4. febrúar 2021 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ytra mat á grunnskólum - Varmárskóli201906059
Tillögur um breytingu á stjórnskipulagi Varmárskóla hafa verið kynntar fyrir hagaðilum. Umsagnir fræðslunefndar og skólaráðs liggja nú fyrir auk minnisblaðs bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs. Mál lagt fyrir til afgreiðslu.
Tillaga um skiptingu Varmárskóla hefur verið kynnt fyrir hagaðilum í samræmi við ákvörðun bæjarráðs og hefur almennt fengið jákvæð viðbrögð. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að Varmárskóla verði skipt upp í tvo skóla, annars vegar grunnskóla fyrir 1.-6. bekk og hins vegar grunnskóla fyrir 7.-10. bekk, sem taki til starfa við upphaf næsta skólaárs 2021-2022 þann 1. ágúst nk. Jafnframt samþykkt að fræðslu- og frístundasviði ásamt skólastjórum verði falið að halda utan um undirbúning við stofnun skólanna í samræmi við tillögu í fyrirliggjandi minnisblað. Þá er samþykkt að komið verð á fót tímabundnum sameiginlegum vinnuhópi innan Varmárskóla sem hafi tillögur HLH ráðgjafar til hliðsjónar. Hópurinn verði leiddur af verkefnastjóra grunnskólamála á fræðslu- og frístundasviði og skipaður í samræmi við tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði.
Gestir
- Linda Udengård, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- FylgiskjalMinnisblað bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs.pdfFylgiskjalYtra mat Varmárskóla - Umsögn skólaráðs 26.1.2021.pdfFylgiskjalUmsögn fræðslunefndar.pdfFylgiskjalVarmárskóli-Mosfellsbæ-10012021.pdfFylgiskjalYtra mat á grunnskólum - Varmárskóli - Greining á stjórnskipulagi Varmárskóla og tillögur.pdf
2. Ósk Kirkjugarðs Lágafellskirkju um greiðslu á kostnaði fyrir efni og akstur vegna stígagerðar.202012377
Ósk Kirkjugarðs Lágafellskirkju um greiðslu útlagðs kostnaðar og aksturs vegna stígagerðar í C hluta garðsins. Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Bæjarfulltrúi L-lista víkur af fundi undir þessum dagskrárlið vegna vanhæfis.
***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa beiðni Lágafellssóknar til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2022. Jafnframt samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að ræða við Lágafellssókn um kostnaðaráætlun verksins og hvernig hagkvæmast sé að vinna verkefnið í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
3. Þjónusta sveitarfélaga 2020 - Gallup202101011
Á 775. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að vísa til bæjarráðs tillögu bæjarfulltrúa L-lista er varðar ákvörðun um hvort kaupa eigi spurningar í aukapakka Gallup í tengslum við könnun á þjónustu sveitarfélaga 2020.
Bæjarráð samþykkt með einu atkvæði S-lista að kaupa spurningar í aukapakka Gallup í tengslum við könnun á þjónustu sveitarfélaga 2020. Bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
4. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2021202101210
Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum á 1475. fundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 1.000.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr.2102_09 sem bæjarráð hefur kynnt sér.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum ársins auk endurfjármögnunar afborgana lána.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
5. Hlégarður - Framtíðarsýn, Nýframkvæmd202011420
Óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa útboð á tillögum Yrki arkitekta að breytingum á innra byrði Hlégarðs og mögulega áfangaskiptingu sem lögð var fyrir menningar- og nýsköpunarnefnd á 18. fundi nefndarinnar þann 9. júní 2020 og samþykkt á 764. fundi bæjarstjórnar þann 24. júní sama ár.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að bjóða út framkvæmdir vegna fyrsta áfanga endurbóta á innra rými Hlégarðs, áfanga 1a og 1 b, á grunni áætlaðs framkvæmdakostnaðar og meðfylgjandi teikninga. Jafnframt samþykkt að fjármálastjóra verði falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021 sem nemi um 30 m.kr.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
6. Frumvarp til laga um breytingu á tekjustofnum sveitarfélaga - beiðni um umsögn202101469
Frumvarp til laga um breytingu á tekjustofnum sveitarfélaga - beiðni um umsögn fyrir 18. febrúar nk.
Lagt fram.
7. Þingsályktun um vernd og orkunýtingu landsvæða - beiðni um umsögn202101437
Þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða - beiðni um umsögn fyrir 9. febrúar nk.
Lagt fram.
8. Þingsályktun um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld - beiðni um umsögn202101470
Þingsályktun um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld - beiðni um umsögn fyrir 11. febrúar nk.
Lagt fram.