17. ágúst 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Í upphafi fundar var samþykkt með fimm atkvæðum að taka á dagskrá fundarins tvö mál er varða umsagnarbeiðnir frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu sem verða dagskrárliðir nr. 7 og 8.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tilnefning í stjórn Skálatúns - sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna.202206678
Óskað hefur verið eftir tilnefningu fulltrúa Mosfellsbæjar í stjórn Skálatúns - sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að tilnefna Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra, í stjórn Skálatúns - sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna og Þóru M. Hjaltested, bæjarlögmann til vara.
2. Umhyggjudagurinn 2023202308299
Lagt er til að frítt verð í sund kl. 14-16 í sundlaugum Mosfellsbæjar í tilefni af Umhyggjudeginum 26. ágúst nk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um þátttöku í Umhyggjudeginum 26. ágúst nk. með því að bjóða frítt í sund kl. 14-16.
3. Tillaga D lista um upplýsingaöflun um leigu annarra sveitarfélaga á húsnæði í Mosfellsbæ.202303419
Svar framkvæmdastjóra velferðarsviðs við fyrirspurn fulltrúa D lista lagt fram til kynningar.
Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs, kynnti fyrirliggjandi svar við fyrirspurn D lista.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs
4. Erindi landeigenda Akra 123613 og Reykjahvols 123756202306571
Erindi landeigenda Akra L123613 og Reykjahvols L123756 með þar sem þess er óskað að gerður verði uppbyggingarsamningur í tengslum við ósk um uppbyggingu á landi málshefjenda.
Erindi málshefjenda varðandi uppskiptingu á landi Akra og Reykjahvols er til umfjöllunar í skipulagsnefnd, en nefndin vísaði málinu til frekari skoðunar umhverfissviðs á 592. fundi. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindi málshefjenda um uppbyggingarsamning til skoðunar umhverfissviðs og bæjarlögmanns þannig að erindi málshefjenda verði skoðuð með heildstæðum hætti.
Gestir
- Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi
5. Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið202106232
Sameiginleg loftslagsstefna höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
6. Kvíslarskóli endurinnrétting 1. hæðar202301560
Kynning á stöðu endurinnréttingar 1. hæðar Kvíslarskóla.
Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, kynnti stöðu framkvæmda í Kvíslarskóla. Fyrir liggur að tafir hafa orðið á verklokum og er áætlað að mötuneyti og kennslustofur verði tilbúnar 10. október nk. Búið er að skipuleggja starfsemi skólans í samræmi við stöðu framkvæmda og verða nemendur, forráðamenn og starfsmenn upplýstir vel um stöðu mála.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
7. Hlégarður, Háholti 2 - umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis202308314
Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi til rekstur veitingaleyfis - B skemmtistaður, flokkur III, í Hlégarði Háholti 2.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn um veitingaleyfi fyrir skemmtistað í flokki III í Hlégarði.
8. Íþróttamiðstöðin Varmá - umsagnarbeiðni vegna tímabundins áfengisleyfis fyrir dansleik202308344
Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi fyrir dansleik í Íþróttamiðstöðinni að Varmá þann 26. ágúst í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn um tækifærisleyfi fyrir dansleik tengdum bæjarhátíðinni Í túninu heima á þeirri forsendu að a.m.k. 20 ára aldurstakmark verði inn á dansleikinn.