20. júní 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) varamaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Atvinnusvæði í landi Blikastaða - Korputún201805153
Viðauki við samkomulag um skipulag og uppbyggingu atvinnusvæðis í Blikastaðalandi (Korputún) lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum fyrirliggjandi viðauka við samkomulag um skipulag og uppbyggingu atvinnusvæðis í Blikastaðalandi (Korputún) vegna uppbyggingar 1. áfanga svæðisins.
2. Korputún Blikastaðir - þjónustu- og athafnasvæði, gatnagerð202208665
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á 1. áfanga gatnagerðar við Korputún vegna uppbyggingar athafnasvæðis í Blikastaðalandi.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að heimila útboð á 1. áfanga gatnagerðar við Korputún vegna uppbyggingar athafnasvæðis.
3. Ráðning í stöðu sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs202405164
Upplýsingar veittar um ferli ráðningar í stöðu sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri kynnti ferli við ráðningu í stöðu sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs.
4. 5. áfangi Helgafellshverfis - úthlutun lóða Úugötu202212063
Opnun tilboða í byggingarrétt lóða í síðari hluta úthlutunar lóða við Úugötu.
Á fundinum voru framkomin tilboð í lóðirnar opnuð. Alls bárust 389 tilboð.
Tilboðin verða skráð, flokkuð nánar og tekin til afgreiðslu á fundi bæjarráðs þegar þeirri vinnu er lokið.
Gestir
- Ómar Karl Jóhannesson, lögfræðingur