Mál númer 201401539
- 29. janúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #619
Um er að ræða erindi Hildar Margrétardóttur til umhverfis- og auðlindaráðherra vegna niðurskurðar á sviði friðlýsinga hjá Umhverfisstofnun
Afgreiðsla 147. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 23. janúar 2014
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #147
Um er að ræða erindi Hildar Margrétardóttur til umhverfis- og auðlindaráðherra vegna niðurskurðar á sviði friðlýsinga hjá Umhverfisstofnun
Umhverfisnefnd lýsir yfir verulegum áhyggjum yfir niðurskurði fjárveitinga til Umhverfisstofnunar vegna friðlýsinga. Tvö svæði í Mosfellsbæ eru í friðlýsingarferli hjá Umhverfisstofnun að beiðni bæjarins, breyting á mörkum friðlands við Varmárósa og fólkvangur í Bringum. Umhverfisnefnd fer þess á leit við við bæjarstjórn að málið verði tekið til umræðu.