11. maí 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Í upphafi fundar var samþykkt með fimm atkvæðum að taka á dagskrá nýtt mál sem verði nr. 11 í dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. 5. áfangi Helgafellshverfis - úthlutun lóða202212063
Upplýsingar um tilboð í lóðir í fyrri hluta úthlutunar í 5. áfanga Helgafellshverfis.
Upplýsingar veittar um tilboð sem bárust í lóðir við Úugötu í 5. áfanga Helgafellshverfis. Bæjarráð Mosfellsbæjar fagnar þeim áhuga sem er á uppbyggingu í Mosfellsbæ.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
2. Ráðning leikskólastjóra Hlíð 2021202105146
Heimild til að auglýsa starf leikskólastjóra Hlíðar
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að staða leikskólastjóra Hlíðar verði auglýst í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
3. Umsókn Húsbyggingasjóðs Landssamtakanna Þroskahjálpar um stofnframlag202002120
Tillaga um veitingu stofnframlags til Húsbyggingarsjóðs Þroskahjálpar til byggingar á búsetukjarna lögð fyrir til umræðu og samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn Húsbyggingarsjóðs Þroskahjálpar um stofnframlag til byggingar búsetukjarna og felur bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi sundurliðun á veitingu stofnframlags. Þá er samþykkt að fela fjármálastjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna framlagsins.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs
4. Umsókn Brynju leigufélags um stofnframlag202304054
Tillaga um veitingu stofnframlags til Brynju leigufélags vegna kaupa á tveimur íbúðum á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn Brynju leigufélags ses. um stofnframlag á árinu 2023 vegna kaupa á tveimur íbúðum í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og felur bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi sundurliðun á veitingu stofnframlags. Bæjarráð staðfestir jafnframt að umsókn Brynju leigufélags rúmast innan fjárfestingaráætlunar ársins 2023.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs
5. Kvíslarskóli - gluggaskipti 1. og 2. hæð202301560
Óskað er heimildar bæjarráðs til að semja við Múr- og Málningarþjónustuna Höfn ehf um gluggaskipti í Kvíslarskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að semja við, Múr- og Málningarþjónustuna Höfn ehf., að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því kæranda var eða mátti verða kunnugt um framangreinda ákvörðun.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdstjóri umhverfissviðs
6. Óloknar framkvæmdir á Leirvogstungumelum í Mosfellsbæ202304268
Landsbankinn hf. óskar eftir viðræðum við Mosfellsbæ um óloknar framkvæmdir á Leirvogstungumelum í Mosfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að hefja samningaviðræður við Landsbankann um yfirtöku á opnum svæðum og eftirstandandi gatnagerð á Leirvogstungumelum í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
7. Lágafellsland - ósk um uppbyggingu á landi202304013
Erindi frá Lágafellsbyggingum ehf, með ósk um að vinna við rammaskipulag og uppbyggingu lands við Lágafell muni hefjast án tafar.
Erindið lagt fram og kynnt. Sá hluti erindis er lýtur að ósk um vinnu við rammaskipulag er vísað til umfjöllunar og afgreiðslu skipulagsnefndar.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
8. Sólvallaland - ósk um uppbyggingu á landi202304055
Erindi Sólvalla landþróunarfélags ehf. og F fasteignafélags varðandi uppbyggingu og deiliskipulag á 3-4 ha íbúðarsvæði í landi Akra og Sólvalla.
Bæjarráð bendir á að uppbyggingarsamningur sem vísað er til í erindi eigi ekki við um umrætt svæði. Að öðru leyti er sá hluti erindis er lýtur að ósk um deiliskipulagsvinnu vísað til umfjöllunar og afgreiðslu skipulagsnefndar.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
9. Vinnustofa Sveitarfélagaskólans202305206
Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á Vinnustofu Sveitarfélagaskólans á höfuðborgarsvæðinu sem fram fer 22. maí nk.
Lagt fram til kynningar.
10. Frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi202305148
Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi. Umsagnarfrestur er til 17. maí nk.
Lagt fram.
11. Staða kjarasamningsviðræðna við Starfsmannafélag Mosfellsbæjar.202305236
Staða kjarasamningsviðræðna við Starfsmannafélag Mosfellsbæjar.
Samningar í kjaradeilu Sambands íslenskra sveitarfélaga, fyrir hönd Mosfellsbæjar, við Starfsmannafélag Mosfellsbæjar hafa ekki náðst. Upplýst var að fyrstu verkfallsaðgerðir sem boðaðar hafa verið að muni hefjast 15. maí nk.
Í lok fundar var samþykkt að næsti fundur bæjarráðs verði miðvikudaginn 17. maí nk. vegna uppstigningardags, jafnframt samþykkt að fundarboð og fundargögn verði send út eigi síðar en mánudaginn 15. maí þrátt fyrir að boðunarfrestur verði ekki tveir sólarhringar.