29. ágúst 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) varamaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Betri samgöngur Samgöngusáttmáli202301315
Kynning á uppfærðum Samgöngusáttmála ásamt öðrum skjölum og gögnum sem honum fylgja.
Á fund bæjarráðs komu Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH, Þorsteinn R. Hermannsson og Þröstur Guðmundsson frá Betri Samgöngum, Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. og Birgir B. Sigurjónsson, ráðgjafi. Þá sátu fundinn undir þessum dagskrárlið bæjarfulltrúarnir Örvar Jóhannsson, Sævar Birgisson, Aldís Stefánsdóttir og Rúnar Bragi Guðlaugsson (Teams), Guðmundur Hreinsson nefndarmaður í skipulagsnefnd (Teams) og Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi.
Á fundinum fór fram kynning á uppfærðum Samgöngusáttmála sem undirritaður var 21. ágúst sl. með fyrirvara af hálfu ríkisins um að Alþingi samþykki þær lagabreytingar sem samkomulagið kveður á um og sveitarfélaganna um samþykki sveitarstjórna.
Málið verður til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs þann 5. september nk. Í kjölfar þess verði málið rætt við tvær umræður í bæjarstjórn.
- Fylgiskjal1. Viðauki við Samgöngusáttmálann ásamt framkvæmda- og fjárstreymisáætlun.pdfFylgiskjal2. Samkomulag um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulag og veghald.pdfFylgiskjal3. Yfirlýsing með viðauka um uppfærslu Samgöngusáttmála.pdfFylgiskjal4. Glærur frá kynningarfundi 20.08.24.pdfFylgiskjalGreinargerð viðræðuhóps_agust2024.pdfFylgiskjalStjórnarráðið _ Ríkið og sex sveitarfélög gera samkomulag um uppfærðan samgöngusáttmála - fréttatilkynning.pdfFylgiskjalSamgongusattmali_undirritadur.pdfFylgiskjal1. Minnisblað samþykkt á fundi forsætisráðherra fjármála og efnahagsráðherra og innviðaráðherra með bæjarstjórum sveitarfélaganna borgarstjóra og samtök.pdfFylgiskjal2. Cowi Mannvit 2024 Capital Area Transport Pact Socioeconomic Analysis.pdfFylgiskjal3. Minnisblað rýnihóps um úrbætur á stjórnkerfi samgöngusáttmála (2024).pdfFylgiskjal4. Minnisblað um Miklubraut í jarðgöng. (2023).pdfFylgiskjal5. Betri samgöngur. Samgöngusáttmálinn. Mörkun og skilgreining framkvæmda. (2024).pdfFylgiskjal6. Uppfærð rekstraráætlun almenningssamgangna Nýtt leiðanet með Borgarlínu (2024).pdfFylgiskjal7. Forsendur rekstraráætlunar Nýs leiðanets. (2024).pdf
2. MosóTorg, Háholt 14 - Umsagnabeiðni vegna tímabundins áfengisleyfis - Í túninu heima202408250
Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið tækifærisleyfi vegna viðburðarins MosóTorg þann 31. ágúst í verslun við Þverholt í tilefni að bæjarhátíðinni Í túninu heima.
Bæjarráð er neikvætt fyrir veitingu tímabundins tækifærisleyfis vegna viðburðarins MosóTorg þann 31. ágúst nk. með vísan til tímaramma umsóknarinnar. Bæjarráð er jákvætt fyrir veitingu slíks leyfis frá kl. 17-20:30.
3. 5. áfangi Helgafellshverfis - úthlutun lóða Úugötu202212063
Upplýsingar um niðurstöðu úthlutunar lóða við Úugötu lagðar fram til kynningar. Jafnframt lögð fram tillaga um úthlutun einbýlishúsalóða við Úugötu sem óráðstafað er.
Niðurstaða úthlutunar við Úugötu kynnt. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum tillögu um úthlutun einbýlishúsalóða við Úugötu sem óráðstafað er.
4. Tillaga að breyttum opnunartíma þjónustuvers Mosfellsbæjar202408306
Tillaga um breytingu á opnunartíma þjónstuvers bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu að breyttum opnunartíma þjónustuvers þannig að opnunartími verði mánudaga til fimmtudaga kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 08:00-13:00. Breytingin taki gildi frá og með 1. september nk.
Gestir
- Kristján Þór Magnússon, sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfissviðs
5. Framtíðarstaðsetning skotíþrótta á höfuðborgarsvæðinu.202405011
Erindi stýrihóps um framtíðarstaðsetningu íþróttamiðstöðvar skotíþrótta þar sem leitað er sjónarmiða hagaðila á verkefnum stýrihópsins. Ábendingar óskast sendar eigi síðar en 4. sept. nk.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa erindinu til umhverfissviðs og umfjöllunar í skipulagsnefnd.