Mál númer 201809317
- 1. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #820
Forstöðumaður menningarmála fer yfir stöðu þeirra verkefna sem tekin eru fyrir í gildandi Menningarstefnu.
Afgreiðsla 2. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 820. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 26. janúar 2023
Menningar- og lýðræðisnefnd #2
Forstöðumaður menningarmála fer yfir stöðu þeirra verkefna sem tekin eru fyrir í gildandi Menningarstefnu.
Forstöðumaður menningarmála kynnir.
- 14. október 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #769
Menningarstefna Mosfellsbæjar lögð fram.
Bókun M-lista
Ljóst er að mikið hefur verið unnið í þessari stefnu og því ber að fagna. Svo virðist sem þarna hafi verið komið fyrir þáttum sem varðar m.a. fjármögnun erlendis frá á verkefnum bæjarins í menningarmálum ásamt því að sjálfstæðis Héraðsskjalasafnsins ekki tryggt með því að verða sett með einhverjum hætti undir Bókasafn Mosfellsbæjar. Þessi söfn hafa gjörólík markmið. Þessir þættir ásamt óljósra almennt orðaðra áforma eru meðal þeirra sem gerir það að verkum að fulltrúi Miðflokksins getur ekki greitt atkvæði með þessari stefnu þó svo að bæjarbúar margir og starfsmenn hafi lagt hönd á plóg. Fulltrúi Miðflokksins situr því hjá.Bókun D- og V-lista:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna fagna nýrri Menningarstefnu Mosfellsbæjar 2020 - 2024. Stefnan fangar iðandi mannlíf og menningu Mosfellsbæjar með gildi bæjarins að leiðarljósi. Stefna þessi mun styðja enn betur við fjölbreytt menningarlíf í Mosfellsbæ.
Menningarstefna Mosfellsbæjar samþykkt með sjö atkvæðum. Bæjarfulltrúar L- og M-lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. - 6. október 2020
Menningar- og nýsköpunarnefnd #22
Menningarstefna Mosfellsbæjar lögð fram.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að vísa Menningarstefnu Mosfellsbæjar 20202 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fulltrúa L-lista í menningar- og nýsköpunarnefnd:
Varðandi endurskoðun menningarstefnu Mosfellsbæjar sem hér er lögð fram vill undirrituð árétta að á 8. fundi nefndarinnar þann 21. mai 2019 var lögð fram tillaga undir heitinu Stefnumótun til framtíðar í menningarmálum fyrir Mosfellsbæ. Samþykkt var samhljóða að vísa tillögunni inn í þá vinnu sem stóð yfir við mótun og endurskoðun á menningarstefnu Mosfellsbæjar. Þessi samþykkt nefndarinnar var síðan staðfest af bæjarstjórn á 740. fundi hennar.
Í ljósi þessa þykir undirritaðari ekki vera tekið nægilega mikið tillit tekið til tillögunnar frá 8. fundi nefndarinnar við mótun nýrrar menningarstefnu. Eingöngu er löggð áhersla á uppbyggingu í Hlégarði og nýtingu þess húss, sem er gott og gilt í sjáfu sér, en ekkert vikið að framtíðarsýn og frekari uppbyggingu á Hlégarðssvæðinu í anda þess sem sem fram kemur í tillögunni og greinargerð sem henni fylgdi. - 5. febrúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #753
Drög að Menningarstefnu Mosfellsbæjar 2020-2024 lögð fram.
Afgreiðsla 15. fundar menningar- og nýsköpunarnefdar samþykkt með níu atkvæðum á 753. fundi bæjarstjórnar.
- 21. janúar 2020
Menningar- og nýsköpunarnefnd #15
Drög að Menningarstefnu Mosfellsbæjar 2020-2024 lögð fram.
Drög að Menningarstefnu Mosfellsbæjar 2020-2024 lögð fram og rædd.
- 26. júní 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #742
Lögð fram drög að menningarstefnu Mosfellsbæjar.
Frestað.
- 18. júní 2019
Menningar- og nýsköpunarnefnd #9
Lögð fram drög að menningarstefnu Mosfellsbæjar.
Lagt fram til kynningar.
- 17. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #737
Vinnufundur vegna endurskoðunar Menningarstefnu Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 7. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. apríl 2019
Menningar- og nýsköpunarnefnd #7
Vinnufundur vegna endurskoðunar Menningarstefnu Mosfellsbæjar.
Farið yfir drög að menningarstefnu Mosfellsbæjar á sérstökum vinnufundi. Forstöðumanni menningarmála falið að vinna áfram með drögin fyrir næsta fund nefndarinnar.
- 3. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #736
Umræður um drög að menningarstefnu Mosfellsbæjar
Afgreiðsla 5. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar samþykkt á 736. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. mars 2019
Menningar- og nýsköpunarnefnd #5
Umræður um drög að menningarstefnu Mosfellsbæjar
Menningar- og nýsköpunarnefnd ræddi drög að menningarstefnu Mosfellsbæjar og ákvað að vinna á þeim grunni sem nú liggur fyrir á fundi sínum þann 11. apríl nk.
- 20. febrúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #733
Lagt fram minnisblað um stöðu vinnu við endurskoðun menningarstefnu Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 4. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar samþykkt á 733. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. febrúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #732
hugmyndafundur vegna endurskoðun menningarstefnu Mosfellsbæjar
Afgreiðsla 53. fundar ungmennaráðs samþykkt á 732. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. febrúar 2019
Menningar- og nýsköpunarnefnd #4
Samson B. Harðarson tekur sæti á fundi 16:46Lagt fram minnisblað um stöðu vinnu við endurskoðun menningarstefnu Mosfellsbæjar.
- 23. janúar 2019
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #53
hugmyndafundur vegna endurskoðun menningarstefnu Mosfellsbæjar
Endurskoðun á menningarstefnu - Fundur með Steinda og menningarfulltrúa
Aðdráttarafl, hugmyndir
Þeir sem gátu úr ungmennaráði mættu ásamt fleirum ungmennum úr Mosfellsbæ - 12. desember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #730
Óskað hefur verið eftir aðkomu og hugmyndum frá ungmennaráði.
Afgreiðsla 52. fundar ungmennaráðs samþykkt á 730. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. desember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #730
Samantekt fundar og næstu skref
Afgreiðsla 2. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar samþykkt á 730. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. desember 2018
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #52
Óskað hefur verið eftir aðkomu og hugmyndum frá ungmennaráði.
Ungmennaráð er hlynnt erindinu og allir spenntir að fá að taka þátt í því að móta Menningarstefnu fyrir Mosfellbæ. Við munu ásamt starfsmönnum finna þátttakendur í verkefnið. Mælum með að fyrsti fundur verði um miðjan janúar.
- 4. desember 2018
Menningar- og nýsköpunarnefnd #2
Samantekt fundar og næstu skref
Lögð fram samantekt niðurstaðna af opnum íbúafundi sem um endurskoðun Menningarstefnu Mosfellsbæjar sem haldinn var í Hlégarði 16. október sl.
- 3. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #725
Undirbúningur og umræður um endurskoðun menningarstefnu Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 216. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 725. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. september 2018
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #216
Undirbúningur og umræður um endurskoðun menningarstefnu Mosfellsbæjar.
Samþykkt að fela forstöðumanni bóksafns og menningarmála að undirbúa opinn fund menningarmálanefndar þann 16. október nk.