Mál númer 201903204
- 17. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #737
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs
Afgreiðsla 1394. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Tillaga S-lista
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að málinu verði vísað aftur til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs með þeim fyrirmælum að rætt verði við Útlendingastofnun um möguleika á að taka á móti færri aðilum í þjónustu í þeim tilgangi að fá niðurstöðu um hvort skilyrði séu fyrir hendi til þess. Tillagan er felld með 7 atkvæðum gegn 2. Fulltrúar S og C lista greiða atkvæði með tillögunni.Bókun S- og C lista.
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar harma þá ákvörðun Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Vina Mosfellsbæjar að fella framkomna tillögu um frekari viðræður um beiðni Útlendingastofnunar.
Anna Sigríður Guðnadóttir
Lovísa Jónsdóttir - 4. apríl 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1394
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs
Samþykkt með 3 atkvæðum að gera að svo stöddu ekki þjónustusamning við Útlendingastofnun um að tryggja þjónustu við 40-50 umsækjendur um alþjóðlega vernd.
- 3. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #736
Forathugun á vilja bæjarstjórnar til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd
Afgreiðsla 1391. fundar bæjarráðs samþykkt á 736. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. mars 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1391
Forathugun á vilja bæjarstjórnar til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra Fjölskyldusviðs.
- FylgiskjalForathugun á vilja bæjarstjórnar til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd.pdfFylgiskjalsamningur Útl og Hfj_2019.pdfFylgiskjalForathugun á vilja bæjarráðs / sveitarstjórnar til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd.pdf