Mál númer 201903440
- 29. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #740
Yfirferð ábendinga endurskoðenda í árlegu bréfi til bæjarstjóra.
Afgreiðsla 1400. fundar bæjarráðs samþykkt á 740. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #740
Yfirferð ábendinga endurskoðenda í árlegu bréfi til bæjarstjóra.
Afgreiðsla 1340. fundar bæjarráðs samþykkt á 740. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. maí 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1400
Yfirferð ábendinga endurskoðenda í árlegu bréfi til bæjarstjóra.
Lagt fram.
- 15. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #739
Yfirferð ábendinga endurskoðenda í árlegu bréfi til bæjarstjóra.
Afgreiðsla 1398. fundar bæjarráðs samþykkt á 739. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. maí 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1398
Yfirferð ábendinga endurskoðenda í árlegu bréfi til bæjarstjóra.
Frestað sökum tímaskorts.
- 17. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #737
Ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar fyrir árið 2018 lagður fram til staðfestingar. Rekstraryfirlit Mosfellsbæjar 1.1.2018-31.12.2018 lagður fram til kynningar.
Afgreiðsla 1395. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #737
Önnur umræða um ársreikning Mosfellsbæjar 2018
Forseti bar upp ársreikning bæjarins og stofnana hans í einu lagi og var ársreikningur ársins 2018 ásamt ábyrgða- og skuldbindingayfirliti staðfestur með níu atkvæðum, en helstu niðurstöðutölur eru þessar: Rekstrarreikningur A og B hluta: Rekstrartekjur: 11.252 mkr. Laun og launatengd gjöld 4.850 mkr. Annar rekstrarkostnaður 4.672 mkr. Afskriftir 343 mkr. Fjármagnsgjöld 555 mkr. Tekjuskattur 20 mkr. Rekstrarniðurstaða jákvæð um 812 mkr. Efnahagsreikningur A og B hluta: Eignir alls: 19.028 mKr. Skuldir og skuldbindingar: 12.246 mkr. Eigið fé: 6.782 mkr.
***
Bókun bæjarfulltrúa Vina Mosfellsbæjar.
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar ítrekar þakkir sínar, sem fram voru settar við fyrri umræðu, til allra þeirra sem komu að undirbúningi og gerð ársreiknings fyrir Mosfellsbæ vegna ársins 2018.
Ársreikningurinn sýnir að tekjuflæði var meira á umliðnu ári en áætlanir gerðu ráð fyrir á meðan að hefðbundin rekstarútgjöld héldu sjó.
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar minnir þó á að fljótt geta veður skipast í lofti og það er ekki sjálfgefið að tekjur af útsvari og fasteignaskatti aukist í þeim mæli sem verið hefur síðustu ár. Því verði ávallt að halda vel á spöðunum, því kostnaður af lögbundnum rekstri bæjarins s.s. skóla- og velferðarmálum eru nánast föst útgjöld um leið og tekjur og þá sérstaklega einskiptistekjur eins og t.d. af byggingarréttargjöldum geta lækkað snarlega.Bókun V- og D- lista:
Rekstur Mosfellsbæjar gekk vel á árinu 2018. Rekstrarniðurstaðan er jákvæð um 812 milljónir sem er um 500 milljóna betri afkoma en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun ársins. Það skýrist af auknum tekjum vegna hærri launatekna íbúa, meiri umsvifa í sveitarfélaginu og lægri fjármagnskostnaðar en ráð var fyrir gert.
Skuldaviðmið fer lækkandi og er 77,6% og því vel innan þess 150% hámarks sem kveðið er á um í lögum. Skuldastaða sveitarfélagsins er traust og í takti við þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á undanförnum árum. Sú uppbygging er til samræmis við markmið sveitarfélagsins um framúrskarandi þjónustu við alla aldurshópa um leið og þörfum nýrra íbúa er mætt. Íbúum í Mosfellsbæ hefur fjölgað um 1.000 tvö ár í röð og öflugur rekstur og sterk fjárhagsstaða auðveldar samfélaginu að taka vel á móti nýjum íbúum og tryggja öllum íbúum framúrskarandi þjónustu.
