27. júní 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ráðning í stöðu sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs - trúnaðarmál202405164
Tillaga um ráðningu í stöðu sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að Ólöf Kristín Sívertsen verði ráðin sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs.
Bæjarráð býður Ólöfu Kristínu velkomna til starfa hjá Mosfellsbæ.
Gestir
- Kristján Þór Magnússon, sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfissviðs
2. Starfsumhverfi leikskóla202311239
Tillögur um breytingar á starfsumhverfi leikskóla Mosfellsbæjar lagðar fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögur er varðar eflingu starfshátta leikskóla með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum.
Eftirfarandi tillögur um eflingu starfshátta leikskóla voru samþykktar:
1. Starfsemi sumarleikskóla verði 24 virkir dagar í júlí/ágúst en áfram er miðað við að börn taki samfellt 20 daga orlof. Dagsetningar sumarleikskóla verða settar fram í leikskóladagatali ár hvert.
2. Fræðslu- og frístundasviði verði heimilt að sameina starfsemi leikskólanna milli jóla og nýárs í einn leikskóla, jólaskóla, með sama fyrirkomulagi og í sumarskóla.
3. Starfsfólk leikskóla fái forgang fyrir börn sín í leikskóla.
4. Starfsfólk leikskóla fái niðurfellingu leikskólagjalda meðan þeir eru við störf.
5. Vistunartími barna í leikskólum Mosfellsbæjar verði að jafnaði 40 klst. vikulega. Áfram verði hægt að hafa vistunartímann breytilegan þannig að hver leikskóladagur getur verið mislangur í viku hverri.
6. Fræðslu- og frístundasviði verði áfram falið að skoða innri þætti og skipulag með það að leiðarljósi að efla starfsumhverfi leikskólans svo sem tímasetningu starfsdaga, sameiginlegt námskeiðahald, stuðning við mannauðsmál, aukna möguleika á fræðslu, endurmenntun og stjórnendaþjálfun.
7. Fjármála- og áhættustýringarsviði, í samvinnu við fræðslu- og frístundasvið, verði falið að vinna að frekari uppbyggingu og útfærslu á gjaldskrá sem taki mið af heildarvistunartími, aldri barna og tekjum foreldra.Tillögur í tölul. 1-5 taka gildi 1. janúar 2025.
3. Ársskýrsla Mosfellsbæjar 2023202406655
Ársskýrsla Mosfellsbæjar 2023 lögð fram til kynningar.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri kynnti drög að ársskýrslu Mosfellsbæjar vegna ársins 2023.
4. Úthlutun lóða Úugötu - síðari hluti202212063
Tillaga um úthlutun lóða í síðari hluta úthlutunar lóða við Úugötu í samræmi við framkomin tilboð.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að taka tilboðum í lóðir við Úugötu þar sem lagt er til grundvallar hæsta verð í hverja lóð í samræmi við úthlutunarskilmála. Tilboðin eru samþykkt með fyrirvara um að tilboðsgjafar uppfylli öll skilyrði úthlutunarskilmála, m.a. um hæfi samkvæmt gr. 1.4 og 3. gr. úthlutunarreglna Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að veita bæjarstjóra umboð til að samþykkja tilboð í lóðir í þeim tilvikum sem tilboðsgjafar uppfylla ekki hæfisskilyrði eða falla frá tilboðum sínum. Skal þá lagt til grundvallar að taka tilboðum frá þeim aðilum sem næstir eru í röðinni hvað varðar tilboðsverð, enda séu uppfyllt skilyrði í úthlutunarskilmálum.
5. Kvíslarskóli lóðarfrágangur202404259
Óskað er heimildar bæjarráðs til að semja með lægstbjóðanda í útboði vegna frágangs lóðar við Kvíslarskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Membru ehf., að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að heimila umhverfissviði að ráðstafa 26 m.kr. í frekari frágang á lóð Kvíslarskóla. Kynning á ráðstöfun þeirra fjármuna verði lögð fyrir bæjarráð.
6. Ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga vegna bils milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla202406199
Erindi Jafnréttisstofu varðandi tímabil milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla.
Erindið lagt fram.
7. Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið202106232
Skýrsla um útreikning á losun höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2022 og skýrsla um innleiðingu á loftlagsstefnu höfuðborgarsvæðisins, sem báðar eru unnar í tengslum við innleiðingu á loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins, lagðar fram til kynningar.
Skýrslurnar eru lagðar fram til kynningar. Bæjarráð vísar skýrslunum til umræðu og kynningar í umhverfisnefnd og skipulagsnefnd.
8. Fundargerð 11. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna202406601
Fundargerð 11. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna lögð fram til kynningar.
Fundargerð 11. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna lögð fram til kynningar á 1631. fundi bæjarráðs.
9. Fundargerð 128. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins202406176
Fundargerð 128. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 128. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 1631. fundi bæjarráðs.
10. Fundargerð 499. fundar stjórnar Sorpu bs.202406596
Fundargerð 499. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 499. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 1631. fundi bæjarráðs.