Mál númer 201701243
- 21. ágúst 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #743
Máli frestað frá 284. fundi fjölskyldunefndar 19. júní 2019 sbr. 4. mál.
Afgreiðsla 284. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 743. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. júlí 2019
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #284
Máli frestað frá 284. fundi fjölskyldunefndar 19. júní 2019 sbr. 4. mál.
Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar lögð fram til kynningar.
Bókun S-lista:
Fulltrúi S- lista átelur þau vinnubrögð að húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar 2019-2020 sé núna fyrst að koma inn í Fjölskyldunefnd og þá bara til kynningar og umfjöllunar eftir að hún hefur verið samþykkt af bæjarstjórn. Eðliðlegra hefði verið að virkja nefndina til þátttöku við gerð hennar á vinnslustigi þar sem margt í þessari áætlun heyrir undir hana. Einnig tekur fulltrúi S- lista undir bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar um efnisatriði húsnæðisáætlunarinnar við samþykkt hennar á 740 fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.Bókun D og V lista:
Á fundi bæjarráðs 24. apríl 2019 var bókað eftirfarandi um drög að húsnæðisáætlun: Bæjarráði kynnt drög að húsnæðisáætlun og hún rædd. Óskað verður eftir ábendingum frá öllum bæjarfulltrúum og að því loknu verði áætlunin lögð fram að nýju í bæjarráði til afgreiðslu.Í pósti til bæjarfulltrúa sama dag var óskað eftir athugasemdum í síðasta lagi í lok fyrstu viku maí þar sem stefnt var að fjalla um málið aftur 9. maí. Það lá því fyrir að málið yrði til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn og öllum framboðum gert jafnt undir höfði að koma sjónarmiðum sínum á framfæri um málið og kynna það hver á sínum vettvangi, og þar með fyrir fulltrúum sínum í nefndum bæjarins.
- 11. júlí 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1406
Lagt fram til kynningar og umfjöllunar í fjölskyldunefnd skv. bókun 740. fundi bæjarstjórnar 29.5.2019.
Afgreiðsla 283. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 1406. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
- 26. júní 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #742
Lagt fram til kynningar og umfjöllunar í fjölskyldunefnd skv. bókun 740. fundi bæjarstjórnar 29.5.2019.
Afgreiðsla 283. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 742. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum
- 19. júní 2019
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #283
Lagt fram til kynningar og umfjöllunar í fjölskyldunefnd skv. bókun 740. fundi bæjarstjórnar 29.5.2019.
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs kynnir húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar. Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fresta umfjöllun um málið þar til frekari upplýsinga hefur verið aflað.
- 29. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #740
Drög að húsnæðisáætlun endurbætt að fengnum athugasemdum
Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar samþykkt á 740. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum. Fulltrúar C- L- S- og M- lista sitja hjá.
Bókun C- lista:
Bæjarfulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu á Húsnæðisáætlunar Mosfellsbæjar. Skýrslan er ágæt samantekt á húsnæðismarkaðinum í Mosfellsbæ en þar vantar inn afgerandi stefnu til næstu ára.Bókun S-lista:
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar situr hjá við afgreiðslu húsnæðisáætlunar Mosfellsbæjar 2019-2020. Stefnumarkandi áherslur Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks í Mosfellsbæ til næstu fjögurra ára eru óljósar og almennar og t.d. ekki tekin nein afgerandi skref til að stytta biðlista eftir almennum félagslegum íbúðum. Þá er ekki að sjá að þarfir mismunandi samfélagshópa hafi verið kortlagðar í áætluninni þó Íbúðalánasjóður leggi áherslu á það í sínum leiðbeiningum varðandi gerð húsnæðisáætlana.
Anna Sigríður GuðnadóttirTillaga S- lista:
Lagt er til að Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar verði lögð fram til kynningar og umfjöllunar í Fjölskyldunefnd. Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.Tillaga V- og D- lista:
Fjölskyldusviði verði veitt heimild á árinu 2019 til að fjölga íbúðum sem teknar eru á leigu af einkaaðilum, sem framleigist á sömu kjörum og félagslegt leiguhúsnæði, úr sex í átta. Áætlaður kostnaður vegna þess á árinu er um 1,5 milljón króna. Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum með fyrirvara um gerð viðauka við fjárhagsáætlunar sé þess þörf. - 29. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #740
Drög að húsnæðisáætlun endurbætt að fengnum athugasemdum
Afgreiðsla 1340. fundar bæjarráðs samþykkt á 740. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. maí 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1400
Drög að húsnæðisáætlun endurbætt að fengnum athugasemdum
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með þá vinnu sem lögð hefur verið í húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar og samþykkir að vísa henni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
- 2. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #738
Frestað frá síðasta fundi. Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar lögð fram.
