9. júní 2021 kl. 16:00,
utan bæjarskrifstofu
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Alexander Vestfjörð Kárason (AVK) varamaður
- Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Gerður Pálsdóttir (GP) áheyrnarfulltrúi
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Kristín Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Þórunn Ósk Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Dagný Björk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Elísa Hörn Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Kynning og skoðunarferð á framkvæmdum við Helgafellsskóla.
Fræðslunefnd þakkar góða kynningu á framkvæmdum á húsnæði Helgafellsskóla. Framkvæmdir eru á áætlun og seinni áfangi grunnskóladeildar verður tilbúinn í ágúst 2021. Í Helgafellsskóla verða þá 1.-8. bekkur ásamt leikskóladeild.
Gestir
- Óskar Gísli Sveinsson deildastjóri nýframkvæmda á umhverfissviði
2. Lesfimimælingar og samræmd próf vorið 2021202106077
Yfirlit yfir niðurstöður samræmdra prófa og lesfimimælinga í grunnskólum skólaárið 2020-2021.
Skólastjórar kynntu niðurstöður lesfimimælinga allra árganga og samræmdra könnunarprófa í 4. 7. og 9. bekk. Niðurstöður prófa er eitt af þeim mælitækjum sem notuð eru í innra mati skólanna og kristallast í starfsáætlun. Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu.
Gestir
- Jóhanna Magnúsdóttir verkefnastjóri grunnskólamála, Rósa Ingvarsdóttir skólastjóri Helgafellsskóla, Þórhildur Elfarsdóttir og Anna Greta Ólafsdóttir skólastjórar Varmárskóla
3. Ytra mat á grunnskólum - Varmárskóli201906059
Stöðumatsskýrsla á framkvæmd umbótaáætlunar - Lagt fram til kynningar.
Skólastjórar Varmárskóla kynntu stöðumat á umbótaráætlunar vegna ytra mats sem Menntamálastofnun framkvæmdi haustið 2019.
Gestir
- Þórhildur Elfarsdóttir og Anna Greta Ólafsdóttir skólastjórar Varmárskóla
4. Viðmiðunarreglur um ástundun í grunnskólum Mosfellsbæjar202005170
Fræðslunefnd samþykkir breytingar á skólasóknarreglum.
Gestir
- Ragnheiður Axelsdóttir verkefnastjóri skólaþjónustu
5. Ungt fólk febrúar 2021202105071
Lagðar fram niðurstöður frá Rannsókn og greiningu vor 2021, 5.-10. bekkur. Niðurstöður hafa þegar verið kynntar nefndarmönnum og foreldrum á rafrænum fundum með fulltrúa RogG.
Niðurstöður hafa þegar verið kynntar á rafrænum fundi fyrir starfsfólki skólanna, foreldrum og nefndarfólki í fræðslunefnd, fjölskyldunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd. Niðurstöður kannana er eitt af þeim mælitækjum sem notuð eru í innra mati skólanna og kristallast í starfsáætlun.
6. Sveigjanlegur vistunartími leikskólabarna202106086
Erindi Michele Rebora, áheyrnarfulltrúa L-lista, frá 4. júní 2021, um sveigjanlegan vistunartíma leikskólabarna.
Fræðslunefnd felur framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs að skoða mögulega útfærslu á sveigjanlegum vistunartíma leikskólabarna.
7. Ráðning skólastjóra Varmárskóla 2021202103140
Bæjarráð samþykkti þann 27.maí að ráða Jónu Benediktsdóttur skólastjóra við Varmárskóla frá og með 1. ágúst 2021. Jafnframt samþykkt að ráðningin verði kynnt fyrir fræðslunefnd.
Fræðslunefnd býður nýjan skólastjóra Varmárskóla velkominn til starf í Mosfellsbæ.