Starfið var auglýst 6. desember 2023 með umsóknarfrest til 3. janúar 2024.
Alls sóttu 50 einstaklingar um starfið en tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka áður en umsóknarfrestur rann út.
Guðjón er með meistaragráðu í viðskiptatengdum samskiptum frá University of Southern Denmark og BS-gráðu í viðskiptatengdum samskiptum, rekstri og tungumálum frá sama háskóla. Hann stundar nú nám í stjórnun og rekstri í íþróttum sem er níu mánaða fjarnám með vinnu á vegum UEFA og Háskólans í Lausanne, Sviss.
Íþrótta- og lýðheilsufulltrúi mun taka leiðandi þátt í undirbúningi stefnumörkunar á sviði íþrótta- og lýðheilsumála í samvinnu við íþrótta- og tómstundanefnd. Einnig koma að vinnu stýrhóps um Varmársvæðið vegna frekari uppbyggingar á aðstöðu fyrir íþróttafólk og íbúa í Mosfellsbæ og sinna innleiðingu á lýðheilsu- og forvarnarstefnu Mosfellsbæjar.
Guðjón starfaði síðast við rekstur eigin fyrirtækja. Þar er um að ræða annars vegar fyrirtæki á sviði líkamsræktar, heilsueflingar og lýðheilsu og hins vegar ráðgjöf á sviði stefnumótunar og leiðtogafræðslu. Áður starfaði hann sem sem stjórnendaráðgjafi hjá Hagvangi einkum í verkefnum sem fólust í að efla stjórnendur sem hvetjandi leiðtoga en einnig á sviði orkustjórnunar sem hefur skýra lýðheilsuvídd. Hjá Rauða krossinum á Íslandi tók hann að sér uppbyggingu á neyðarvarnamiðstöð félagsins. Þekking hans og reynsla á sviði íþróttamála tengist einkum iðkun, þjálfun, liðsheildarþjálfun og setu í stjórnum og ráðum innan Aftureldingar í gegum árin.
Guðjón hefur ritað bækur og fræðsluefni á sviði lýðheilsu og heilsueflingar. Hann hefur haft frumkvæði að og leitt ýmis heilsueflandi verkefni sem einn af leiðtogum Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ.
Við bjóðum Guðjón velkomin til starfa sem íþrótta- og lýðheilsufulltrúa Mosfellsbæjar.