Arna Ösp Gunnarsdóttir - Kraftlyftingakona Mosfellsbæjar 2017
Kraftlyftingakona ársins Arna Ösp Gunnarsdóttir hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma og þegar sett tvo met í réttstöðulyftu 152,5 kg. í 63 kg. flokki, einnig er hún Íslandsmeistari í réttstöðulyftu.
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Hestaíþróttakona Harðar 2017
Aðalheiður hefur verið í hestum alla sína ævi og unnið við tamningar og þjálfun í fjölda ára.
Heiða Guðnadóttir - Íþróttakona Golfklúbbs Mosfellsbæjar 2017
Heiða Guðnadóttir er á 29. aldursári og hefur verið meðlimur í Golfklúbbi Mosfellsbæjar í áraraðir. Heiða varð klúbbmeistari GM árið 2017 og vann með 10 högga forystu og lék frábært golf. Þar að auki keppti hún í fjölmörgum mótum fyrir hönd klúbbsins, en þar má nefna Íslandsmót golfklúbba þar sem Heiða var lykilmaður í liði GM sem endaði í fimmta sæti í fyrstu deild. Heiða er frábær kylfingur og fyrirmynd fyrir alla yngri iðkendur klúbbsins.
Aukin þjónusta í dagvistun barna og lækkun leikskólagjalda um 5%
Mosfellsbær er stækkandi fjölskyldubær þar sem lagður er metnaður í að veita barnafjölskyldum góða þjónustu.
Hreinsum til eftir áramótin
Talsvert rusl fellur til um áramót þegar landsmenn kveikja í mörgum tonnum af flugeldum, skottertum og blysum. Það er algeng sjón að sjá flugeldaleifar, brunnar skottertur, spýtur og prik á víð og dreif um bæinn nú í upphafi árs sem er ekki mikil bæjarprýði.
Þrettándabrenna í Mosfellsbæ 6. janúar 2018
Hin árlega þrettándabrenna Mosfellsbæjar fer fram laugardaginn 6. janúar 2018.
Gjaldfrjálsar tannlækningar barna
Öll börn með skráðan heimilistannlækni eiga nú rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum samkvæmt samningi þar að lútandi. Gjaldfrjálsar tannlækningar barna hafa verið innleiddar í áföngum og lauk inneiðingunni 1. janúar sl. þegar börn yngri en þriggja ára öðluðust rétt samkvæmt samningnum.
Hirðing á jólatrjám 7. - 9. janúar 2018
Félagar í Handknattleiksdeild Aftureldingar munu aðstoða bæjarbúa við að fjarlægja jólatré sín og koma þeim í viðeigandi endurvinnslu og kurlun.