Mál númer 201806071
- 2. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #738
Breytingar á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar vegna notendaráðs fatlaðs fólks. Síðari umræða.
Breytingar á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar vegna notendaráðs fatlaðs fólks samþykktar með 9 atkvæðum eftir aðra umræðu á 738. fundi bæjarstjórnar.
- 17. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #737
Fyrri umræða um breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar. Viðbót vegna Notendaráðs um máefni fatlaðs fólks.
Samþykkt með 9 atkvæðum 737. fundar bæjarráðs að vísa breytingum á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar er varða notendaráð um málefni fatlaðs fólks til annarar umræðu.
- 20. febrúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #733
Breytingar á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar er varða kosningu öldungaráðs. Fyrri umræða. Tekið úr heildarendurskoðun samþykktarinnar sem á sér stað á vettvangi bæjarráðs og afgreitt sérstaklega. Samþykktir Öldungarráðs verða lagðar fyrir næsta fund bæjarráðs og koma þá til staðfestingar bæjarstjórnar á sama tíma og seinni umræða um þetta mál fer fram.
Samþykkt með 9 atkvæðum 733. fundar bæjarstjórnar að vísa breytingunum til síðari umræðu.
- 22. ágúst 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #722
Umræður um breytingar á Samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar. Vinna að tillögum til framlagningar fyrir bæjarstjórn.
Afgreiðsla 1358. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 722. fundi bæjarstjórnar.
- 28. júní 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1358
Umræður um breytingar á Samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar. Vinna að tillögum til framlagningar fyrir bæjarstjórn.
Lagt fram
- 20. júní 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #720
2. umræða um tillögu að Samþykkt um breytingar á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar.
Samþykkt um breytingu á Samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar samþykkt með 9 atkvæðum á 720. fundi bæjarsstjórnar eftir 2 umræður.
- 13. júní 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #719
Tillögur að breytingum á á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar
Fyrirliggjandi tillaga að samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar er tekin til fyrstu umræðu á 719. fundi Bæjarstjórnar sem samþykkir með 9 atkvæðum að vísa henni óbreyttri til 2. umræðu bæjarstjórnar.