Mál númer 202208818
- 7. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #830
Skipulagsnefnd samþykkti á 586. fundi sínum að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda nýtt deiliskipulagi fyrir Sólbakka L125340 og deiliskipulagsbreytingu fyrir Heiðarhvamm, skv. 41. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan sýnir fjórar nýjar lóðir innan lands L125340. Ráðgert er að aðkoma frá Hafravatnsvegi verði í gegnum aðliggjandi frístundalóðir. Skipulagið var framsett á uppdrætti í skalanum 1:1000 og var það auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingablaðinu og á vef sveitarfélagsins, mos.is. Athugasemdafrestur var frá 05.04.2023 til og með 21.05.2023. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 16.02.2023 og Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 19.05.2023. Engar efnislegar athugasemdir bárust. Deiliskipulagstillaga og deiliskipulagsbreyting lögð fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla 591. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. júní 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #591
Skipulagsnefnd samþykkti á 586. fundi sínum að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda nýtt deiliskipulagi fyrir Sólbakka L125340 og deiliskipulagsbreytingu fyrir Heiðarhvamm, skv. 41. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan sýnir fjórar nýjar lóðir innan lands L125340. Ráðgert er að aðkoma frá Hafravatnsvegi verði í gegnum aðliggjandi frístundalóðir. Skipulagið var framsett á uppdrætti í skalanum 1:1000 og var það auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingablaðinu og á vef sveitarfélagsins, mos.is. Athugasemdafrestur var frá 05.04.2023 til og með 21.05.2023. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 16.02.2023 og Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 19.05.2023. Engar efnislegar athugasemdir bárust. Deiliskipulagstillaga og deiliskipulagsbreyting lögð fram til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi nýtt deiliskipulag og deiliskipulagsbreytingu frístundabyggðar að Sólbakka og Heiðarhvammi. Deiliskipulög skulu hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum.- FylgiskjalDeiliskipulag Sólbakka Afstöðumynd A1 (1).pdfFylgiskjalDeiliskipulag Heiðarhvamm Afstöðumynd A1 (1).pdfFylgiskjalUmsögn HEF.pdfFylgiskjalSkipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 586 (1032023) - L125340 Í Miðdalsl - Sólbakki - ósk um gerð deiliskipulags.pdfFylgiskjalUmsögn MÍ 11 maí 2023 - Sólbakki L125340 og Heiðarhvammur L125323.pdfFylgiskjalÍ vinnslu_Minnisblað athugasemda og umsagnir.pdf
- 15. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #823
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi sumarhúsalóða innan frístundabyggðar F-521. Gögn eru unnin í framhaldi af afgreiðslu á 571. fundi nefndarinnar. Deiliskipulagstillagan sýnir fjórar nýjar lóðir innan lands L125340 en ráðgert er að aðkoma frá Hafravatnsvegi verði í gegnum aðliggjandi frístundalóðir. Hjálögð er því einnig skipulagsbreyting fyrir frístundasvæði Heiðarhvamms vegna aðkomu nýrra lóða, auk undirritaðs samþykkis landeiganda.
Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 10. mars 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #586
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi sumarhúsalóða innan frístundabyggðar F-521. Gögn eru unnin í framhaldi af afgreiðslu á 571. fundi nefndarinnar. Deiliskipulagstillagan sýnir fjórar nýjar lóðir innan lands L125340 en ráðgert er að aðkoma frá Hafravatnsvegi verði í gegnum aðliggjandi frístundalóðir. Hjálögð er því einnig skipulagsbreyting fyrir frístundasvæði Heiðarhvamms vegna aðkomu nýrra lóða, auk undirritaðs samþykkis landeiganda.
Skipulagsnefnd samþykkir að nýtt deiliskipulag að Sólbakka og deiliskipulagsbreyting að Heiðarhvammi skuli auglýstar skv. 41. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 14. september 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #811
Borist hefur erindi frá Karli Bernburg, dags. 30.08.2022, með undirritaði heimild landeigenda, með ósk um gerð deiliskipulags og uppskiptingu frístundalands L125340 í Miðdal. Óskað er eftir að gera 5 frístundalóðir úr 2,13 ha landi í samræmi við meðfylgjandi gögn.
Afgreiðsla 571. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 9. september 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #571
Borist hefur erindi frá Karli Bernburg, dags. 30.08.2022, með undirritaði heimild landeigenda, með ósk um gerð deiliskipulags og uppskiptingu frístundalands L125340 í Miðdal. Óskað er eftir að gera 5 frístundalóðir úr 2,13 ha landi í samræmi við meðfylgjandi gögn.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram tillögu að nýju deiliskipulagi í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd bendir á að deiliskipulag skuli fylgja ákvæðum aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 um stærðir nýrra frístundalóða og heimilar ekki þann fjölda eða stærðir sem umsækjandi fjallar um í erindi. Skipulagsnefnd bendir á að landeigandi er ábyrgur fyrir og kostar uppbyggingu veitna, innviða og aðkomuvega um svæðið og eftir atvikum með samþykki nærliggjandi eigenda einkalanda.
Samþykkt með fimm atkvæðum.