Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. júní 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
 • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varamaður
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) varamaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
 • Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Ráðn­ing í stöðu sviðs­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs - trún­að­ar­mál202405164

  Tillaga um ráðningu í stöðu sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að Ólöf Kristín Sívertsen verði ráð­in sviðs­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs.

  Bæj­ar­ráð býð­ur Ólöfu Krist­ínu vel­komna til starfa hjá Mos­fells­bæ.

  Gestir
  • Kristján Þór Magnússon, sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfissviðs
  • 2. Starfs­um­hverfi leik­skóla202311239

   Tillögur um breytingar á starfsumhverfi leikskóla Mosfellsbæjar lagðar fram til afgreiðslu.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um til­lög­ur er varð­ar efl­ingu starfs­hátta leik­skóla með þeim breyt­ing­um sem sam­þykkt­ar voru á fund­in­um.

   Eft­ir­far­andi til­lög­ur um efl­ingu starfs­hátta leik­skóla voru sam­þykkt­ar:
   1. Starf­semi sum­ar­leik­skóla verði 24 virk­ir dag­ar í júlí/ág­úst en áfram er mið­að við að börn taki sam­fellt 20 daga or­lof. Dag­setn­ing­ar sum­ar­leik­skóla verða sett­ar fram í leik­skóla­da­ga­tali ár hvert.
   2. Fræðslu- og frí­stunda­sviði verði heim­ilt að sam­eina starf­semi leik­skól­anna milli jóla og ný­árs í einn leik­skóla, jóla­skóla, með sama fyr­ir­komu­lagi og í sum­arskóla.
   3. Starfs­fólk leik­skóla fái forg­ang fyr­ir börn sín í leik­skóla.
   4. Starfs­fólk leik­skóla fái nið­ur­fell­ingu leik­skóla­gjalda með­an þeir eru við störf.
   5. Vist­un­ar­tími barna í leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar verði að jafn­aði 40 klst. viku­lega. Áfram verði hægt að hafa vist­un­ar­tím­ann breyti­leg­an þann­ig að hver leik­skóla­dag­ur get­ur ver­ið mis­lang­ur í viku hverri.
   6. Fræðslu- og frí­stunda­sviði verði áfram fal­ið að skoða innri þætti og skipu­lag með það að leið­ar­ljósi að efla starfs­um­hverfi leik­skól­ans svo sem tíma­setn­ingu starfs­daga, sam­eig­in­legt nám­skeiða­hald, stuðn­ing við mannauðs­mál, aukna mögu­leika á fræðslu, end­ur­mennt­un og stjórn­enda­þjálf­un.
   7. Fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviði, í sam­vinnu við fræðslu- og frí­stunda­svið, verði fal­ið að vinna að frek­ari upp­bygg­ingu og út­færslu á gjaldskrá sem taki mið af heild­ar­vist­un­ar­tími, aldri barna og tekj­um for­eldra.

   Til­lög­ur í töl­ul. 1-5 taka gildi 1. janú­ar 2025.

   • 3. Árs­skýrsla Mos­fells­bæj­ar 2023202406655

    Ársskýrsla Mosfellsbæjar 2023 lögð fram til kynningar.

    Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri kynnti drög að árs­skýrslu Mos­fells­bæj­ar vegna árs­ins 2023.

   • 4. Út­hlut­un lóða Úu­götu - síð­ari hluti202212063

    Tillaga um úthlutun lóða í síðari hluta úthlutunar lóða við Úugötu í samræmi við framkomin tilboð.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að taka til­boð­um í lóð­ir við Úu­götu þar sem lagt er til grund­vall­ar hæsta verð í hverja lóð í sam­ræmi við út­hlut­un­ar­skil­mála. Til­boð­in eru sam­þykkt með fyr­ir­vara um að til­boðs­gjaf­ar upp­fylli öll skil­yrði út­hlut­un­ar­skil­mála, m.a. um hæfi sam­kvæmt gr. 1.4 og 3. gr. út­hlut­un­ar­reglna Mos­fells­bæj­ar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir jafn­framt að veita bæj­ar­stjóra um­boð til að sam­þykkja til­boð í lóð­ir í þeim til­vik­um sem til­boðs­gjaf­ar upp­fylla ekki hæfis­skil­yrði eða falla frá til­boð­um sín­um. Skal þá lagt til grund­vall­ar að taka til­boð­um frá þeim að­il­um sem næst­ir eru í röð­inni hvað varð­ar til­boðsverð, enda séu upp­fyllt skil­yrði í út­hlut­un­ar­skil­mál­um.

    • 5. Kvísl­ar­skóli lóð­ar­frá­gang­ur202404259

     Óskað er heimildar bæjarráðs til að semja með lægstbjóðanda í útboði vegna frágangs lóðar við Kvíslarskóla.

     Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila að geng­ið verði til samn­inga við lægst­bjóð­anda, Membru ehf., að því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt.

     Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða fimm daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

     Bæjarráð samþykkir jafnframt að heimila umhverfissviði að ráðstafa 26 m.kr. í frekari frágang á lóð Kvíslarskóla. Kynning á ráðstöfun þeirra fjármuna verði lögð fyrir bæjarráð.

    • 6. Ábyrgð og hlut­verk sveit­ar­fé­laga vegna bils milli fæð­ing­ar­or­lofs og inn­töku barna í leik­skóla202406199

     Erindi Jafnréttisstofu varðandi tímabil milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla.

     Er­ind­ið lagt fram.

    • 7. Lofts­lags­stefna fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið202106232

     Skýrsla um útreikning á losun höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2022 og skýrsla um innleiðingu á loftlagsstefnu höfuðborgarsvæðisins, sem báðar eru unnar í tengslum við innleiðingu á loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins, lagðar fram til kynningar.

     Skýrsl­urn­ar eru lagð­ar fram til kynn­ing­ar. Bæj­ar­ráð vís­ar skýrsl­un­um til um­ræðu og kynn­ing­ar í um­hverf­is­nefnd og skipu­lags­nefnd.

    • 8. Fund­ar­gerð 11. fund­ar stefnu­ráðs byggð­ar­sam­lag­anna202406601

     Fundargerð 11. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna lögð fram til kynningar.

     Fund­ar­gerð 11. fund­ar stefnu­ráðs byggð­ar­sam­lag­anna lögð fram til kynn­ing­ar á 1631. fundi bæj­ar­ráðs.

    • 9. Fund­ar­gerð 128. fund­ar svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins202406176

     Fundargerð 128. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.

     Fund­ar­gerð 128. fund­ar svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins lögð fram til kynn­ing­ar á 1631. fundi bæj­ar­ráðs.

    • 10. Fund­ar­gerð 499. fund­ar stjórn­ar Sorpu bs.202406596

     Fundargerð 499. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.

     Fund­ar­gerð 499. fund­ar stjórn­ar Sorpu bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 1631. fundi bæj­ar­ráðs.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:06