Áfram verður unnið að uppbygging innviða í Mosfellsbæ en stærstu verkefnin sem sveitarfélagið hefur með höndum nú er bygging Helgafellsskóla og fjölnota knatthúss sem tekið verður í notkun í haust.
Rekstur málaflokka gekk vel og er í ágætu samræmi við fjárhagsáætlun en rekstrargjöld án afskrifta og fjármagnsliða námu 8.168 milljónum en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að verja 8.226 milljónum til reksturs málaflokka. Hér er frávikið 58 milljónir sem er 0,7% undir fjárhagsáætlun.
Við viljum færa öllu starfsfólki Mosfellsbæjar sérstakar þakkir fyrir að standa vel að rekstri bæjarfélagins á árinu 2018 og fyrir þá miklu eljusemi og ábyrgð sem sýnd hefur verið.Bókun S-lista við ársreikning 2018.
Starfsfólk Mosfellsbæjar á þakkir skildar fyrir að halda rekstrinum innan þess ramma sem settur er í stefnumörkun þess pólitíska meirihluta sem ræður ferðinni í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Rekstrarniðurstaða Mosfellsbæjar er mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir og skýrist sú niðurstaða af hagfelldum ytri aðstæðum sveitarfélagsins, s.s lægri verðbólgu sem leiðir af sér lægri vaxtagjöld, meiri sölu byggingarréttar en áætlað var, mikilli fjölgun íbúa og hækkandi tekjum þeirra sem þýðir auknar útsvarsgreiðslur í bæjarsjóð.
Mikil fólksfjölgun hlýtur að kalla á aukin fjárframlög í þjónustu sveitarfélagsins, sérstaklega hvað varðar skóla- og leikskóla. Þá er ótalin uppsöfnuð viðhaldsþörf fasteigna sveitarfélagsins sem kallar á aukin útgjöld til þeirra mála. Á þessum sviðum þarf að gera betur og byggja upp til framtíðar.
Anna Sigríður Guðnadóttir
***Tillaga fulltrúa S-lista Samfylkingar.
Geri að tillögu minni að allar ábendingar endurskoðanda bæjarins sem berast bæjarstjóra og fjalla um málefni tengd innra eftirliti, fjárhagskerfi og stjórnsýslu sveitarfélagsins séu lagðar fyrir bæjarráð til kynningar. Tillagan er samþykkt með 9 atkvæðum. - 11. apríl 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1395
Ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar fyrir árið 2018 lagður fram til staðfestingar. Rekstraryfirlit Mosfellsbæjar 1.1.2018-31.12.2018 lagður fram til kynningar.
Samþykkt með 3 atkvæðum að staðfesta ársreikning Hitaveitu Mosfellsbæjar. Rekstraryfirlit Mosfellsbæjar 1.1.2018-31.12.2018 lagt fram.
- 3. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #736
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2018 lagður fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar.
Afgreiðsla 1392. fundar bæjarráðs samþykkt á 736. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #736
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2018 lagður fram til fyrri umræðu
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2018 lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Á fundinn undir þessum dagskrárlið mættu Magnús Jónsson endurskoðandi Mosfellsbæjar (MJ), Pétur J. Lockton fjármálastjóri, Anna María Axelsdóttir verkefnastjóri í fjármáladeild, Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Linda Udengård framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs og Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar. Bæjarstjóri hóf umræðuna og þakkaði endurskoðanda og starfsmönnum fyrir vel unnin störf í tengslum við gerð ársreiknings. Þá fór endurskoðandi yfir helstu efnisatriði í drögum ársreiknings 2018 og endurskoðunarskýrslu sinni vegna ársins 2018. Í kjölfarið fóru fram umræður og þökkuðu aðrir sem til máls tóku einnig endurskoðanda og starfsmönnum fyrir vel unnin störf í tengslum við gerð ársreiknings. Samþykkt með níu atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2018 til annarrar og síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
- 28. mars 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1392
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2018 lagður fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar.
Magnús Jónsson endurskoðandi hjá KPMG kynnir ársreikninginn. Bæjarráð samþykkir ársreikning Mosfellsbæjar vegna ársins 2018 með áritun sinni og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2018 til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.