Matseðill
Mánudagur 18. nóvember
Fiskibollur með soðnum kartöflum, gulrótum og lauksósu. Heimalöguð makkarónusúpa.
Þriðjudagur 19. nóvember
Chilli con Carne með gufusoðnum kartöflum, tortillaflögum, pastaskrúfum og hrásalati. Blaðlaukssúpa.
Miðvikudagur 20. nóvember
Smjösteikt keila með kartöflum, gufusoðnu grænmeti og laukfeiti. Rjómalöguð kakósúpa með tvíbökum.
Fimmtudagur 21. nóvember
Soðnar kjötbollur með kartöflum, hrísgrjónum og karrýsósu. Brokkolísúpa.
Föstudagur 22. nóvember
Ofnsteiktur grísahnakki með brúnuðum kartöflum, rauðkáli og rjómasósu. Heimalagaður sveskjugrautur.
Laugardagur 23. nóvember
Soðin ýsa með kartöflum, grænmeti og feiti. Grjónagrautur með kanilsykri.
Sunnudagur 24. nóvember
Rjómagúllas með kartöflumús og hrásalati. Ís og sósa.
Matseðillinn getur breyst án fyrirvara.
Eirhamrar og Hamrar
Í Mosfellsbæ er þjónustuklasi fyrir eldri borgara að Hlaðhömrum 2 við Langatanga. Þar er að finna Eirhamra, 54 öryggisíbúðir reknar af Eir hjúkrunarheimili. Við hlið Eirhamra rekur Eir einnig Hamra hjúkrunarheimili en þar eru 30 rými með fyrsta flokks aðstöðu.
Forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Eirhamra veitir upplýsingar um þjónustuna í síma 566-8060 frá kl. 10:00 – 12:00 alla virka daga.
Þjónusta
Þjónusta við eldri borgara í Mosfellsbæ miðar að því að þeir geti búið við eðlilegt heimilislíf eins lengi og unnt er. Eldri borgarar eiga rétt á almennri þjónustu sem veitt er á velferðarsviði, í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og lög um málefni aldraða nr. 125/1999.
Velferðarnefnd fer með málefni félagsþjónustu í umboði bæjarstjórnar.
Ýmis einkafyrirtæki veita einstaklingum velferðarþjónustu gegn gjaldi. Upplýsingar um þá þjónustu má nálgast hjá þeim fyrirtækjum og hjá velferðarsviði Mosfellsbæjar.
Félagsstarf og frístundir
Félagsstarf
Markmið starfsins er að koma í veg fyrir félagslega einangrun og finna þekkingu, reynslu og hæfileikum þátttakenda farveg.
Listsköpun, handmennt, spilamennska, kórstarf, leikfimi, sund og ferðalög eru dæmi um starfsemina.
Opnunartími
- Mánudagar kl. 11:00-16:00
- Þriðjudagar kl. 11:00-16:00
- Miðvikudagar kl. 11:00-16:00
- Fimmtudagar kl. 11:00-16:00
- Föstudagar kl. 13:00-16:00
Handavinnuleiðbeinandi verður á staðnum alla daga nema föstudaga.
Opnunartími gæti breyst þegar sumarfrí starfsfólks standa yfir.
Nánari upplýsingar
Elva Björg Pálsdóttir (gsm: 698-0090), forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara, veitir allar upplýsingar um félagsstarfið og skráningar á námskeið og í ferðir.
- Elva er með símatíma alla virka daga frá kl. 13:00-16:00, í síma 586-8014
- Einnig er hægt að senda Elvu póst, elvab[hja]mos.is
Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni (FaMos)
Þau sem eru 60 ára og eldri geta sótt um aðild að félaginu. Tilgangur þess er að gæta hagsmuna félaga sinna, sinna tómstunda-, fræðslu- og menningarmálum og vinna að því að tryggja félagslegt og efnahagslegt öryggi eldra fólks.
Karlar í skúrum
„Karlar í skúrum“ er staðsett í Skálahlíð 7a og er tómstunda- og handverksstarf fyrir karla. Í boði eru ýmis námskeið auk þess sem opið hús er fyrir alla karla á þriðjudögum frá kl. 10-12.
Mosfellsprestakall
Í boði eru ýmsar uppákomur, samvera og dagskrá fyrir eldri borgara.
Gott að eldast
Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós eru þátttakendur í þróunarverkefni sem er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda „Gott að eldast“ og mun verkefnið standa til ársins 2027.
Í verkefninu er m.a. lögð áhersla á að auka félagslega virkni eldra fólks og draga úr félagslegri einangrun og einmanaleika í gegnum samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu.
Í tengslum við verkefnið hefur verið ráðinn tengiráðgjafi á velferðarsviði Mosfellsbæjar. Hlutverk hans er m.a. að eiga samtal milli félagsþjónustu, heilsugæslu, trúfélaga, sjálfboðaliðasamtaka o.s.frv., að virkja nærumhverfið til að taka betur utan um fólk sem er félagslega einangrað eða einmana og að stíga inn í og finna lausn sem hentar hverjum og einum.
Hreyfing
Aðstaða í Mosfellsbæ:
Ýmis hreyfing í boði:
Gjaldskrár
Reglur og samþykktir
- Reglur og samþykktir ›Afsláttur af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega
- Reglur og samþykktir ›Akstursþjónusta fyrir eldri borgara
- Reglur og samþykktir ›Dagdvöl aldraðra
- Reglur og samþykktir ›Frístundastyrkir til 67 ára og eldri
- Reglur og samþykktir ›Sérstakur húsnæðisstuðningur
- Reglur og samþykktir ›Stuðningsþjónusta