Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mat­seð­ill

Mánu­dag­ur 18. nóv­em­ber
Fiski­boll­ur með soðn­um kart­öfl­um, gul­rót­um og lauksósu. Heima­lög­uð makkarón­usúpa.

Þriðju­dag­ur 19. nóv­em­ber
Chilli con Carne með gufu­soðn­um kart­öfl­um, tortilla­f­lög­um, pasta­skrúf­um og hrásal­ati. Blað­laukssúpa.

Mið­viku­dag­ur 20. nóv­em­ber
Smjösteikt keila með kart­öfl­um, gufu­soðnu græn­meti og lauk­feiti. Rjóma­lög­uð kakósúpa með tví­bök­um.

Fimmtu­dag­ur 21. nóv­em­ber
Soðn­ar kjöt­boll­ur með kart­öfl­um, hrís­grjón­um og karrýsósu. Brok­kolísúpa.

Föstu­dag­ur 22. nóv­em­ber
Ofn­steikt­ur grísa­hnakki með brún­uð­um kart­öfl­um, rauð­káli og rjómasósu. Heima­lag­að­ur sveskju­graut­ur.

Laug­ar­dag­ur 23. nóv­em­ber
Soð­in ýsa með kart­öfl­um, græn­meti og feiti. Grjóna­graut­ur með kanil­sykri.

Sunnu­dag­ur 24. nóv­em­ber
Rjómag­úllas með kart­öflumús og hrásal­ati. Ís og sósa.

Mat­seð­ill­inn get­ur breyst án fyr­ir­vara.


Eir­hamr­ar og Hamr­ar

Í Mos­fells­bæ er þjón­ustuklasi fyr­ir eldri borg­ara að Hlað­hömr­um 2 við Langa­tanga. Þar er að finna Eir­hamra, 54 ör­yggis­íbúð­ir rekn­ar af Eir hjúkr­un­ar­heim­ili. Við hlið Eir­hamra rek­ur Eir einn­ig Hamra hjúkr­un­ar­heim­ili en þar eru 30 rými með fyrsta flokks að­stöðu.

For­stöðu­mað­ur Þjón­ustumið­stöðv­ar Eir­hamra veit­ir upp­lýs­ing­ar um þjón­ust­una í síma 566-8060 frá kl. 10:00 – 12:00 alla virka daga.


Þjón­usta

Þjón­usta við eldri borg­ara í Mos­fells­bæ mið­ar að því að þeir geti búið við eðli­legt heim­il­is­líf eins lengi og unnt er. Eldri borg­ar­ar eiga rétt á al­mennri þjón­ustu sem veitt er á vel­ferð­ar­sviði, í sam­ræmi við lög um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga nr. 40/1991 og lög um mál­efni aldr­aða nr. 125/1999.

Vel­ferð­ar­nefnd fer með mál­efni fé­lags­þjón­ustu í um­boði bæj­ar­stjórn­ar.

Ýmis einka­fyr­ir­tæki veita ein­stak­ling­um vel­ferð­ar­þjón­ustu gegn gjaldi. Upp­lýs­ing­ar um þá þjón­ustu má nálg­ast hjá þeim fyr­ir­tækj­um og hjá vel­ferð­ar­sviði Mos­fells­bæj­ar.


Fé­lags­st­arf og frí­stund­ir

Fé­lags­st­arf

Markmið starfs­ins er að koma í veg fyr­ir fé­lags­lega ein­angr­un og finna þekk­ingu, reynslu og hæfi­leik­um þátt­tak­enda far­veg.

List­sköp­un, hand­mennt, spila­mennska, kór­st­arf, leik­fimi, sund og ferða­lög eru dæmi um starf­sem­ina.

Opn­un­ar­tími

  • Mánu­dag­ar kl. 11:00-16:00
  • Þriðju­dag­ar kl. 11:00-16:00
  • Mið­viku­dag­ar kl. 11:00-16:00
  • Fimmtu­dag­ar kl. 11:00-16:00
  • Föstu­dag­ar kl. 13:00-16:00

Handa­vinnu­leið­bein­andi verð­ur á staðn­um alla daga nema föstu­daga.

Opn­un­ar­tími gæti breyst þeg­ar sum­ar­frí starfs­fólks standa yfir.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar

Elva Björg Páls­dótt­ir (gsm: 698-0090), for­stöðu­mað­ur fé­lags­starfs eldri borg­ara, veit­ir all­ar upp­lýs­ing­ar um fé­lags­starf­ið og skrán­ing­ar á nám­skeið og í ferð­ir.

  • Elva er með síma­tíma alla virka daga frá kl. 13:00-16:00, í síma 586-8014
  • Einn­ig er hægt að senda Elvu póst, elvab[hja]mos.is

Fé­lag aldr­aðra í Mos­fells­bæ og ná­grenni (FaMos)

Þau sem eru 60 ára og eldri geta sótt um að­ild að fé­lag­inu. Til­gang­ur þess er að gæta hags­muna fé­laga sinna, sinna tóm­stunda-, fræðslu- og menn­ing­ar­mál­um og vinna að því að tryggja fé­lags­legt og efna­hags­legt ör­yggi eldra fólks.

Karl­ar í skúr­um

„Karl­ar í skúr­um“ er stað­sett í Skála­hlíð 7a og er tóm­stunda- og hand­verks­st­arf fyr­ir karla. Í boði eru ýmis nám­skeið auk þess sem opið hús er fyr­ir alla karla á þriðju­dög­um frá kl. 10-12.

Mos­fell­sprestakall

Í boði eru ýms­ar uppá­kom­ur, sam­vera og dagskrá fyr­ir eldri borg­ara.

Gott að eldast

Mos­fells­bær, Kjal­ar­nes og Kjós eru þátt­tak­end­ur í þró­un­ar­verk­efni sem er hluti af að­gerða­áætlun stjórn­valda „Gott að eldast“ og mun verk­efn­ið standa til árs­ins 2027.

Í verk­efn­inu er m.a. lögð áhersla á að auka fé­lags­lega virkni eldra fólks og draga úr fé­lags­legri ein­angr­un og ein­mana­leika í gegn­um sam­þætt­ingu fé­lags- og heil­brigð­is­þjón­ustu.

Í tengsl­um við verk­efn­ið hef­ur ver­ið ráð­inn tengi­ráð­gjafi á vel­ferð­ar­sviði Mos­fells­bæj­ar. Hlut­verk hans er m.a. að eiga sam­tal milli fé­lags­þjón­ustu, heilsu­gæslu, trú­fé­laga, sjálf­boða­liða­sam­taka o.s.frv., að virkja nærum­hverf­ið til að taka bet­ur utan um fólk sem er fé­lags­lega ein­angrað eða einmana og að stíga inn í og finna lausn sem hent­ar hverj­um og ein­um.


Hreyf­ing


Gjald­skrár


Regl­ur og sam­þykkt­ir


Stefna í mál­efn­um eldri borg­ara

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00