18 voru tilnefnd, eins og áður gafst bæjarbúum kostur á, ásamt íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar, að kjósa Íþróttafólk ársins 2022. Á sama tíma var þjálfari, lið og sjálfboðaliði ársins heiðruð.
Íþróttafólk ársins í Mosfellsbæ 2022 eru Anton Ari Einarsson knattspyrnumaður hjá Breiðablik og Thelma Dögg Grétarsdóttir blakkona frá Aftureldingu.
Afrekslið Mosfellsbæjar 2022 er Meistaraflokkur kvenna úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar.
Þjálfari ársins er Davíð Gunnlaugsson, þjálfari hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.
Sjálfboðaliði ársins er Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður Blakdeildar Aftureldingar.
Við óskum öllum sem hlutu viðurkenningar og verðlaun innilega til hamingju.
Mynd 1: Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Guðrún Kristín Einarsdóttir, sjálfboðaliði ársins 2022
Mynd 2 og 3: Meistaraflokkur kvenna úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar, afrekslið Mosfellsbæjar 2022
Mynd 4: Davíð Gunnlaugsson, þjálfari ársins 2022 og Halla Karen Kristjánsdóttir, formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar
Tengt efni
Tilnefningar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2024
Hægt er að senda inn tilnefningar til 19. nóvember 2024.
Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2023 heiðrað við hátíðlega athöfn í Hlégarði fimmtudaginn 11. janúar
Tilnefningar voru 21 og eins og áður gafst bæjarbúum kostur á, ásamt íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa úr hópi tilnefndra íþróttafólk ársins 2023. Á sama tíma var þjálfari, lið og sjálfboðaliði ársins heiðruð.
Kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar 2023
Átta konur og ellefu karlar hafa verið tilnefnd af íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2023.