Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. ágúst 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
 • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
 • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður

Í upp­hafi fund­ar var sam­þykkt með fimm at­kvæð­um að taka á dagskrá fund­ar­ins tvö mál er varða um­sagn­ar­beiðn­ir frá Sýslu­mann­in­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem verða dag­skrárlið­ir nr. 7 og 8.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Til­nefn­ing í stjórn Skála­túns - sjálf­seign­ar­stofn­un­ar í þágu barna, ung­menna og fjöl­skyldna.202206678

  Óskað hefur verið eftir tilnefningu fulltrúa Mosfellsbæjar í stjórn Skálatúns - sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að til­nefna Regínu Ás­valds­dótt­ur, bæj­ar­stjóra, í stjórn Skála­túns - sjálf­seign­ar­stofn­un­ar í þágu barna, ung­menna og fjöl­skyldna og Þóru M. Hjaltested, bæj­ar­lög­mann til vara.

  • 2. Um­hyggju­dag­ur­inn 2023202308299

   Lagt er til að frítt verð í sund kl. 14-16 í sundlaugum Mosfellsbæjar í tilefni af Umhyggjudeginum 26. ágúst nk.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um þátt­töku í Um­hyggju­deg­in­um 26. ág­úst nk. með því að bjóða frítt í sund kl. 14-16.

  • 3. Til­laga D lista um upp­lýs­inga­öflun um leigu ann­arra sveit­ar­fé­laga á hús­næði í Mos­fells­bæ.202303419

   Svar framkvæmdastjóra velferðarsviðs við fyrirspurn fulltrúa D lista lagt fram til kynningar.

   Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri vel­ferð­ar­sviðs, kynnti fyr­ir­liggj­andi svar við fyr­ir­spurn D lista.

   Gestir
   • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs
  • 4. Er­indi land­eig­enda Akra 123613 og Reykja­hvols 123756202306571

   Erindi landeigenda Akra L123613 og Reykjahvols L123756 með þar sem þess er óskað að gerður verði uppbyggingarsamningur í tengslum við ósk um uppbyggingu á landi málshefjenda.

   Er­indi máls­hefjenda varð­andi upp­skipt­ingu á landi Akra og Reykja­hvols er til um­fjöll­un­ar í skipu­lags­nefnd, en nefnd­in vís­aði mál­inu til frek­ari skoð­un­ar um­hverf­is­sviðs á 592. fundi. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­indi máls­hefjenda um upp­bygg­ing­ar­samn­ing til skoð­un­ar um­hverf­is­sviðs og bæj­ar­lög­manns þann­ig að er­indi máls­hefjenda verði skoð­uð með heild­stæð­um hætti.

   Gestir
   • Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi
  • 5. Lofts­lags­stefna fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið202106232

   Sameiginleg loftslagsstefna höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.

   Lagt fram.

  • 6. Kvísl­ar­skóli end­ur­inn­rétt­ing 1. hæð­ar202301560

   Kynning á stöðu endurinnréttingar 1. hæðar Kvíslarskóla.

   Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, kynnti stöðu fram­kvæmda í Kvísl­ar­skóla. Fyr­ir ligg­ur að taf­ir hafa orð­ið á verklok­um og er áætlað að mötu­neyti og kennslu­stof­ur verði til­bún­ar 10. októ­ber nk. Búið er að skipu­leggja starf­semi skól­ans í sam­ræmi við stöðu fram­kvæmda og verða nem­end­ur, for­ráða­menn og starfs­menn upp­lýst­ir vel um stöðu mála.

   Gestir
   • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
   • 7. Hlé­garð­ur, Há­holti 2 - um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is202308314

    Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi til rekstur veitingaleyfis - B skemmtistaður, flokkur III, í Hlégarði Háholti 2.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi um­sókn um veit­inga­leyfi fyr­ir skemmti­stað í flokki III í Hlé­garði.

   • 8. Íþróttamið­stöðin Varmá - um­sagn­ar­beiðni vegna tíma­bund­ins áfeng­is­leyf­is fyr­ir dans­leik202308344

    Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi fyrir dansleik í Íþróttamiðstöðinni að Varmá þann 26. ágúst í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi um­sókn um tæki­færis­leyfi fyr­ir dans­leik tengd­um bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima á þeirri for­sendu að a.m.k. 20 ára ald­urstak­mark verði inn á dans­leik­inn.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:46