Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. júní 2021 kl. 16:00,
utan bæjarskrifstofu


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
  • Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
  • Alexander Vestfjörð Kárason (AVK) varamaður
  • Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
  • Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
  • Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
  • Gerður Pálsdóttir (GP) áheyrnarfulltrúi
  • Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
  • Þórunn Ósk Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Dagný Björk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Elísa Hörn Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi

Fundargerð ritaði

Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Helga­fells­skóli, Ný­fram­kvæmd201503558

    Kynning og skoðunarferð á framkvæmdum við Helgafellsskóla.

    Fræðslu­nefnd þakk­ar góða kynn­ingu á fram­kvæmd­um á hús­næði Helga­fells­skóla. Fram­kvæmd­ir eru á áætlun og seinni áfangi grunn­skóla­deild­ar verð­ur til­bú­inn í ág­úst 2021. Í Helga­fells­skóla verða þá 1.-8. bekk­ur ásamt leik­skóla­deild.

    Gestir
    • Óskar Gísli Sveinsson deildastjóri nýframkvæmda á umhverfissviði
  • 2. Les­fimi­mæl­ing­ar og sam­ræmd próf vor­ið 2021202106077

    Yfirlit yfir niðurstöður samræmdra prófa og lesfimimælinga í grunnskólum skólaárið 2020-2021.

    Skóla­stjór­ar kynntu nið­ur­stöð­ur les­fimi­mæl­inga allra ár­ganga og sam­ræmdra könn­un­ar­prófa í 4. 7. og 9. bekk. Nið­ur­stöð­ur prófa er eitt af þeim mæli­tækj­um sem not­uð eru í innra mati skól­anna og krist­allast í starfs­áætlun. Fræðslu­nefnd þakk­ar fyr­ir grein­ar­góða kynn­ingu.

    Gestir
    • Jóhanna Magnúsdóttir verkefnastjóri grunnskólamála, Rósa Ingvarsdóttir skólastjóri Helgafellsskóla, Þórhildur Elfarsdóttir og Anna Greta Ólafsdóttir skólastjórar Varmárskóla
      Full­trúi skóla­stjóra grunn­skóla yf­ir­gaf fund­inn eft­ir þenn­an fund­arlið.
    • 3. Ytra mat á grunn­skól­um - Varmár­skóli201906059

      Stöðumatsskýrsla á framkvæmd umbótaáætlunar - Lagt fram til kynningar.

      Skóla­stjór­ar Varmár­skóla kynntu stöðumat á um­bótaráætl­un­ar vegna ytra mats sem Mennta­mála­stofn­un fram­kvæmdi haust­ið 2019.

      Gestir
      • Þórhildur Elfarsdóttir og Anna Greta Ólafsdóttir skólastjórar Varmárskóla
      • 4. Við­mið­un­ar­regl­ur um ástund­un í grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar202005170

        Fræðslu­nefnd sam­þykk­ir breyt­ing­ar á skóla­sókn­ar­regl­um.

        Gestir
        • Ragnheiður Axelsdóttir verkefnastjóri skólaþjónustu
        • 5. Ungt fólk fe­brú­ar 2021202105071

          Lagðar fram niðurstöður frá Rannsókn og greiningu vor 2021, 5.-10. bekkur. Niðurstöður hafa þegar verið kynntar nefndarmönnum og foreldrum á rafrænum fundum með fulltrúa RogG.

          Nið­ur­stöð­ur hafa þeg­ar ver­ið kynnt­ar á ra­f­ræn­um fundi fyr­ir starfs­fólki skól­anna, for­eldr­um og nefnd­ar­fólki í fræðslu­nefnd, fjöl­skyldu­nefnd og íþrótta- og tóm­stunda­nefnd. Nið­ur­stöð­ur kann­ana er eitt af þeim mæli­tækj­um sem not­uð eru í innra mati skól­anna og krist­allast í starfs­áætlun.

        • 6. Sveigj­an­leg­ur vist­un­ar­tími leik­skóla­barna202106086

          Erindi Michele Rebora, áheyrnarfulltrúa L-lista, frá 4. júní 2021, um sveigjanlegan vistunartíma leikskólabarna.

          Fræðslu­nefnd fel­ur fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs að skoða mögu­lega út­færslu á sveigj­an­leg­um vist­un­ar­tíma leik­skóla­barna.

          • 7. Ráðn­ing skóla­stjóra Varmár­skóla 2021202103140

            Bæjarráð samþykkti þann 27.maí að ráða Jónu Benediktsdóttur skólastjóra við Varmárskóla frá og með 1. ágúst 2021. Jafnframt samþykkt að ráðningin verði kynnt fyrir fræðslunefnd.

            Fræðslu­nefnd býð­ur nýj­an skóla­stjóra Varmár­skóla vel­kom­inn til starf í Mos­fells­bæ.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30