Mál númer 202301097
- 15. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #823
Skóladagtöl leik- grunn og Listaskóla lögð fram til staðfestingar.
Afgreiðsla 418. fundar fræðslunefndar samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 8. mars 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #418
Skóladagtöl leik- grunn og Listaskóla lögð fram til staðfestingar.
Fræðslunefnd staðfestir framlögð skóladagatöl í leik- og grunnskólum, Listaskóla og Skólahljómsveit. Lagt er til að skóladagatöl verði framvegis lögð fram til tveggja ára í senn. Það mun gefa fjölskyldum og starfsfólki enn meiri fyrirsjáanleika varðandi skólaárin framundan.
Á næsta skólaári verða gerðar nauðsynlegar breytingar á skóladagatölum í Krikaskóla og Helgafellsskóla. Boðið verður upp á sumarfrístund í öllum grunnskólum fyrir börn í 1. til 4. bekk þannig að þau eigi aðgang að frístundaþjónustu í júní og ágúst. Þannig verður áfram veitt 200 daga þjónusta í öllum skólum bæjarins fyrir yngsta aldurshópinn. Samþykkt með fjórum atkvæðum.- FylgiskjalMinnisblað til fræðslunefndar Mosfellsbæjar.pdfFylgiskjalReykjakot 2023 - 2024.pdfFylgiskjalHlaðhamrar 2023 - 2024.pdfFylgiskjalHlíð 2023 - 2024.pdfFylgiskjalLeirvogstunguskóli 2023-2024.pdfFylgiskjalHulduberg 2023 - 2024.pdfFylgiskjalHöfðaberg 2023 - 2024.pdfFylgiskjalKrikaskóli 2023 - 2024 leikskólahluti.pdfFylgiskjalKrikaskóli 2023 - 2024 190 dagar.pdfFylgiskjalHelgafellsskóli 2023 - 2024 - leikskolahluti.pdfFylgiskjalHelgafellsskóli 2023 - 2024 - 190 dagar.pdfFylgiskjalHelgafellsskóli 2023 - 2024 -180 daga.pdfFylgiskjalLágafellsskóli 2023 - 2024.pdfFylgiskjalVarmárskóli 2023 - 2024.pdfFylgiskjalKvíslarskóli 2023 - 2024.pdfFylgiskjalListaskóli Mosfellsbæjar 2023-2024.pdfFylgiskjalSkólahljómsveit Mosfellsbæjar 2023-2024.pdf
- 1. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #820
Kynning á vinnuferlum við gerð skóladagatala
Afgreiðsla 415. fundar fræðslunefndar samþykkt á 820. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 25. janúar 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #415
Kynning á vinnuferlum við gerð skóladagatala
Verk- og vinnuferlar við gerð skóladagatala kynntir fyrir nefndinni auk upplýsinga um mögulegar breytingar sem þarf að gera á 200 daga skólanum í Krikaskóla og Helgafellsskóla vegna innleiðingar á 30 daga orlofi starfsfólks.