Mál númer 201310158
- 29. janúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #619
Lagðar fram teikningar frá Kollgátu arkitektastofu sem gera nánari grein fyrir fyrir áformuðum breytingum á húsgerð og fyrirkomulagi bílastæða, sbr. bókun á 357. fundi.
Afgreiðsla 358. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 21. janúar 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #358
Lagðar fram teikningar frá Kollgátu arkitektastofu sem gera nánari grein fyrir fyrir áformuðum breytingum á húsgerð og fyrirkomulagi bílastæða, sbr. bókun á 357. fundi.
Skipulagsnefnd er jákvæð fyrir fjölgun íbúða um tvær miðað við samþykkta uppdrætti.
- 15. janúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #618
Erindi Hannes Arnar Jónssonar hjá Verkís ehf f.h. Glímis ehf, um fjölgun íbúða í húsinu um 4-5, með samsvarandi fjölgun bílastæða á baklóð. Frestað á 356. fundi.
Afgreiðsla 357. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 18. desember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #617
Hannes Örn Jónsson hjá Verkís ehf f.h. lóðarhafans, Glímis ehf, óskar 29.9.2013 eftir afstöðu nefndarinnar til þess að íbúðum í húsinu verði fjölgað, með samsvarandi fjölgun bílastæða á baklóð. Frestað á 352. fundi.
Afgreiðsla 356. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 617. fundi bæjarstjórnar.
- 17. desember 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #357
Erindi Hannes Arnar Jónssonar hjá Verkís ehf f.h. Glímis ehf, um fjölgun íbúða í húsinu um 4-5, með samsvarandi fjölgun bílastæða á baklóð. Frestað á 356. fundi.
Nefndin telur að lítilsháttar fjölgun íbúða geti komið til álita, en óskar eftir því að nánari grein verði gerð fyrir áformuðum breytingum á húsgerð og fyrirkomulagi bílastæða áður en hún tekur endanlega afstöðu til erindisins.
- 10. desember 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #356
Hannes Örn Jónsson hjá Verkís ehf f.h. lóðarhafans, Glímis ehf, óskar 29.9.2013 eftir afstöðu nefndarinnar til þess að íbúðum í húsinu verði fjölgað, með samsvarandi fjölgun bílastæða á baklóð. Frestað á 352. fundi.
Frestað.
- 6. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #614
Hannes Örn Jónsson hjá Verkís ehf f.h. lóðarhafans, Glímis ehf, óskar 29.9.2013 eftir afstöðu nefndarinnar til þess að íbúðum í húsinu verði fjölgað úr 23 í allt að 30, með samsvarandi fjölgun bílastæða á baklóð.
Afgreiðsla 352. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
- 29. október 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #352
Hannes Örn Jónsson hjá Verkís ehf f.h. lóðarhafans, Glímis ehf, óskar 29.9.2013 eftir afstöðu nefndarinnar til þess að íbúðum í húsinu verði fjölgað úr 23 í allt að 30, með samsvarandi fjölgun bílastæða á baklóð.
Umræður um málið, frestað.