Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. febrúar 2021 kl. 07:30,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ytra mat á grunn­skól­um - Varmár­skóli201906059

    Tillögur um breytingu á stjórnskipulagi Varmárskóla hafa verið kynntar fyrir hagaðilum. Umsagnir fræðslunefndar og skólaráðs liggja nú fyrir auk minnisblaðs bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs. Mál lagt fyrir til afgreiðslu.

    Til­laga um skipt­ingu Varmár­skóla hef­ur ver­ið kynnt fyr­ir hag­að­il­um í sam­ræmi við ákvörð­un bæj­ar­ráðs og hef­ur al­mennt feng­ið já­kvæð við­brögð. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að Varmár­skóla verði skipt upp í tvo skóla, ann­ars veg­ar grunn­skóla fyr­ir 1.-6. bekk og hins veg­ar grunn­skóla fyr­ir 7.-10. bekk, sem taki til starfa við upp­haf næsta skóla­árs 2021-2022 þann 1. ág­úst nk. Jafn­framt sam­þykkt að fræðslu- og frí­stunda­sviði ásamt skóla­stjór­um verði fal­ið að halda utan um und­ir­bún­ing við stofn­un skól­anna í sam­ræmi við til­lögu í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað. Þá er sam­þykkt að kom­ið verð á fót tíma­bundn­um sam­eig­in­leg­um vinnu­hópi inn­an Varmár­skóla sem hafi til­lög­ur HLH ráð­gjaf­ar til hlið­sjón­ar. Hóp­ur­inn verði leidd­ur af verk­efna­stjóra grunn­skóla­mála á fræðslu- og frí­stunda­sviði og skip­að­ur í sam­ræmi við til­lögu í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði.

    Gestir
    • Linda Udengård, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
    • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
  • 2. Ósk Kirkju­garðs Lága­fells­kirkju um greiðslu á kostn­aði fyr­ir efni og akst­ur vegna stíga­gerð­ar.202012377

    Ósk Kirkjugarðs Lágafellskirkju um greiðslu útlagðs kostnaðar og aksturs vegna stígagerðar í C hluta garðsins. Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

    Bæj­ar­full­trúi L-lista vík­ur af fundi und­ir þess­um dag­skrárlið vegna van­hæf­is.

    ***

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa beiðni Lága­fells­sókn­ar til fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ar árs­ins 2022. Jafn­framt sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að ræða við Lága­fells­sókn um kostn­að­ar­áætlun verks­ins og hvern­ig hag­kvæm­ast sé að vinna verk­efn­ið í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

  • 3. Þjón­usta sveit­ar­fé­laga 2020 - Gallup202101011

    Á 775. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að vísa til bæjarráðs tillögu bæjarfulltrúa L-lista er varðar ákvörðun um hvort kaupa eigi spurningar í aukapakka Gallup í tengslum við könnun á þjónustu sveitarfélaga 2020.

    Bæj­ar­ráð sam­þykkt með einu at­kvæði S-lista að kaupa spurn­ing­ar í aukapakka Gallup í tengsl­um við könn­un á þjón­ustu sveit­ar­fé­laga 2020. Bæj­ar­full­trú­ar D-lista sitja hjá.

    Gestir
    • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
    • 4. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2021202101210

      Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um á 1475. fundi að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga að höf­uð­stól allt að kr. 1.000.000.000, með loka­gjald­daga þann 5. apríl 2034, í sam­ræmi við skil­mála að lána­samn­ingi sem liggja fyr­ir á fund­in­um í láns­samn­ingi nr.2102_09 sem bæj­ar­ráð hef­ur kynnt sér.

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að til trygg­ing­ar lán­inu (höf­uð­stól, upp­greiðslu­gjaldi auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­að­ar), standa tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nán­ar til­tek­ið út­svar­s­tekj­um sín­um og fram­lög­um til sveit­ar­fé­lags­ins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga.

      Er lán­ið tek­ið til fjár­mögn­un­ar á fram­kvæmd­um árs­ins auk end­ur­fjármögn­un­ar af­borg­ana lána.

      Jafn­framt er Har­aldi Sverris­syni, bæj­ar­stjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

    • 5. Hlé­garð­ur - Fram­tíð­ar­sýn, Ný­fram­kvæmd202011420

      Óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa útboð á tillögum Yrki arkitekta að breytingum á innra byrði Hlégarðs og mögulega áfangaskiptingu sem lögð var fyrir menningar- og nýsköpunarnefnd á 18. fundi nefndarinnar þann 9. júní 2020 og samþykkt á 764. fundi bæjarstjórnar þann 24. júní sama ár.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að bjóða út fram­kvæmd­ir vegna fyrsta áfanga end­ur­bóta á innra rými Hlé­garðs, áfanga 1a og 1 b, á grunni áætl­aðs fram­kvæmda­kostn­að­ar og með­fylgj­andi teikn­inga. Jafn­framt sam­þykkt að fjár­mála­stjóra verði fal­ið að und­ir­búa við­auka við fjár­hags­áætlun árs­ins 2021 sem nemi um 30 m.kr.

      Gestir
      • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
    • 6. Frum­varp til laga um breyt­ingu á tekju­stofn­um sveit­ar­fé­laga - beiðni um um­sögn202101469

      Frumvarp til laga um breytingu á tekjustofnum sveitarfélaga - beiðni um umsögn fyrir 18. febrúar nk.

      Lagt fram.

    • 7. Þings­álykt­un um vernd og ork­u­nýt­ingu land­svæða - beiðni um um­sögn202101437

      Þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða - beiðni um umsögn fyrir 9. febrúar nk.

      Lagt fram.

    • 8. Þings­álykt­un um heim­ild sveit­ar­fé­laga til að inn­heimta um­hverf­is­gjöld - beiðni um um­sögn202101470

      Þingsályktun um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld - beiðni um umsögn fyrir 11. febrúar nk.

      Lagt fram.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:50