Mál númer 201902330
- 26. júní 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #742
Lagt fram
Afgreiðsla 464. fundar fræðslunefndar samþykkt á 742. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. júní 2019
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #364
Lagt fram
Starfsmönnum fræðslusviðs falið að uppfæra reglur um skólavist og skiptingu skólasvæða í samræmi við tillögu þessa.
- 17. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #737
Reglur um skólasvæði í Mosfellsbæ
Afgreiðsla 362. fundar fræðslunefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. apríl 2019
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #362
Reglur um skólasvæði í Mosfellsbæ
Drög að reglum um skólasvæði og skólaval lögð fram til umræðu.
Tillaga áheyrnafulltrúa L-listans
Fræðslunefnd leggur til að fræðslusviði verði falið að endurskoða tillögu um afmörkun skólasvæða í samræmi við umræðu fundarins.
Tillaga L-listans felld með þremur atkvæðum D og V lista.Málinu frestað.
- 6. mars 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #734
Umræða um skólasvæði
Afgreiðsla 359. fundar fræðslunefndar samþykkt á 734. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. febrúar 2019
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #359
Umræða um skólasvæði
Reglur um skólavist og skiptingu skólasvæða var samþykkt í bæjarráði 2. mars 2011. Frá þeim tíma hefur grunnskólabörnum fjölgað töluvert eða frá 1439 í 1742. Einnig hefur bæst við einn nýr grunnskóli, Helgafellsskóli. Hefja þarf endurskoðun á reglunum með tilliti til ofangreindra þátta sem og þeirri hugmynd að veita meira val um grunnskóla. Fræðslunefnd felur framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs að gera drög að nýjum reglum og kynna í nefndinni.