matsaðilum fyrir kynninguna og skólastjórnendum Varmárskóla fyrir upplýsingarnar um næstu skref við gerð umbótaáætlunar. Skólastjórnendur í samráði við hagaðila munu setja upp umbótaáætlun í samræmi við niðurstöður matsskýrslu og hafa til þess sex vikur samkvæmt fyrirmælum Menntamálastofnunar. Skýrslan ásamt umbótaáætlun mun koma til kynningar fyrir fræðslunefnd þann 11. mars.
- 11. júlí 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1406
Lagt fram til upplýsinga tilkynning frá Menntamálastofnun um ytra mat á Varmárskóla sem framkvæmt verður skólaárið 2019-2020.
Afgreiðsla 363. fundar fræðslunefndar samþykkt á 1406. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
- 26. júní 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #742
Lagt fram til upplýsinga tilkynning frá Menntamálastofnun um ytra mat á Varmárskóla sem framkvæmt verður skólaárið 2019-2020.
Afgreiðsla 363. fundar fræðslunefndar samþykkt á 742. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. júní 2019
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #363
Lagt fram til upplýsinga tilkynning frá Menntamálastofnun um ytra mat á Varmárskóla sem framkvæmt verður skólaárið 2019-2020.