25. maí 2023 kl. 09:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) forseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varaforseti
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) 2. varaforseti
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Framtíðarskipulag Skálatúns202206678
Framtíðarskipulag Skálatúns.
Bæjarstjórn samþykkir einróma tillögu um framtíðarskipan rekstrar Skálatúns eins og hún var samþykkt á 1581. fundi bæjarráðs.
Bæjarstjórn fagnar því að niðurstaða sé komin um framtíðarskipan rekstrar Skálatúns og þakkar bæjarstjóra og öðru starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir þeirra miklu og góðu vinnu við lausn málsins. Í þeim samningum sem hér liggja fyrir er sérstaklega gætt að hagsmunum íbúa Skálatúns og tryggt að þeir njóti þeirrar þjónustu og aðbúnaðar sem þeir eiga rétt á. Öllu starfsfólki Skálatúns verður boðið áframhaldandi starf og er það boðið velkomið í starfsmannahóp Mosfellsbæjar.
Þá vill bæjarstjórn einnig þakka IOGT, sem rekið hefur Skálatún í áraraðir, innviðaráðuneyti, jöfnunarsjóði sveitarfélaga, mennta- og barnamálaráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti fyrir þeirra framlag til farsællar lausnar á rekstrarvanda Skálatúns.
Sú framtíðaruppbygging sem ráðgerð er á svæðinu með farsæld barna að leiðarljósi mun opna mikla möguleika fyrir framtíðarþróun og nýsköpun í þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra
- FylgiskjalTillaga - þjónusta við íbúa Skálatúns til framtíðar og samningar um nýtingu lands að Skálatúni - uppfært.pdfFylgiskjalSamkomulag milli Skálatúns, Mosfellsbæjar og Jöfnunarsjóðs um yfirtöku Mosfellsbæjar á þjónustu við íbúa Skálatúns - undirritað eintak..pdfFylgiskjalSamkomulag milli Skálatúns-ses í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, Mosfellsbæjar og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga - undirritað eintak.pdfFylgiskjalViljayfirlýsing um uppbyggingu í málefnum barna - undirritað eintak.pdfFylgiskjalSkipulagsskrá Skálatún - ekki undirrituð 25. maí bíður skipan stjórnarmanna.pdfFylgiskjalSamkomulag ses í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna og Skálatúns.pdf