Mál númer 202303054
- 29. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #824
Lagt er til að bæjarráð staðfesti fyrirliggjandi þjónustusamning við LFA um leikskólavist allt að 50 barna frá 1. ágúst 2023. Jafnframt er lagt til að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna viðbótarfjármagns vegna samningsins.
Afgreiðsla 1573. fundar bæjarráðs samþykkt á 824. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. mars 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1573
Lagt er til að bæjarráð staðfesti fyrirliggjandi þjónustusamning við LFA um leikskólavist allt að 50 barna frá 1. ágúst 2023. Jafnframt er lagt til að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna viðbótarfjármagns vegna samningsins.
Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi þjónustusamning Mosfellsbæjar við LFA, um leikskólavist allt að 50 barna frá 1. ágúst 2023. Jafnframt er samþykkt að fela fjármálastjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna viðbótar fjármagns kr. 23.679.800 vegna samningsins.
- 15. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #823
Yfirlit yfir stöðu leikskólaplássa
Afgreiðsla 418. fundar fræðslunefndar samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 8. mars 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #418
Yfirlit yfir stöðu leikskólaplássa
Fræðslunefnd samþykkir framlagða tillögu um að framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs verði heimilt að leita samninga við LFA, (Leikskóli fyrir alla) sjálfstætt starfandi leikskólans Korpukots í Grafarvogi, um allt að 50 leikskólapláss frá ágúst 2023. Með því móti verður hægt að halda uppi því góða þjónustustigi við yngstu íbúa Mosfellsbæjar og fjölskyldur þeirra sem verið hefur og lágmarka óvissu um leikskólapláss. Samþykkt með fjórum atkvæðum.