Mál númer 201503529
- 2. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #746
Umbeðin umsögn um tillögu Miðflokksins
Afgreiðsla 1414. fundar bæjarráðs samþykkt á 746. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fulltrúi L lista leggur til að erindið verði sent fræðslunefnd til kynningar. Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
- 26. september 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1414
Umbeðin umsögn um tillögu Miðflokksins
Lagt fram.
- 17. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #737
Frestað frá síðasta fundi. Fulltrúi Miðflokksins óskar eftir óháðu mati á aðbúnaði grunnskólabarna að Brúarlandi, hljóðvist, aðgengi fatlaðra, mengunarvarnir og staðsetning við Vesturlandsveg. Þar skal miðast við að húsnæðið verði að uppfylla öll skilyrði varðandi aðbúnað, hollustuhætti og umhverfi sem skólahúsnæði.
Afgreiðsla 1395. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #737
Fulltrúi Miðflokksins óskar eftir óháðu mati á aðbúnaði grunnskólabarna að Brúarlandi, hljóðvist, aðgengi fatlaðra, mengunarvarnir og staðsetning við Vesturlandsveg. Þar skal miðast við að húsnæðið verði að uppfylla öll skilyrði varðandi aðbúnað, hollustuhætti og umhverfi sem skólahúsnæði.
Afgreiðsla 1394. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. apríl 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1395
Frestað frá síðasta fundi. Fulltrúi Miðflokksins óskar eftir óháðu mati á aðbúnaði grunnskólabarna að Brúarlandi, hljóðvist, aðgengi fatlaðra, mengunarvarnir og staðsetning við Vesturlandsveg. Þar skal miðast við að húsnæðið verði að uppfylla öll skilyrði varðandi aðbúnað, hollustuhætti og umhverfi sem skólahúsnæði.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa tillögunni til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs.
Bókun V- og D- lista
Brúarland hefur starfsleyfi sem skólahúsnæði enda hafa verið gerðar úttektir og endurbætur á húsnæðinu og umhverfi þess á undanförnum árum af óháðum sérfræðingum- FylgiskjalLeiðbeiningar_Hljóðvistarkröfur í umhverfi barna_2012.pdfFylgiskjalRyk Minnisblað Uppfært 290416.pdfFylgiskjalHljóð Minnisblað - uppfært 290416.pdfFylgiskjalKort 3 Hljóð - 3m veggur við leiksvæði.pdfFylgiskjalKort 2 Hljóð - 4m veggur við hús.pdfFylgiskjalKort 1 Hljóð - Núverandi ástand.pdfFylgiskjal20190411-uttekt-vBruarland-loft-hljod04.pdf
- 4. apríl 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1394
Fulltrúi Miðflokksins óskar eftir óháðu mati á aðbúnaði grunnskólabarna að Brúarlandi, hljóðvist, aðgengi fatlaðra, mengunarvarnir og staðsetning við Vesturlandsveg. Þar skal miðast við að húsnæðið verði að uppfylla öll skilyrði varðandi aðbúnað, hollustuhætti og umhverfi sem skólahúsnæði.
Frestað vegna tímaskorts
- 20. janúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #663
Minnisblað um nýtingu Brúarlands.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur mikilvægt að haft sé samráð við foreldrasamfélagið áður en ákvörðun er tekin um nýtingu Brúarlands sem skólahúsnæðis.Bókun V- og D- lista:
Eftirfarandi kemur fram í minnisblaði undir þessu máli og hefur það verið haft að leiðarljósi við vinnslu málsins:
Skólastjórar Varmárskóla hafa lagt áherslu á að eiga samráð við skólaráð skólans um framgang þessa verkefnis, en þar sitja fulltrúar foreldra, kennara ásamt stjórnendum.Afgreiðsla 315. fundar fræðslunefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
- 22. desember 2015
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #315
Minnisblað um nýtingu Brúarlands.
Farið var yfir fyrri áætlanir um nýtingu Brúarlands.
Fræðslunefnd leggur til að undirbúningi vegna notkunar Brúarlands sem skólahúsnæðis verði framhaldið með það að augnamiði að hefja þar skólastarf haustið 2016.
Verkefnið verði samvinnuverkefni umhverfissviðs, fræðslusviðs og Varmárskóla.
- 8. apríl 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #647
Ósk Varmárskóla um að fá afnot af Brúarlandi undir skólastarfsemina. Bæjarráð vísari erindinu til umræðu í fræðslunefnd.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að gerð verði úttekt á öllu kennslurými í Varmárskóla, gæðum þess og stærð, ásamt samantekt á núverandi notkun og aðbúnaði í skólastofum. Ástæðan er að þessar upplýsingar liggja ekki fyrir, þrátt fyrir að nú séu uppi tillögur um að fjölga nemendum í Varmárskóla til muna og taka í gagnið þriðju bygginguna sem er Brúarland.$line$Íbúahreyfingin telur mesta óráð að ráðast í þessar aðgerðir án þess að ofangreindar upplýsingar liggi fyrir og undirstrikar mikilvægi þess að haft sé ítarlegt samráð við foreldrafélög, skólaráð og kennara í Varmárskóla áður en ákvörðun verður tekin.$line$$line$Málsmeðferðartillaga D- og V-lista:$line$D- og V-listi gera þá málsmeðferðartillögu að tillögu M-lista verði vísað til umfjöllunar í fræðslunefnd. $line$$line$Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum. $line$$line$Afgreiðsla 306. fundar fræðslunefndar samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
- 8. apríl 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #647
Ósk Varmárskóla um að fá afnot af Brúarlandi undir skólastarfsemina.
Afgreiðsla 1205. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 31. mars 2015
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #306
Ósk Varmárskóla um að fá afnot af Brúarlandi undir skólastarfsemina. Bæjarráð vísari erindinu til umræðu í fræðslunefnd.
Skólastjóri Varmárskóla kynnti hugmyndir að nýtingu Brúarlands fyrir Varmárskóla frá og með næsta skólaári. Fræðslunefnd fagnar þessu frumkvæði skólans og er hlynnt erindinu. Fræðslunefnd leggur jafnframt til að fræðslusviði verði falið að kynna fyrir fræðslunefnd nýlega úttekt sem menntamálaráðuneytið gerði á framkvæmd skólahalds í Varmárskóla.
- 26. mars 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1205
Ósk Varmárskóla um að fá afnot af Brúarlandi undir skólastarfsemina.
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka mál þetta á dagskrá fundarins.
Bæjarráð er jákvætt gagnvart beiðni Varmárskóla um að skólinn fái Brúarland til afnota fyrir skólastarfsemina frá og með næsta skólaári og vísar erindinu til umræðu í fræðslunefnd.