Mál númer 201310270
- 12. febrúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #620
Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi boðuð verklok á þjónustu vegna sjúkraflutninga og ósk Velferðarráðuneytisins að stjórn SHS komi að gerð nýs samnings. Tillaga að ályktun bæjarráðs fylgir með.
Afgreiðsla 1152. fundar bæjarráðs samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 30. janúar 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1152
Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi boðuð verklok á þjónustu vegna sjúkraflutninga og ósk Velferðarráðuneytisins að stjórn SHS komi að gerð nýs samnings. Tillaga að ályktun bæjarráðs fylgir með.
Svohljóðandi ályktun varðandi sjúkraflutninga var samþykkt samhljóða.
Ályktun bæjarráðs Mosfellsbæjar vegna sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir fullum stuðningi við stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og staðfestir umboð hennar í þeirri erfiðu vinnu sem farið hefur fram óslitið frá því í október 2011 vegna endurnýjunar á samningi á sjúkraflutningum SHS. Samlegðaráhrif sjúkraflutninga og slökkviliðs eru ótvíræð auk þess sem fyrirsjáanleg fækkun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í SHS vegna aðskilnaðar sjúkraflutninga frá slökkviliði mun skerða öryggi á höfuðborgarsvæðinu.
Skorað er á ríkisstjórn Íslands að standa við innihald þess samkomulagsgrundvallar sem gerður var milli aðila í febrúar 2013. Samningur á grundvelli samkomulagsins liggur fyrir, en hefur hvorki verið undirritaður né hefur ríkið greitt fyrir þjónustuna í samræmi við kostnaðarmat sem honum lá til grundvallar og unnið var af óháðum aðila. Á meðan svo er niðurgreiða sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sjúkraflutninga en taka skal fram að sjúkraflutningar eru á verksviði ríkisins samkvæmt lögum.
Bæjarráðið lýsir vonbrigðum sínum vegna skilningsleysis heilbrigðisráðuneytisins á því að ríkið þurfi að greiða þann kostnað sem ríkinu ber og hefur nú leitt til þess að stjórn SHS hefur þurft að grípa til þess neyðarúrræðis að biðja um verklok vegna þjónustunnar. Það neyðarúrræði byggist ekki á einlægum vilja til þess að slíta samstarfi ríkis og sveitarfélaga og skilja að sjúkraflutninga og slökkvistarf, heldur á algjöru vonleysi gagnvart stöðu mála.Ályktunin verði send ráðherra og þingmönnum kjördæmanna þriggja.
- 29. janúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #619
Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þar sem boðuð eru verklok á þjónustu vegna sjúkraflutninga þar sem samningar um endurgjald hafa ekki tekist.
Afgreiðsla 1151. fundar bæjarráðs lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
- 23. janúar 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1151
Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þar sem boðuð eru verklok á þjónustu vegna sjúkraflutninga þar sem samningar um endurgjald hafa ekki tekist.
Erindið lagt fram.
- 15. janúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #618
Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þar sem boðuð eru verklok á þjónustu vegna sjúkraflutninga þar sem samningar um endurgjald hafa ekki tekist. Fram er lagt svarbréf Velferðarráðuneytisins.
Afgreiðsla 1148. fundar bæjarráðs samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 19. desember 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1148
Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þar sem boðuð eru verklok á þjónustu vegna sjúkraflutninga þar sem samningar um endurgjald hafa ekki tekist. Fram er lagt svarbréf Velferðarráðuneytisins.
Svarbréf Velferðarráðuneytisins lagt fram.
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur miklar áhyggjur af stöðu mála varðandi sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu sem skv. lögum er verkefni ríkisins. Jafnframt lýsir bæjarráð yfir miklum vonbrigðum með afstöðu ríkisins hvað varðar samning við SHS um verkefnið. Með þessari afstöðu er ríkið að stefna öryggi íbúa svæðisins í hættu, ásamt því að stefna atvinnuöryggi fjölda starfsmanna í tvísýnu.
- 6. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #614
Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þar sem boðuð eru verklok á þjónustu vegna sjúkraflutninga þar sem samningar um endurgjald hafa ekki tekist.
Afgreiðsla 1141. fundar bæjarráðs samþykkt á 614. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 6. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #614
Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þar sem boðuð eru verklok á þjónustu vegna sjúkraflutninga þar sem samningar um endurgjald hafa ekki tekist.
Afgreiðsla 1140. fundar bæjarráðs lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
- 31. október 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1141
Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þar sem boðuð eru verklok á þjónustu vegna sjúkraflutninga þar sem samningar um endurgjald hafa ekki tekist.
Bæjarráð Mosfellsbæjar harmar þá stöðu sem málefni sjúkraflutninga eru komið í á höfuðborgarsvæðinu. Samningur milli SHS og ríkisins hefur legið fyrir síðan í febrúar en ekki verið undirritaðir af hálfu ríkisins. Mikilvægt er að niðurstaða fáist í málið strax sem tryggir öryggi íbúa á svæðinu.
- 24. október 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1140
Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þar sem boðuð eru verklok á þjónustu vegna sjúkraflutninga þar sem samningar um endurgjald hafa ekki tekist.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu.