31. maí 2023 kl. 16:15,
Bókasafni Mosfellsbæjar
Fundinn sátu
- Hildur Björg Bæringsdóttir (HBB) formaður
- Júlíana Guðmundsdóttir aðalmaður
- Sveinbjörn Benedikt Eggertsson aðalmaður
- Páll Einar Halldórsson aðalmaður
- Elva Hjálmarsdóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Elva Hjálmarsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Rýnihópar Gallup vegna þjónustu við aldraða, fatlaða og á sviði skipulagsmála202201442
Niðurstöður könnunar vegna þjónustu við fatlað fólk, gerð 2022
Ráðið fór yfir helstu niðurstöður könnunarinnar vegna þjónstu við fatlaða í Mosfellsbæ. Þótti ráðsmönnum áhugavert að heyra niðurstöður könnunarinnar og telur könnunina gefa góða mynd af því hvar álagspunktar eru varðandi þjónustuþætti. Rætt var um hvernig verið sé að vinna með þá þætti í stjórnsýslunni. Ráðsmönnum þótti einnig gagnlegt að lesa yfir það sem fólk er ánægt með varðandi þjónustu í málaflokknum.
Borið var upp erindi frá íbúa í Mosfellsbæ sem sent hafði verið einum ráðsmanni í Notendaráði. Varðaði erindi áhyggjur hans á því að fatlað fólk í Mosfellsbæ þyrfti að sækja allt íþóttastarf út fyrir sveitarfélagið. Niðurstöður könnunarinnar sem málið varðar sýndu að meiri hluti svarenda séu ekki ánægðir með íþrótta-, tómstunda- og félagsstarf fyrir fatlað fólk/fötluð börn í Mosfellsbæ. Ráðið mun óska eftir samtali við íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar vegna þessarar stöðu í sveitarfélaginu.
2. Uppbyggingaráætlun í málaflokki fatlaðs fólks202209282
Drög að uppbyggingaráætlun í málaflokki fatlaðs fólks kynnt meðlimum Notendaráðs.
Ráðsmenn fengu kynningu á drögum að uppbyggingaráætlun í málaflokki fatlaðs fólks í Mosfellsbæ.
3. Framtíðarskipulag Skálatúns202206678
Kynning á framtíðarskipulagi Skálatúns.
Ráðsmenn fengu kynningu á framtíðarskipulagi Skálatúns og telja þessa breytingu jákvæða bæði fyrir Mosfellsbæ og Skálatún.