Mál númer 202206678
- 31. maí 2023
Notendaráð fatlaðs fólks #18
Kynning á framtíðarskipulagi Skálatúns.
Ráðsmenn fengu kynningu á framtíðarskipulagi Skálatúns og telja þessa breytingu jákvæða bæði fyrir Mosfellsbæ og Skálatún.
- 25. maí 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #829
Framtíðarskipulag Skálatúns.
Bæjarstjórn samþykkir einróma tillögu um framtíðarskipan rekstrar Skálatúns eins og hún var samþykkt á 1581. fundi bæjarráðs.
Bæjarstjórn fagnar því að niðurstaða sé komin um framtíðarskipan rekstrar Skálatúns og þakkar bæjarstjóra og öðru starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir þeirra miklu og góðu vinnu við lausn málsins. Í þeim samningum sem hér liggja fyrir er sérstaklega gætt að hagsmunum íbúa Skálatúns og tryggt að þeir njóti þeirrar þjónustu og aðbúnaðar sem þeir eiga rétt á. Öllu starfsfólki Skálatúns verður boðið áframhaldandi starf og er það boðið velkomið í starfsmannahóp Mosfellsbæjar.
Þá vill bæjarstjórn einnig þakka IOGT, sem rekið hefur Skálatún í áraraðir, innviðaráðuneyti, jöfnunarsjóði sveitarfélaga, mennta- og barnamálaráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti fyrir þeirra framlag til farsællar lausnar á rekstrarvanda Skálatúns.
Sú framtíðaruppbygging sem ráðgerð er á svæðinu með farsæld barna að leiðarljósi mun opna mikla möguleika fyrir framtíðarþróun og nýsköpun í þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra
- FylgiskjalTillaga - þjónusta við íbúa Skálatúns til framtíðar og samningar um nýtingu lands að Skálatúni - uppfært.pdfFylgiskjalSamkomulag milli Skálatúns, Mosfellsbæjar og Jöfnunarsjóðs um yfirtöku Mosfellsbæjar á þjónustu við íbúa Skálatúns - undirritað eintak..pdfFylgiskjalSamkomulag milli Skálatúns-ses í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, Mosfellsbæjar og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga - undirritað eintak.pdfFylgiskjalViljayfirlýsing um uppbyggingu í málefnum barna - undirritað eintak.pdfFylgiskjalSkipulagsskrá Skálatún - ekki undirrituð 25. maí bíður skipan stjórnarmanna.pdfFylgiskjalSamkomulag ses í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna og Skálatúns.pdf
- 25. maí 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1581
Viðræður um framtíðarskipulag Skálatúns.
Bæjarráð samþykkir einróma tillögu um framtíðarskipan rekstrar Skálatúns og felur bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi skjöl.
Bæjarráð fagnar því að niðurstaða sé komin um framtíðarskipan rekstrar Skálatúns og þakkar bæjarstjóra og öðru starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir þeirra miklu og góðu vinnu við lausn málsins. Í þeim samningum sem hér liggja fyrir er sérstaklega gætt að hagsmunum íbúa Skálatúns og tryggt að þeir njóti þeirrar þjónustu og aðbúnaðar sem þeir eiga rétt á. Öllu starfsfólki Skálatúns verður boðið áframhaldandi starf og er það boðið velkomið í starfsmannahóp Mosfellsbæjar.
Þá vill bæjarráð einnig þakka IOGT, sem rekið hefur Skálatún í áraraðir, innviðaráðuneyti, jöfnunarsjóði sveitarfélaga, mennta- og barnamálaráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti fyrir þeirra framlag til farsællar lausnar á rekstrarvanda Skálatúns.
Sú framtíðaruppbygging sem ráðgerð er á svæðinu með farsæld barna að leiðarljósi mun opna mikla möguleika fyrir framtíðarþróun og nýsköpun í þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.
- FylgiskjalTillaga - þjónusta við íbúa Skálatúns til framtíðar og samningar um nýtingu lands að Skálatúni - uppfært.pdfFylgiskjalSamkomulag milli Skálatúns, Mosfellsbæjar og Jöfnunarsjóðs um yfirtöku Mosfellsbæjar á þjónustu við íbúa Skálatúns - undirritað eintak..pdfFylgiskjalSamkomulag milli Skálatúns-ses í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, Mosfellsbæjar og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga - undirritað eintak.pdfFylgiskjalViljayfirlýsing um uppbyggingu í málefnum barna - undirritað eintak.pdfFylgiskjalSamkomulag ses í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna og Skálatúns.pdf
- 10. maí 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #827
Afgreiðsla 1578. fundar bæjarráðs samþykkt á 827. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 4. maí 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1578
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu viðræðna um framtíð Skálatúns.
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu viðræðna um framtíð Skálatúns.
Afgreiðsla 1560. fundar bæjarráðs samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 8. desember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1560
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu viðræðna um framtíð Skálatúns.
Kynning á stöðu viðræðna.
- 17. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #809
Tillögur að næstu skrefum vegna rekstrarstöðu Skálatúns lagðar fyrir til afgreiðslu.
Afgreiðsla 1540. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
- 30. júní 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1540
Tillögur að næstu skrefum vegna rekstrarstöðu Skálatúns lagðar fyrir til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að Mosfellsbær taki þátt í formlegum viðræðum við Skálatún um yfirtöku Mosfellsbæjar á rekstri, skuldbindingum og eignum Skálatúns í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Bæjarráð samþykkir þátttöku Mosfellsbæjar í þriggja manna starfshópi sem verði falið að fjalla um fyrirhugaða yfirtöku Mosfellsbæjar og skila tillögum þess efnis. Hópurinn verði skipaður fulltrúa Skálatúns, Mosfellsbæjar og einum utanaðkomandi sérfræðingi.
Bæjarráð felur starfandi bæjarstjóra að tilnefna fulltrúa Mosfellsbæjar í starfshópinn og enn fremur að undirbúa samning við utanaðkomandi sérfræðing sem verði oddviti og stýri vinnu starfshópsins.Þá er samþykkt að veitt verði 55 m.kr. viðbótarframlag til að leysa bráðavanda Skálatúns sem verði hluti af uppgjöri Skálatúns við yfirtöku Mosfellsbæjar á starfseminni. Fjármálastjóra verði falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun til samræmis við það samhliða viðauka vegna breytinga á uppfærðu skiptihlutfalli framlags frá sjóðnum.