Mál númer 202206678
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu viðræðna um framtíð Skálatúns.
Afgreiðsla 1560. fundar bæjarráðs samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 8. desember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1560
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu viðræðna um framtíð Skálatúns.
Kynning á stöðu viðræðna.
- 17. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #809
Tillögur að næstu skrefum vegna rekstrarstöðu Skálatúns lagðar fyrir til afgreiðslu.
Afgreiðsla 1540. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
- 30. júní 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1540
Tillögur að næstu skrefum vegna rekstrarstöðu Skálatúns lagðar fyrir til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að Mosfellsbær taki þátt í formlegum viðræðum við Skálatún um yfirtöku Mosfellsbæjar á rekstri, skuldbindingum og eignum Skálatúns í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Bæjarráð samþykkir þátttöku Mosfellsbæjar í þriggja manna starfshópi sem verði falið að fjalla um fyrirhugaða yfirtöku Mosfellsbæjar og skila tillögum þess efnis. Hópurinn verði skipaður fulltrúa Skálatúns, Mosfellsbæjar og einum utanaðkomandi sérfræðingi.
Bæjarráð felur starfandi bæjarstjóra að tilnefna fulltrúa Mosfellsbæjar í starfshópinn og enn fremur að undirbúa samning við utanaðkomandi sérfræðing sem verði oddviti og stýri vinnu starfshópsins.Þá er samþykkt að veitt verði 55 m.kr. viðbótarframlag til að leysa bráðavanda Skálatúns sem verði hluti af uppgjöri Skálatúns við yfirtöku Mosfellsbæjar á starfseminni. Fjármálastjóra verði falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun til samræmis við það samhliða viðauka vegna breytinga á uppfærðu skiptihlutfalli framlags frá sjóðnum.