9. september 2020 kl. 16:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Alexander Vestfjörð Kárason (AVK) varamaður
- Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) áheyrnarfulltrúi
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Kristín Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) áheyrnarfulltrúi
- Þórunn Ósk Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Elísa Hörn Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Lögð fram til kynningar framvinduskýrsla um byggingu Helgafellsskóla.
Kynning á framkvæmdum við Helgafellsskóla. Framkvæmdin eru á áætlun og stefnt að því að skólinn verði tilbúinn haustið 2021.
Gestir
- Óskar Gísli Sveinsson deildastjóri nýframkvæmda á umhverfissviði
2. Úttekt og heildarskimun á skólahúsnæði Mosfellsbæjar og loftgæðamælingar201908622
Vísað frá bæjarráði þann 3.9.2020 samantekt umhverfissviðs vegna skimunar Orbicon og Eflu á skólahúnæði Mosfellsbæjar. Lagt fram til kynningar.
Kynning umhverfissviðs á samantekt skimunar Orbicon og Eflu á skólahúsnæði Mosfellsbæjar. Niðurstöður skimunar koma heilt yfir vel út og úrbótum verður forgangsraðað í samræmi við tillögur ráðgjafa.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- FylgiskjalSkimun Eflu_31.08.2020.pdfFylgiskjalSkimun Orbicon 2019-2020 - minnisblað - 31.08.2020.pdfFylgiskjal1831-099-SKA-001-V01-Íþróttamiðstöðin að Varmá - innivist og loftgæði-17.07.2020.pdfFylgiskjal1831-081-MIN-014-V01-Brúarland-Varmárskóli-verkstaða-28.08.2020.pdfFylgiskjal1831-101-SKA-001-V01-Sunnukriki 1 - Krikaskóli, innivist og loftgæði með viðauka.pdf
3. Ytra mat á grunnskólum - Varmárskóli201906059
Í framhaldi af ábendingum í ytra mati á Varmárskóla á vegum Menntamálastofnunar var samþykkt í bæjarráði þann 4.6.2020 að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu-og frístundasviðs að láta framkvæma úttekt og mat á núverandi stjórnskipulagi Varmárskóla. Jafnframt var samþykkt að vísa málinu til kynningar í fræðslunefnd.
Upplýsingar um fyrirhugaða úttekt og mat á stjórnskipulagi Varmárskóla.
4. Tölulegar upplýsingar fræðslusvið 2020202001155
Lagt fram til upplýsinga
Lagðar fram upplýsingar um fjölda barna í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar í upphafi nýs skólaárs og breytingar milli ára. Fræðslunefnd þakkar fyrir greinagott yfirlit.
5. Erindi frá Sammos202009189
Tillaga að breytingum á stundatöflu í unglingadeild Lágafellsskóla og Varmárskóla
Fræðslunefnd þakkar Sammos fyrir erindið og vísar því til fræðslu- og frístundasviðs til umsagnar og úrvinnslu.