8. desember 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt202210483
Tillaga um að gengið verði til samninga við Strategíu um stjórnsýslu- og rekstrarúttekt í Mosfellsbæ í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að Strategíu verði falið að framkvæma stjórnsýslu- og rekstrarúttekt í Mosfellsbæ og felur bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samning við Strategíu.
2. Skýrsla verkefnastjórnar um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.202210046
Skýrsla verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
3. Framtíðarskipulag Skálatúns202206678
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu viðræðna um framtíð Skálatúns.
Kynning á stöðu viðræðna.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
4. Starfsemi leikskóla milli jóla og nýárs202212062
Tillaga um niðurfellingu leikskólagjalda milli jóla og nýárs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila leikskólastjórum að bjóða þeim foreldrum, sem taka samfellt leyfi fyrir börn sín dagana 27.12-30.12.2022, að fella niður dagvistunargjöld í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Gunnhildur Sæmundsdóttir, verkefnisstjóri leikskólamála
5. Varanlegur stuðningur við börn í viðkvæmri stöðu202111529
Lögð fram tillaga um að bæjarráð samþykki að bæjarstjóri undirriti meðfylgjandi viljayfirlýsingu um varanlegan stuðning við börn í viðkvæmri stöðu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi viljayfirlýsingu og verklagsreglur vegna verkefnisins.
6. Samkeppni um miðbæjargarð202111439
Lögð fyrir bæjarráð tillaga um lúkningu samkeppni um miðbæjargarð
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að samkeppni um miðbæjargarð verði formlega lokið í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Bæjarráðsfulltrúar D lista sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
7. Hamraborgarsvæði - gatnagerð202201407
Ósk um heimild til útboðs á gatnagerð á Hamraborgarsvæðinu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að framkvæma útboð á gatnagerð og veitulögnum vegna nýs deiliskipulags Hamraborgar.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
8. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga - beiðni um umsögn202211425
Frá nefndarsviði Alþingis, frumvarp til laga um breytingar á lögum um tekjusstofna sveitarfélaga sent til umsagnar. Umsagnarfrestur til 12. desember nk.
Lagt fram.