Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

2. maí 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Út­boð á hirðu úr­gangs202312352

    Lagt er til að bæjarráð heimili umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðendur vegna útboðs á hirðu úrgangs í Mosfellsbæ.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að taka til­boði lægst­bjóð­enda vegna út­boðs á hirðu úr­gangs í hverj­um út­boðs­hluta í kjöl­far út­boðs að því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt. Lægst­bjóð­end­ur voru eft­ir­far­andi:
    Út­boðs­hluti 1, líf­rænt og al­mennt sorp - Ís­lenska gáma­fé­lag­ið ehf.
    Út­boðs­hluti 2, papp­ír og plast - Ís­lenska gáma­fé­lag­ið ehf.
    Út­boðs­hluti 3, djúp­gám­ar - Terra um­hverf­is­þjón­usta

    Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða 10 daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

    Lovísa Jóns­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi, vék af fundi við um­ræðu og af­greiðslu máls­ins.
  • 2. Skýrsla um há­tækni­brennslu202404563

    Frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skýrsla um hátæknibrennslu lögð fram til kynningar.

    Lagt fram.

  • 3. Sjálf­bærni­skýrsla Strætó bs.202404430

    Frá Strætó bs. sjálfbærniskýrsla Strætó bs. 2023 lögð fram til kynningar.

    Lagt fram.

  • 4. 5. áfangi Helga­fells­hverf­is - út­hlut­un lóða Úu­götu202212063

    Tillaga um síðari hluta úthlutunar lóða við Úugötu.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að lóð­ir í síð­ari hluta út­hlut­un­ar lóða við Úu­götu verði aug­lýst­ar í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu með þeim breyt­ing­um sem rædd­ar voru á fund­in­um.

    • 5. Mál­efni tengd lóð­inni Lax­nes 1202110242

      Erindi Magna lögmanna fyrir hönd Þórarins Jónassonar vegna málefna er varða lóðina Laxnes 1 lagt fram til kynningar.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­lög­manni að fara með hags­muni sveit­ar­fé­lags­ins í mál­inu.

      Gestir
      • Guðjón Ármannsson, lögmaður
      • 6. Sam­eig­in­leg akst­urs­þjón­usta fatl­aðs fólks frá 2020202011053

        Frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna breytinga á reglum um sameiginlega akstursþjónustu fatlaðs fólks og breytingu á gjaldskrám þjónustunnar lagðar fram til afgreiðslu.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi regl­ur um sam­eig­in­lega akst­urs­þjón­ustu fatl­aðs fólks og breyt­ingu á gjald­skrám þjón­ust­unn­ar.

        Gestir
        • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
      • 7. Rekst­ur deilda janú­ar til des­em­ber 2023202404603

        Rekstur deilda janúar til desember 2023.

        Anna María Ax­els­dótt­ir, stað­gengill sviðs­stjóra fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs, fór yfir rekst­ur A og B hluta janú­ar til des­em­ber 2023.

        Gestir
        • Anna María Axelsdóttir, staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs
      • 8. Út­boð á kaup­um á LED lömp­um til götu­lýs­ing­ar202401528

        Lagt er til að bæjarráð heimili töku tilboðs í kaup á LED lömpum vegna endurnýjunar götulýsingar.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila töku til­boðs lægst­bjóð­anda, Jó­hanns Ólafs­son­ar hf., í kaup á LED lömp­um vegna end­ur­nýj­un­ar götu­lýs­ing­ar, að því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt.

        Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða fimm daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

        Gestir
        • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
      • 9. Þjóð­lendu­mál eyj­ar og sker202402256

        Bréf Óbyggðanefndar varðandi endurskoðun fjármála- og efnahagsráðherra á kröfum um þjóðlendur á svæði 12, eyjum og skerjum lagt fram til kynningar.

        Lagt fram.

      • 10. Frum­varp til laga um vernd­ar- og ork­u­nýt­ingaráætlun (virkj­un­ar­kost­ir í vindorku)202404467

        Frá umhverfis- og samgöngunefnd frumvarp til laga um verndar- og orkunýtningaráætlun (virkjunaráætlun í vindorku). Umsagnarfestur er til 3. maí nk.

        Lagt fram.

      • 11. Frum­varp til laga um lagar­eldi202404570

        Frá atvinnuvegnanefnd Alþingis frumvarp til laga um lagareldi. Umsagnarfrestur er til og með 8. maí nk.

        Lagt fram.

      • 12. Til­laga til þings­álykt­un­ar um stefnu stjórn­valda um upp­bygg­ingu vindorku á Ís­landi202404468

        Frá umhverfis- og samgöngunefnd frumvarp til laga um verndar- og orkunýtningaráætlun (virkjunaráætlun í vindorku). Umsagnarfestur er til og með 3. maí nk.

        Lagt fram.

      Und­ir lok fund­ar var sam­þykkt að næsti fund­ur bæj­ar­ráðs fari fram mið­viku­dag­inn 8. maí kl. 7:30 í sam­ræmi við sam­þykkta dagskrá árs­ins vegna al­menns frí­dags nk. fimmtu­dag. Jafn­framt var sam­þykkt að fund­ar­boð fund­ar­ins verði sent út nk. mánu­dag eins og hefð­bund­ið er þó að inn­an við tveir sól­ar­hring­ar verði í fund.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:20