11. mars 2020 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Valborg Anna Ólafsdóttir varamaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
- Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Björg Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Unnur Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir Skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Viðhald Varmárskóla201806317
Kynning á niðurstöðum skýrslu á Eflu vegna Brúarlands.
Fræðslunefnd þakkar fyrir góða kynningu á úttekt EFLU á skólahúsnæðinu í Brúarlandi
Gestir
- Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir fagstjóri hjá EFLU
2. Ytra mat á grunnskólum - Varmárskóli201906059
Umbótaáætlun Varmárskóla kynnt
Fræðslunefnd þakkar skólastjórum fyrir kynningu á greinargóðri umbótaáætlun og þeim skrefum sem áætluð eru til frekari úrbóta. Í svona viðamikilli vinnu er mikilvægt að hagaðilar eins og kennarar, starfsfólk og foreldrar komi að borðinu eins og gert hefur verið í þessu verkefni. Umbótaáætlunin mun nú verð a send til Menntamálastofnunar sem gaf skilafrest 12. mars.
Áheyrnafulltrúi Vina Mosfellsbæjar verður því miður að lýsa sínum vonbrigðum yfir því að þrátt fyrir alla vinnu sem lögð hefur verið af hálfum margra aðila í gerð umbótaáætlunar í kjölfari ytra mats MMS á Varmarskóla hafi ekki tekist að skapa þá sátt um framhaldið sem fulltrúinn hafði vonast eftir.
Gestir
- Anna Gréta Ólafsdóttir og Þórhildur Elvarsdóttir skólastjórar Varmárskóla
- Jóhanna Magnúsdóttir verkefnastjóri á Fræðslusviði
3. Erindi frá KÍ vegna 200 daga skóla202002249
Erindi frá Kennarsambandi Íslands vegna 200 daga skólaárs. Lagt fram til kynningar.
Fræðslunefnd hefur móttekið bréf Kennarasambands Íslands, málið er farið í ferli.
Gestir
- Þrúður Hjelm, skólastjóri Krikaskóla