Lágafellslaug
Mán. – fös. kl. 6:30 – 22:00
(afgreiðslan er opin til kl. 22:30)
Lau. – sun. kl. 08:00 – 19:00
Íþróttamiðstöðin Lágafell, Lækjarhlíð 1a, 270 Mosfellsbæ
Lágafellslaug býður upp á 25m keppnislaug, innisundlaug, barnalaug og vaðlaug auk þriggja vatnsrennibrauta. Þar eru einnig tveir heitir pottar, nuddpottur og kaldur pottur, vatnsgufa, infrarauð gufa og hefðbundin gufa.
Klórkerfið í lauginni kemur í veg fyrir myndun efna sem eru algengir ónæmisvaldar í sundlaugum. Lágafellslaug er því vinsæl hjá fólki sem er með ónæmi fyrir venjulegum klór.
Skólasund
Innilaugin er með stillanlegum botni og er notuð fyrir skólasund alla virka daga yfir veturinn, á mán., fim. og fös. til kl. 18:00 og þri. og mið. til kl. 20:00.
Varmárlaug
Sumaropnun
Mán. – fös. kl. 06:30 -21:30
Lau. kl. 08:00 -17:00
Sun. kl. 08:00-16:00
Vetraropnun
Mán. – fös. kl. 06:30 – 08:00 og 15:00 – 21:30
Lau. kl. 08:00 – 17:00
Sun. kl. 08:00 – 16:00
Íþróttamiðstöðin að Varmá, 270 Mosfellsbæ
Varmárlaug býður upp á sundlaug, barnalaug, sauna, vatnsgufu, infrarauðan klefa, tvo heita potta, þar af annar með nuddi, og leiktæki fyrir börnin.
Frítt í sund fyrir börn
Frítt er í sund fyrir öll börn sem eru með lögheimili í Mosfellsbæ, upp að 15 ára aldri eða til 1. júní árið sem þau ljúka 10. bekk. Frá 1. júní árið sem þau verða 10 ára og þar til 1. júní árið sem þau verða 15 ára þarf að framvísa sundkorti. Sótt er um sundkortin á sundstöðum bæjarins og kostar kortið 600 kr.
Börn utan Mosfellsbæjar fá frítt í sund til 1. júní árið sem þau verða 10 ára.
Gjaldskrá
Þjónusta | Verð |
---|---|
Fullorðnir | 1.150 |
Fullorðnir: 10 miða áfylling á kort* | 5.200 |
Fullorðnir: árskort | 39.500 |
Börn 0 - 10 ára* | Frítt |
Börn og unglingar 11 - 17 ára* | 200 |
Börn og unglingar 11 - 17 ára: 10 miðar* | 1.700 |
Börn og unglingar 11 - 17 ára: 30 miðar* | 2.700 |
Öryrkjar* | Frítt |
Ellilífeyrisþegar* | Frítt |
Moskort - áfyllingarkort | 800 |
Leiga | |
Handklæði | 1.050 |
Sundföt | 1.050 |
Innri leiga á sal (stór salur) | 11.800 |
Innri leiga á gervigrasvelli 1/1 | 21.900 |
- Börn byrja að greiða barnagjald 1. júní árið sem þau verða 10 ára.
- Börn geta farið ein í sund án fylgdarmanns frá 1. júní, árið sem þau verða 10 ára.
- Börn og unglingar 11-15 ára í grunnskólum Mosfellsbæjar geta í afgreiðslu sundlaugar sótt um endurgjaldslausan aðgang að sundlaugum með áfyllingu á Moskort sem kostar kr. 800 kr., innkaupakostnaður á korti. Gildistími korts er til 31. desember 2025 en þó ekki lengur en barn er í grunnskóla.
- Ungmenni greiða fullorðinsgjald frá 1. júní árið sem þau verða 18 ára.
- Öryrkjar eru ekki gjaldskyldir gegn framvísun skírteinis gefið út af Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra. Einnig eru þeir ekki gjaldskyldir sem framvísa skírteini Sjúkratrygginga Íslands (grænu skírteini) vegna varanlegrar örorku, skírteini Blindrafélags (bláu skírteini) og umönnunarkorti (gulu skírteini) vegna sérstakrar umönnunar barns.
- Gjaldskylda fellur niður við 67 ára aldur og miðast við afmælisdag, framvísa verður persónuskírteini.
- Gildistími áfyllinga á Moskort er 2 ár.
Gildir frá 1. janúar 2025.
Samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 4. desember 2024.