Mál númer 201904149
- 19. ágúst 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #765
Ósk um heimild til þess að hefja samningaviðræður við lægstbjóðanda í endurbætur á ytra byrði yngri deildar Varmárskóla.
Afgreiðsla 1451.fundar bæjarráðs lögð fram á 765.fundi bæjarstjórnar
- 9. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1451
Ósk um heimild til þess að hefja samningaviðræður við lægstbjóðanda í endurbætur á ytra byrði yngri deildar Varmárskóla.
Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs hans að því gefnu að öll skilyrði útboðsgagna sé uppfyllt.
- 10. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #763
Óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa útboð á endurbótum ytra byrðis Varmárskóla yngri deildar - 2. og 3. áfangi. Um er að ræða endurbætur á kennaraálmu og austurálmu samkvæmt úttektarskýrslu Verksýn.
Afgreiðsla 1445. fundar bæjarráðs samþykkt á 763. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. maí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1445
Óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa útboð á endurbótum ytra byrðis Varmárskóla yngri deildar - 2. og 3. áfangi. Um er að ræða endurbætur á kennaraálmu og austurálmu samkvæmt úttektarskýrslu Verksýn.
Samþykkt með þremur atkvæðum að auglýsa útboð á endurbótum ytra byrðis Varmárskóla yngri deildar - 2. og 3. áfanga. Um er að ræða endurbætur á kennaraálmu og vesturálmu samkvæmt úttektarskýrslu Verksýn.
- 12. júní 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #741
ÁS Smíði ehf var með lægsta boð sem er um 77% af kostnaðaráætlun. Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs hans að því gefnu að öllum skilyrðum útboðsgagna sé fullnægt.
Afgreiðsla 1401. fundar bæjarráðs samþykkt á 741. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. júní 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1401
ÁS Smíði ehf var með lægsta boð sem er um 77% af kostnaðaráætlun. Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs hans að því gefnu að öllum skilyrðum útboðsgagna sé fullnægt.
Samþykkt með 2 atkvæðum að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs hans að því gefnu að öllum skilyrðum útboðsgagna sé fullnægt. Fulltrúi M- lista situr hjá.
- 17. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #737
Óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa útboð á endurbótum ytra byrðis Varmáskóla yngri deildar 1.áfangi. Um er að ræða endurbætur á kennaraálmu og vesturálmu samkvæmt verklýsingu Verksýnar.
Afgreiðsla 1395. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. apríl 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1395
Óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa útboð á endurbótum ytra byrðis Varmáskóla yngri deildar 1.áfangi. Um er að ræða endurbætur á kennaraálmu og vesturálmu samkvæmt verklýsingu Verksýnar.
Samþykkt með 3 atkvæðum að heimila útboð á fyrsta áfanga á viðhaldi á ytra byrði Varmárskóla og að vinnuskjal Verskýnar um mannvirki í eigu Mosfellsbæjar verði kynnt fyrir bæjarráði á næsta fundi.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins greiðir atkvæði með þessu máli enda þolir það enga bið. Fyrir fundi þessum lá ekki fyrir úttektarskýrsla Verksýnar og hefur sú skýrsla ekki fengið umræðu í bæjarráði eða í bæjarstjórn í ljósi annarra mála tengdum Varmárskóla. Nauðsynlegt er að kynna þess skýrslu fyrir bæjarfulltrúum hið fyrsta og önnur skjöl eftir því sem við á og eðli máls samkvæmt. Rétt er að hún sé einnig tekin fyrir í skólaráði Varmárskóla og kynnt þar í ljósi hlutverks skólaráðs lögum samkvæmt. Ríki trúnaður um efni máls er kynning auðsótt enda fulltrúar bundnir trúnaði í einstökum málum sé þess óskað.