Mál númer 201903519
- 17. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #737
Umsóknir um styrki til úr lista- og mennningarsjóði Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 teknar til umfjöllunar.
Afgreiðsla 6. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. apríl 2019
Menningar- og nýsköpunarnefnd #6
Umsóknir um styrki til úr lista- og mennningarsjóði Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 teknar til umfjöllunar.
Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir víkur af fundi kl. 17:48 sökum vanhæfis við afgreiðslu umsókna. Ingibjörg tekur aftur sæti á fundinum kl. 17:56. Björk Ingvadóttir víkur af fundi kl. 18:02 sökum vanhæfis við afgreiðslu umsókna. Sólveig Franklínsdóttir tekur við fundarstjórn. Björk tekur aftur við stjórn fundarins kl. 18:09.Umsóknir um fjárframlög úr Lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar fyrir árið 2019.
Afgreiðsla umsókna um fjárveitingar til lista- og menningarmála árið 2019.
Menningar- og nýsköpunarnefnd leggur til að úthlutun fjárveitinga til lista- og menningarmála árið 2019 verði með eftirfarandi hætti:
Studio Emissary vegna Ascension MMXIX tónlistarhátíðarinnar kr. 500.000.
Sigfús Tryggvi Blumenstein til skráningar á stríðsminjasafni kr. 400.000.
Ástrún Friðbjörnsdóttir vegna útgáfu hljómplötu kr. 200.000.
Fantasía Flamenca vegna tónleika 180.000.
Englaflokkurinn ehf. vegna útgáfu plötu hljómsveitarinnar Sprite Zero Klan kr. 150.000.
Englaflokkurinn ehf. vegna garðtónleika Sprite Zero Klan kr. 150.000.
Aðventutónleikar Diddú og drengjanna kr. 200.000.
Aldís Davíðsdóttir vegna leikritsins Ævintýraslóð kr. 280.000.
Álafosskórinn, Kammerkór Mosfellsbæjar, Kvennakórinn Heklurnar og Kvennakórinn Stöllurnar, hver og einn kr. 200.000.
Samþykkt að fresta afgreiðslu umsóknar Daníels Snorra Jónssonar.