Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. febrúar 2024

Starf­ið var aug­lýst 6. des­em­ber 2023 með um­sókn­ar­frest til 3. janú­ar 2024.

Alls sóttu 50 ein­stak­ling­ar um starf­ið en tveir um­sækj­end­ur drógu um­sókn­ir sín­ar til baka áður en um­sókn­ar­frest­ur rann út.

Guð­jón er með meist­ara­gráðu í við­skipta­tengd­um sam­skipt­um frá Uni­versity of Sout­hern Den­mark og BS-gráðu í við­skipta­tengd­um sam­skipt­um, rekstri og tungu­mál­um frá sama há­skóla. Hann stund­ar nú nám í stjórn­un og rekstri í íþrótt­um sem er níu mán­aða fjar­nám með vinnu á veg­um UEFA og Há­skól­ans í Laus­anne, Sviss.

Íþrótta- og lýð­heilsu­full­trúi mun taka leið­andi þátt í und­ir­bún­ingi stefnu­mörk­un­ar á sviði íþrótta- og lýð­heilsu­mála í sam­vinnu við íþrótta- og tóm­stunda­nefnd. Einn­ig koma að vinnu stýr­hóps um Varmár­svæð­ið vegna frek­ari upp­bygg­ing­ar á að­stöðu fyr­ir íþrótta­fólk og íbúa í Mos­fells­bæ og sinna inn­leið­ingu á lýð­heilsu- og for­varn­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar.

Guð­jón starf­aði síð­ast við rekst­ur eig­in fyr­ir­tækja. Þar er um að ræða ann­ars veg­ar fyr­ir­tæki á sviði lík­ams­rækt­ar, heilsu­efl­ing­ar og lýð­heilsu og hins veg­ar ráð­gjöf á sviði stefnu­mót­un­ar og leið­toga­fræðslu. Áður starf­aði hann sem sem stjórn­enda­ráð­gjafi hjá Hagvangi einkum í verk­efn­um sem fólust í að efla stjórn­end­ur sem hvetj­andi leið­toga en einn­ig á sviði orku­stjórn­un­ar sem hef­ur skýra lýð­heilsu­vídd. Hjá Rauða kross­in­um á Ís­landi tók hann að sér upp­bygg­ingu á neyð­ar­varnamið­stöð fé­lags­ins. Þekk­ing hans og reynsla á sviði íþrótta­mála teng­ist einkum iðk­un, þjálf­un, liðs­heild­ar­þjálf­un og setu í stjórn­um og ráð­um inn­an Aft­ur­eld­ing­ar í geg­um árin.

Guð­jón hef­ur ritað bæk­ur og fræðslu­efni á sviði lýð­heilsu og heilsu­efl­ing­ar. Hann hef­ur haft frum­kvæði að og leitt ýmis heilsu­efl­andi verk­efni sem einn af leið­tog­um Heilsu­efl­andi sam­fé­lags í Mos­fells­bæ.

Við bjóð­um Guð­jón vel­komin til starfa sem íþrótta- og lýð­heilsu­full­trúa Mos­fells­bæj­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00