Afgreiðsla 1396. fundar bæjarráðs samþykkt á 738. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. apríl 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1396
Frestað frá síðasta fundi. Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar lögð fram.
Bæjarráði kynnt drög að húsnæðisáætlun og hún rædd. Óskað verður eftir ábendingum frá öllum bæjarfulltrúum og að því loknu verði áætlunin lögð fram að nýju í bæjarráði til afgreiðslu.
- 17. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #737
Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar lögð fram.
Afgreiðsla 1395. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. apríl 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1395
Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar lögð fram.
Frestað sökum tímaskorts.
- 21. febrúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #711
Á 708. fundi bæjarstjórnar gerði M-listinn eftirfarandi tillögu: "Nú liggja fyrir drög að húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar til næstu fjögurra ára og fyrirsjáanlegt að vinnunni er ekki lokið. Stjórnsýslan er enn að störfum og starfshópur innan stjórnsýslunnar í burðarliðnum. Það sem upp á vantar er hin pólitíska sýn fjölskipaðrar bæjarstjórnar, sérstaklega hvað varðar félagsleg úrræði í húsnæðismálum í Mosfellsbæ. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur því til að fulltrúar framboðanna fundi um stefnuna til að leggja pólitískar línur og gefa stjórnsýslunni veganesti til að ljúka sinni vinnu." Bæjarstjórn vísaði tillögunni til bæjarráðs í tengslum við umfjöllun nefndarinnar um húsnæðisáætlunina.
Afgreiðsla 1341. fundar bæjarráðs samþykkt á 711. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. febrúar 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1341
Á 708. fundi bæjarstjórnar gerði M-listinn eftirfarandi tillögu: "Nú liggja fyrir drög að húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar til næstu fjögurra ára og fyrirsjáanlegt að vinnunni er ekki lokið. Stjórnsýslan er enn að störfum og starfshópur innan stjórnsýslunnar í burðarliðnum. Það sem upp á vantar er hin pólitíska sýn fjölskipaðrar bæjarstjórnar, sérstaklega hvað varðar félagsleg úrræði í húsnæðismálum í Mosfellsbæ. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur því til að fulltrúar framboðanna fundi um stefnuna til að leggja pólitískar línur og gefa stjórnsýslunni veganesti til að ljúka sinni vinnu." Bæjarstjórn vísaði tillögunni til bæjarráðs í tengslum við umfjöllun nefndarinnar um húsnæðisáætlunina.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, og Ásgeir Sigurgestssson (ÁS), verkefnastjóri gæða og þróunar, mættu á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt að bæjarfulltrúar sendi athugasemdir við húsnæðisáætlunina til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs fyrir lok næstu viku. Í kjölfarið verði unnið úr athugasemdunum og málið lagt aftur fyrir bæjarráð til umræðu.
- 10. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #708
Drög að húsnæðisáætlun lögð fram. Málinu var frestað á síðasta fundi.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Nú liggja fyrir drög að húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar til næstu fjögurra ára og fyrirsjáanlegt að vinnunni er ekki lokið. Stjórnsýslan er enn að störfum og starfshópur innan stjórnsýslunnar í burðarliðnum. Það sem upp á vantar er hin pólitíska sýn fjölskipaðrar bæjarstjórnar, sérstaklega hvað varðar félagsleg úrræði í húsnæðismálum í Mosfellsbæ.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur því til að fulltrúar framboðanna fundi um stefnuna til að leggja pólitískar línur og gefa stjórnsýslunni veganesti til að ljúka sinni vinnu.Haraldur Sverrisson gerir þá málsmeðferðartillögu að tillögu M-lista verði vísað til bæjarráðs í tengslum við umfjöllun nefndarinnar um húsnæðisáætlunarinnar.
Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 1336. fundar bæjarráðs samþykkt á 708. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #708
Drög að húsnæðisáætlun lögð fram.
Afgreiðsla 1335. fundar bæjarráðs samþykkt á 708. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. janúar 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1336
Drög að húsnæðisáætlun lögð fram. Málinu var frestað á síðasta fundi.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela starfshópi um gerð húsnæðisáætlunar að vinna áfram að gerð hennar.
- 21. desember 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1335
Drög að húsnæðisáætlun lögð fram.
Frestað.