22. maí 2025 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Ómar Karl Jóhannesson skrifstofa bæjarlögmanns
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Í upphafi fundar var samþykkt með fimm atkvæðum að taka tvö ný mál á dagskrá fundarins sem verða liðir nr. 9 og nr. 10 á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. 5. áfangi Helgafellshverfis - úthlutun lóða Úugötu202212063
Tillaga um viðbótarúthlutun lóða við Úugötu (síðari hluti 5. áfanga) í samræmi við framkomin tilboð.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að viðbótarúthlutun lóða í síðari hluta 5. áfanga við Úugötu verði úthlutað til þess aðila sem á hæsta tilboð í hverja lóð fyrir sig í samræmi við ákvæði úthlutunarskilmála, með fyrirvara um að tilboðsgjafar uppfylli öll skilyrði úthlutunarskilmála þar á meðal um hæfi skv. gr. 1.4 í úthlutunarskilmálum og 3. gr. úthlutunarreglna Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir einnig að veita bæjarstjóra umboð til að samþykkja tilboð í lóðir í þeim tilvikum sem tilboðsgjafar falla frá tilboðum sínum eða uppfylla ekki skilyrði úthlutunarskilmála. Skal þá lagt til grundvallar að taka tilboðum frá þeim aðilum sem næstir eru í röðinni með hliðsjón af fjárhæð tilboðs og sem uppfylla skilyrði úthlutunarskilmála.2. Útboð á rekstri götulýsingar202503211
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboðinu, Mosfellsbær - Gatna- og stígalýsing - Viðhald og þjónusta - MOS202503211
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda í samræmi við fyrirliggjandi tillögu, með þeim fyrirvara að verktaki uppfylli öll skilyrði útboðsgagna.
3. Útboð vegna ræstiþjónustu202505480
Tillaga um að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði að semja um gerð útboðsgagna vegna aðkeyptrar ræstiþjónustu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði að semja við verkfræðistofuna Strending um gerð útboðsgagna vegna aðkeyptrar ræstiþjónustu fyrir stofnanir Mosfellsbæjar. Áætlaður kostnaður við undirbúning útboðsgagna er um 5 m.kr. sem skiptist hlutfallslega á viðeigandi svið.
4. Leikskólinn Hlaðhamrar - Endurbætur202403189
Minnisblað um framtíð leiksskóla á Hlaðhömrum og ástand eldri leikskólabygginga.
Lagt fram og kynnt.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í fræðslunefnd.Gestir
- Ólöf Kristín Sívertsen, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri á umhverfissviði
5. Reykholt - gatnagerðar- og byggingargjöld202503224
Beiðni um niðurfellingu álagðra gatnagerðargjalda.
Regína Ásvaldsdóttir vék af fundi undir dagskrárliðnum.
***
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarlögmanni að afgreiða framkomna beiðni um endurskoðun álagðra gatnagerðargjalda í samræmi við efni framlagðs bréfs.
6. Fyrirspurn EFS varðandi fjárhagsleg áhrif kjarasamninga202504225
Fyrirspurn frá Eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga varðandi áhrif kjarasamninga.
Lagt fram og kynnt.
Gestir
- Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
7. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og breytingar á sveitarstjórnarlögum202505574
Innviðaráðuneytið bendir á áform um lagabreytingar á sviði sveitarstjórnarmála sem hafa verið kynnt í samráðsgátt. Annars vegar er um að ræða frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (skattlagning orkumannvirkja) og hins vegar frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum (endurskoðun sveitarstjórnarlaga). Umsagnarfrestur er til 9. júní nk.
Lagt fram og kynnt.
Gestir
- Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
8. Frumvarp til laga um veiðar á fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða202505552
Frá atvinnuveganefnd Alþingis frumvarp til laga um veiðar á fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða. Umsagnarfrestur er til 28. maí nk.
Lagt fram.
Gestir
- Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
9. Beiðni Sorpu bs. um afgreiðslu á endurfjármögnun láns2025011303
Beiðni Sorpu bs. um að Mosfellsbær gangist undir einfalda ábyrgð, og samþykki veðsetningu í tekjum, til tryggingar lánssamningi Sorpu bs. við Lánasjóð sveitarfélaga sem og að bærinn gangist undir aðrar skuldbindingar sem kveðið er á um í lánsamningnum.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með fimm atkvæðum að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur Mosfellsbæjar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Sorpu bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 639.000.000-, með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarráð hefur kynnt sér. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki bæjarráðs jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Lánið er tekið til að endurfjármagna forvinnslulínu fyrir blandaðan úrgang frá heimilum sem telst vera verkefni sem hafi almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Þá skuldbindur sveitarfélagið sig til þess, sem eigandi hlutar í félaginu, að breyta ekki því ákvæði samþykkta félagsins sem kveður á um að félagið megi ekki að neinu leyti vera í eigu einkaaðila.
Fari svo að sveitarfélag selji eignarhlut í félaginu til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að nýr eigandi yfirtaki jafnframt ábyrgð á láninu í samræmi við eignarhluta.Jafnframt er Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Gestir
- Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
10. Beiðni Sorpu bs. um samþykki fyrir lántöku vegna uppbyggingar við Lambhagaveg202505663
Beiðni Sorpu bs. um að Mosfellsbær gangist undir einfalda ábyrgð, og samþykki veðsetningu í tekjum, til tryggingar lánssamningi Sorpu bs. við Lánasjóð sveitarfélaga sem og að bærinn gangist undir aðrar skuldbindingar sem kveðið er á um í lánsamningnum.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með xx atkvæðum að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur Mosfellsbæjar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Sorpu bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 1.345.000.000-, með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki bæjarráðs jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Lánið er tekið til að fjármagna uppbyggingu endurvinnslustöðvar að Lambhagavegi sem telst vera verkefni sem hafi almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Þá skuldbindur sveitarfélagið sig til þess, sem eigandi hlutar í félaginu, að breyta ekki því ákvæði samþykkta félagsins sem kveður á um að félagið megi ekki að neinu leyti vera í eigu einkaaðila.
Fari svo að sveitarfélag selji eignarhlut í félaginu til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að nýr eigandi yfirtaki jafnframt ábyrgð á láninu í samræmi við stærð eignarhlutans.
Jafnframt er Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Gestir
- Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs