Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. desember 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Stjórn­sýslu- og rekstr­ar­út­tekt202210483

    Tillaga um að gengið verði til samninga við Strategíu um stjórnsýslu- og rekstrarúttekt í Mosfellsbæ í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að Strategíu verði fal­ið að fram­kvæma stjórn­sýslu- og rekstr­ar­út­tekt í Mos­fells­bæ og fel­ur bæj­ar­stjóra að und­ir­rita fyr­ir­liggj­andi samn­ing við Strategíu.

    • 2. Skýrsla verk­efna­stjórn­ar um starfs­að­stæð­ur kjör­inna full­trúa.202210046

      Skýrsla verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa lögð fram til kynningar.

      Lagt fram.

    • 3. Fram­tíð­ar­skipu­lag Skála­túns202206678

      Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu viðræðna um framtíð Skálatúns.

      Kynn­ing á stöðu við­ræðna.

      Gestir
      • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
      • 4. Starf­semi leik­skóla milli jóla og ný­árs202212062

        Tillaga um niðurfellingu leikskólagjalda milli jóla og nýárs.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila leik­skóla­stjór­um að bjóða þeim for­eldr­um, sem taka sam­fellt leyfi fyr­ir börn sín dag­ana 27.12-30.12.2022, að fella nið­ur dag­vist­un­ar­gjöld í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

        Gestir
        • Gunnhildur Sæmundsdóttir, verkefnisstjóri leikskólamála
      • 5. Var­an­leg­ur stuðn­ing­ur við börn í við­kvæmri stöðu202111529

        Lögð fram tillaga um að bæjarráð samþykki að bæjarstjóri undirriti meðfylgjandi viljayfirlýsingu um varanlegan stuðning við börn í viðkvæmri stöðu.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að und­ir­rita fyr­ir­liggj­andi vilja­yf­ir­lýs­ingu og verklags­regl­ur vegna verk­efn­is­ins.

      • 6. Sam­keppni um mið­bæj­ar­garð202111439

        Lögð fyrir bæjarráð tillaga um lúkningu samkeppni um miðbæjargarð

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að sam­keppni um mið­bæj­ar­garð verði form­lega lok­ið í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu. Bæj­ar­ráðs­full­trú­ar D lista sitja hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

        Gestir
        • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
        • 7. Hamra­borg­ar­svæði - gatna­gerð202201407

          Ósk um heimild til útboðs á gatnagerð á Hamraborgarsvæðinu.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að fram­kvæma út­boð á gatna­gerð og veitu­lögn­um vegna nýs deili­skipu­lags Hamra­borg­ar.

          Gestir
          • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
          • 8. Frum­varp til laga um breyt­ing­ar á lög­um um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga - beiðni um um­sögn202211425

            Frá nefndarsviði Alþingis, frumvarp til laga um breytingar á lögum um tekjusstofna sveitarfélaga sent til umsagnar. Umsagnarfrestur til 12. desember nk.

            Lagt fram.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:53