20. júní 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) formaður
- Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir varaformaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir
Fundargerð ritaði
Sigurbjörg Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri velferðarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026202302464
Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 lögð fram til samþykktar.
Velferðarnefnd samþykkir framanlagða jafnréttisáætlun sem og framkvæmdaáætlun með þeim breytingum sem lagðar eru til.
Nefndin samþykkir að á árinu 2023 verði jafnréttisdagurinn helgaður hinsegin fræðslu og að á þeim degi verði lögð áhersla á þau mál með fjölbreyttum hætti í öllum stofnunum bæjarins.
2. Framtíðarskipulag Skálatúns202206678
Samningar vegna framtíðarskipanar rekstrar Skálatúns lagðir fyrir velferðarnefnd til kynningar sem og staðan á verkefninu á þessum tímapunkti.
Framkvæmdastjóri velferðarsviðs kynnir stöðu mála vegna samruna starfsemi Skálatúns við Mosfellsbæ.
Velferðarnefnd vill þakka framkvæmdastjóra velferðarsviðs, bæjarstjóra og öllum þeim sem hafa að komið vegna undirbúnings verkefnisins. Nefndin lýsir yfir ánægju með hversu vel verkefnið hefur verið kynnt fyrir öllum hlutaðeigandi aðilum og hversu vel það hefur farið af stað.
3. Beiðni um stækkun dagdvalar í Mosfellsbæ202202075
Synjun Sjúkratrygginga Íslands við beiðni um stækkun dagdvalar um 6 sértæk rými lagt fram til kynningar.
Velferðarnefnd lýsir yfir miklum vonbrigðum með synjun Sjúkratrygginga um fjölgun dagdvalarrýma í Mosfellsbæ sem knýjandi þörf er á.
Nefndin felur framkvæmdastjóra velferðarsviðs að óska eftir frekari rökstuðningi synjunar Sjúkratrygginga á fjölgun dagdvalarrýma í Mosfellsbæ.
Jafnframt felur nefndin framkvæmdastjóra að sækja um að nýju til Sjúkratrygginga fyrir almenn dagdvalarrými.
4. Samningar um velferðarþjónustu - yfirlit202306040
Yfirlit yfir samninga velferðarsviðs lagt fyrir til kynningar.
Velferðarnefnd felur framkvæmdastjóra velferðarsviðs að rýna fyrirliggjandi samninga og skila samantekt og mati á stöðu þeirra til nefndarinnar um leið og það liggur fyrir.
- FylgiskjalÞjónustusamningur við Ásgarð.pdfFylgiskjalÞjónustusamningur Ás og Mosfellsbær.pdfFylgiskjalFjölsmiðjan þjónustusamningur.pdfFylgiskjalHúsaleigusamningur, Úlfurinn.pdfFylgiskjalFerðaþjónustusamningur Blf og Mosfellsbæjar.pdfFylgiskjalSamningur_akstursþjónusta.pdfFylgiskjalNeyðarathvörf Rvk.pdfFylgiskjalNPA umsýslusamningur.pdfFylgiskjalSamningur um Skálatún 2012-2014.pdfFylgiskjalSamningur um umdæmisráð.pdfFylgiskjalEir og Mos þjónustusamningur okt. 2006.pdfFylgiskjalViðauki við húsaleigusamning við Eirhamra.pdfFylgiskjalSamningur við FaMos.pdfFylgiskjalViðauki vegna umsýslu umdæmisráðs.pdfFylgiskjalLeigusamningar um félagsstarf, eldhús og matsal í Hlaðhömrum.pdfFylgiskjalLeigusamnngur, félagsstarf aldraðra í kjallar Eirhamra.pdfFylgiskjalMinnisblað til velferðarnefndar vegna samninga um velferðarþjónustu.pdf
5. Samræmd móttaka flóttafólks - staða verkefnis202306140
Staða verkefnis um samræmda móttöku flóttafólks lögð fyrir velferðarnefnd til kynningar.
Verkefnastjóri samræmdrar móttöku kynnti stöðu verkefnisins.
Gestir
- Hulda Rútsdóttir