Nemendur í leikskóladeild Helgafellsskóla hafa fagnað miklum snjó undanfarið og notið sín á gönguskíðum í útikennslu.
Skólinn hlaut styrk fyrir 6 gönguskíðum úr Klörusjóði á síðasta skólaári og er þetta því annar veturinn sem þessi skemmtilegi möguleiki er í boði fyrir nemendur.
Undanfarna daga hafa 70 af 100 börnum fengið þessa kennslu og mun hún standa áfram eins og veður og snjóalög leyfa.
Klörusjóður stuðlar að framþróun á skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ og er ætlað að styrkja verkefni í einstökum skólum eða í samstarfi milli skóla. Í mars næstkomandi verður auglýst eftir umsóknum í Klörusjóð 2024 og þá verða nánari upplýsingum um áherslur sjóðsins í ár einnig auglýstar.
Tengt efni
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Helgafellsskóla 27. mars 2025
Helgafellsskóli hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2024
Mosfellsbær óskar Helgfellsskóla innilega til hamingju með Íslensku menntaverðlaunin fyrir framúrskarandi þróunarverkefni.
Snjallræði í Helgafellsskóla
Á næstu vikum verða birt myndbönd sem veita innsýn í skóla- og frístundastarf Mosfellsbæjar.