Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

31. maí 2023 kl. 16:15,
Bókasafni Mosfellsbæjar


Fundinn sátu

  • Hildur Björg Bæringsdóttir (HBB) formaður
  • Júlíana Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sveinbjörn Benedikt Eggertsson aðalmaður
  • Páll Einar Halldórsson aðalmaður
  • Elva Hjálmarsdóttir fjölskyldusvið

Fundargerð ritaði

Elva Hjálmarsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Rýni­hóp­ar Gallup vegna þjón­ustu við aldr­aða, fatl­aða og á sviði skipu­lags­mála202201442

    Niðurstöður könnunar vegna þjónustu við fatlað fólk, gerð 2022

    Ráð­ið fór yfir helstu nið­ur­stöð­ur könn­un­ar­inn­ar vegna þjónstu við fatl­aða í Mos­fells­bæ. Þótti ráðs­mönn­um áhuga­vert að heyra nið­ur­stöð­ur könn­un­ar­inn­ar og tel­ur könn­un­ina gefa góða mynd af því hvar álagspunkt­ar eru varð­andi þjón­ustu­þætti. Rætt var um hvern­ig ver­ið sé að vinna með þá þætti í stjórn­sýsl­unni. Ráðs­mönn­um þótti einn­ig gagn­legt að lesa yfir það sem fólk er ánægt með varð­andi þjón­ustu í mála­flokkn­um.

    Bor­ið var upp er­indi frá íbúa í Mos­fells­bæ sem sent hafði ver­ið ein­um ráðs­manni í Not­enda­ráði. Varð­aði er­indi áhyggj­ur hans á því að fatlað fólk í Mos­fells­bæ þyrfti að sækja allt íþótt­ast­arf út fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið. Nið­ur­stöð­ur könn­un­ar­inn­ar sem mál­ið varð­ar sýndu að meiri hluti svar­enda séu ekki ánægð­ir með íþrótta-, tóm­stunda- og fé­lags­st­arf fyr­ir fatlað fólk/fötluð börn í Mos­fells­bæ. Ráð­ið mun óska eft­ir sam­tali við íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar vegna þess­ar­ar stöðu í sveit­ar­fé­lag­inu.

    • 2. Upp­bygg­ingaráætlun í mála­flokki fatl­aðs fólks202209282

      Drög að uppbyggingaráætlun í málaflokki fatlaðs fólks kynnt meðlimum Notendaráðs.

      Ráðs­menn fengu kynn­ingu á drög­um að upp­bygg­ingaráætlun í mála­flokki fatl­aðs fólks í Mos­fells­bæ.

      • 3. Fram­tíð­ar­skipu­lag Skála­túns202206678

        Kynning á framtíðarskipulagi Skálatúns.

        Ráðs­menn fengu kynn­ingu á fram­tíð­ar­skipu­lagi Skála­túns og telja þessa breyt­ingu já­kvæða bæði fyr­ir Mos­fells­bæ og Skála­tún.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00