Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. maí 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður

Í upp­hafi fund­ar var sam­þykkt með fimm at­kvæð­um að taka á dagskrá nýtt mál sem verði nr. 11 í dagskrá fund­ar­ins.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. 5. áfangi Helga­fells­hverf­is - út­hlut­un lóða202212063

    Upplýsingar um tilboð í lóðir í fyrri hluta úthlutunar í 5. áfanga Helgafellshverfis.

    Upp­lýs­ing­ar veitt­ar um til­boð sem bár­ust í lóð­ir við Úu­götu í 5. áfanga Helga­fells­hverf­is. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar fagn­ar þeim áhuga sem er á upp­bygg­ingu í Mos­fells­bæ.

    Gestir
    • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
  • 2. Ráðn­ing leik­skóla­stjóra Hlíð 2021202105146

    Heimild til að auglýsa starf leikskólastjóra Hlíðar

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að staða leik­skóla­stjóra Hlíð­ar verði aug­lýst í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

    • 3. Um­sókn Hús­bygg­inga­sjóðs Lands­sam­tak­anna Þroska­hjálp­ar um stofn­fram­lag202002120

      Tillaga um veitingu stofnframlags til Húsbyggingarsjóðs Þroskahjálpar til byggingar á búsetukjarna lögð fyrir til umræðu og samþykktar.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um um­sókn Hús­bygg­ing­ar­sjóðs Þroska­hjálp­ar um stofn­fram­lag til bygg­ing­ar bú­setukjarna og fel­ur bæj­ar­stjóra að und­ir­rita fyr­ir­liggj­andi sund­urlið­un á veit­ingu stofn­fram­lags. Þá er sam­þykkt að fela fjár­mála­stjóra að út­búa við­auka við fjár­hags­áætlun vegna fram­lags­ins.

      Gestir
      • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs
    • 4. Um­sókn Brynju leigu­fé­lags um stofn­fram­lag202304054

      Tillaga um veitingu stofnframlags til Brynju leigufélags vegna kaupa á tveimur íbúðum á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um um­sókn Brynju leigu­fé­lags ses. um stofn­fram­lag á ár­inu 2023 vegna kaupa á tveim­ur íbúð­um í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu og fel­ur bæj­ar­stjóra að und­ir­rita fyr­ir­liggj­andi sund­urlið­un á veit­ingu stofn­fram­lags. Bæj­ar­ráð stað­fest­ir jafn­framt að um­sókn Brynju leigu­fé­lags rúm­ast inn­an fjár­fest­ingaráætl­un­ar árs­ins 2023.

      Gestir
      • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs
    • 5. Kvísl­ar­skóli - glugga­skipti 1. og 2. hæð202301560

      Óskað er heimildar bæjarráðs til að semja við Múr- og Málningarþjónustuna Höfn ehf um gluggaskipti í Kvíslarskóla.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að semja við, Múr- og Máln­ing­ar­þjón­ust­una Höfn ehf., að því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt.

      Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða fimm daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því kær­anda var eða mátti verða kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

      Gestir
      • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdstjóri umhverfissviðs
    • 6. Ólokn­ar fram­kvæmd­ir á Leir­vogstungu­mel­um í Mos­fells­bæ202304268

      Landsbankinn hf. óskar eftir viðræðum við Mosfellsbæ um óloknar framkvæmdir á Leirvogstungumelum í Mosfellsbæ.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að hefja samn­inga­við­ræð­ur við Lands­bank­ann um yf­ir­töku á opn­um svæð­um og eft­ir­stand­andi gatna­gerð á Leir­vogstungu­mel­um í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

      Gestir
      • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
    • 7. Lága­fells­land - ósk um upp­bygg­ingu á landi202304013

      Erindi frá Lágafellsbyggingum ehf, með ósk um að vinna við rammaskipulag og uppbyggingu lands við Lágafell muni hefjast án tafar.

      Er­ind­ið lagt fram og kynnt. Sá hluti er­ind­is er lýt­ur að ósk um vinnu við ramma­skipu­lag er vísað til um­fjöll­un­ar og af­greiðslu skipu­lags­nefnd­ar.

      Gestir
      • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
    • 8. Sól­valla­land - ósk um upp­bygg­ingu á landi202304055

      Erindi Sólvalla landþróunarfélags ehf. og F fasteignafélags varðandi uppbyggingu og deiliskipulag á 3-4 ha íbúðarsvæði í landi Akra og Sólvalla.

      Bæj­ar­ráð bend­ir á að upp­bygg­ing­ar­samn­ing­ur sem vísað er til í er­indi eigi ekki við um um­rætt svæði. Að öðru leyti er sá hluti er­ind­is er lýt­ur að ósk um deili­skipu­lags­vinnu vísað til um­fjöll­un­ar og af­greiðslu skipu­lags­nefnd­ar.

      Gestir
      • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
    • 9. Vinnu­stofa Sveit­ar­fé­laga­skól­ans202305206

      Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á Vinnustofu Sveitarfélagaskólans á höfuðborgarsvæðinu sem fram fer 22. maí nk.

      Lagt fram til kynn­ing­ar.

      • 10. Frum­varp til laga um tíma­bundn­ar und­an­þág­ur frá skipu­lags- og bygg­ing­ar­lög­gjöf og skipu­lagi202305148

        Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi. Umsagnarfrestur er til 17. maí nk.

        Lagt fram.

      • 11. Staða kjara­samn­ings­við­ræðna við Starfs­manna­fé­lag Mos­fells­bæj­ar.202305236

        Staða kjarasamningsviðræðna við Starfsmannafélag Mosfellsbæjar.

        Samn­ing­ar í kjara­deilu Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar, við Starfs­manna­fé­lag Mos­fells­bæj­ar hafa ekki náðst. Upp­lýst var að fyrstu verk­falls­að­gerð­ir sem boð­að­ar hafa ver­ið að muni hefjast 15. maí nk.

        Í lok fund­ar var sam­þykkt að næsti fund­ur bæj­ar­ráðs verði mið­viku­dag­inn 17. maí nk. vegna upp­stign­ing­ar­dags, jafn­framt sam­þykkt að fund­ar­boð og fund­ar­gögn verði send út eigi síð­ar en mánu­dag­inn 15. maí þrátt fyr­ir að boð­un­ar­frest­ur verði ekki tveir sól­ar­hring­ar.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30