15. janúar 2020 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) áheyrnarfulltrúi
- