Mál númer 201401435
- 29. janúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #619
Kynning á snjómokstri og hálkueyðingu í Mosfellsbæ 2013-2014. Þorsteinn Sigvaldason deildarstjóri tæknideildar mætir á fundinn og fer yfir fyrirkomulag snjómoksturs og hálkueyðingu.
Afgreiðsla 147. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 23. janúar 2014
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #147
Kynning á snjómokstri og hálkueyðingu í Mosfellsbæ 2013-2014. Þorsteinn Sigvaldason deildarstjóri tæknideildar mætir á fundinn og fer yfir fyrirkomulag snjómoksturs og hálkueyðingu.
Þorsteinn Sigvaldason deildarstjóri tæknideildar mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir snjómokstri og hálkuvörnum í Mosfellsbæ veturinn 2013-2014. Síðan tóku við fyrirspurnir og umræður um málið. Samþykkt samhljóða.
Bókun fulltrúa S-lista:
Fulltrúa S-lista þykir miður að meirihluti umhverfisnefndar skuli ekki sjá ástæðu til að bera það undir bæjarráð/bæjarstjórn að verja meira fé í snjómokstur í íbúðahverfum. Ástandið í hverfunum vegna hálku hefur á köflum verið hrikalegt síðan um miðjan desmeber og snjómokstur í lágmarki í íbúðahverfum. Hálkuslys eru heilbrigðisþjónustunni mjög dýr, fyrir utan erfiðleikana og kostnaðinn sem einstaklingar lenda í vegna beinbrota. Meiri snjómokstur er besta leiðin til að leysa þann vanda og skora ég á bæjarráð/bæjarstjórn að skoða málið í stóra samhenginu og grípa til aðgerða.