Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. febrúar 2024

Nem­end­ur í leik­skóla­deild Helga­fells­skóla hafa fagn­að mikl­um snjó und­an­far­ið og not­ið sín á göngu­skíð­um í úti­kennslu.

Skól­inn hlaut styrk fyr­ir 6 göngu­skíð­um úr Klöru­sjóði á síð­asta skóla­ári og er þetta því ann­ar vet­ur­inn sem þessi skemmti­legi mögu­leiki er í boði fyr­ir nem­end­ur.

Und­an­farna daga hafa 70 af 100 börn­um feng­ið þessa kennslu og mun hún standa áfram eins og veð­ur og snjóa­lög leyfa.

Klöru­sjóð­ur stuðl­ar að fram­þró­un á skóla- og frí­stund­astarfi í Mos­fells­bæ og er ætlað að styrkja verk­efni í ein­stök­um skól­um eða í sam­starfi milli skóla. Í mars næst­kom­andi verð­ur aug­lýst eft­ir um­sókn­um í Klöru­sjóð 2024 og þá verða nán­ari upp­lýs­ing­um um áhersl­ur sjóðs­ins í ár einn­ig aug­lýst­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00