Mál númer 201401436
- 13. ágúst 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #632
Búið er að ganga frá skipulagsbreytingu fyrir Gerplustræti 13-23 og í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar er óskað eftir að bæjarráð heimili gerð samkomulags við lóðarhafa um þær breytingar sem gera þarf í samræmi við nýtt skipulag.
Afgreiðsla 1172. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 632. fundi bæjarstjórnar.
- 10. júlí 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1172
Búið er að ganga frá skipulagsbreytingu fyrir Gerplustræti 13-23 og í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar er óskað eftir að bæjarráð heimili gerð samkomulags við lóðarhafa um þær breytingar sem gera þarf í samræmi við nýtt skipulag.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði gerð samkomulags við lóðarhafa Gerplustrætis 13-23 vegna kostnaðar sem hlýst af skipulagsbreytingum sem lóðarhafi hefur óskað eftir.
- 7. maí 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #626
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af H3 arkitektum fyrir Byggingarfélagið Jörð, var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 14. mars 2014 með athugasemdafresti til 24. apríl 2014. Engin athugasemd barst.
Afgreiðsla 367. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 626. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 29. apríl 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #367
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af H3 arkitektum fyrir Byggingarfélagið Jörð, var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 14. mars 2014 með athugasemdafresti til 24. apríl 2014. Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar.
- 26. febrúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #621
H3 arkitektar f.h. Byggingarfélagsins Jarðar leggja fram tillögu um breytingar á deiliskipulagi, þ.e. færslu byggingarreita húsa fjær götu og bílgeymslna nær götu, færslu bílastæða af lóð niður í bílageymslur og breyttar staðsetningar innkeyrslna í bílageymslur. Framhald umfjöllunar á 360. fundi, lögð fram ný gögn.
Afgreiðsla 361. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 621. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 26. febrúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #621
H3 arkitektar f.h. Byggingarfélagsins Jarðar leggja fram tillögu um breytingar á deiliskipulagi, þ.e. færslu byggingarreita húsa fjær götu og bílgeymslna nær götu, færslu bílastæða af lóð niður í bílageymslur og breyttar staðsetningar innkeyrslna í bílageymslur. Frestað á 359. fundi, nú lögð fram viðbótargögn.
Afgreiðsla 360. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
- 18. febrúar 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #361
H3 arkitektar f.h. Byggingarfélagsins Jarðar leggja fram tillögu um breytingar á deiliskipulagi, þ.e. færslu byggingarreita húsa fjær götu og bílgeymslna nær götu, færslu bílastæða af lóð niður í bílageymslur og breyttar staðsetningar innkeyrslna í bílageymslur. Framhald umfjöllunar á 360. fundi, lögð fram ný gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
Skipulagsnefnd vísar umfjöllun um greiðslu kostnaðar vegna skipulagsbreytinganna til bæjarráðs. - 12. febrúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #620
H3 arkitektar f.h. Byggingarfélagsins Jarðar spyrjast fyrir um það hvort fallist yrði á að færa byggingarreiti húsanna fjær götu, færa bílastæði af lóð niður í bílageymslu og breyta innkeyrslum í bílageymslur skv. meðf. teikningum. Frestað á 358. fundi, nú lagður fram nýr tillöguuppdráttur.
Afgreiðsla 359. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 620. fundi bæjarstjórnar.
- 11. febrúar 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #360
H3 arkitektar f.h. Byggingarfélagsins Jarðar leggja fram tillögu um breytingar á deiliskipulagi, þ.e. færslu byggingarreita húsa fjær götu og bílgeymslna nær götu, færslu bílastæða af lóð niður í bílageymslur og breyttar staðsetningar innkeyrslna í bílageymslur. Frestað á 359. fundi, nú lögð fram viðbótargögn.
Umræður um málið, frestað.
- 4. febrúar 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #359
H3 arkitektar f.h. Byggingarfélagsins Jarðar spyrjast fyrir um það hvort fallist yrði á að færa byggingarreiti húsanna fjær götu, færa bílastæði af lóð niður í bílageymslu og breyta innkeyrslum í bílageymslur skv. meðf. teikningum. Frestað á 358. fundi, nú lagður fram nýr tillöguuppdráttur.
Umræður um málið og afgreiðslu frestað.
- 29. janúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #619
H3 arkitektar f.h. Byggingarfélagsins Jarðar spyrjast fyrir um það hvort fallist yrði á að færa byggingarreiti húsanna fjær götu, færa bílastæði af lóð niður í bílageymslu og breyta innkeyrslum í bílageymslur skv. meðf. teikningum.
Afgreiðsla 358. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
- 21. janúar 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #358
H3 arkitektar f.h. Byggingarfélagsins Jarðar spyrjast fyrir um það hvort fallist yrði á að færa byggingarreiti húsanna fjær götu, færa bílastæði af lóð niður í bílageymslu og breyta innkeyrslum í bílageymslur skv. meðf. teikningum.
Frestað.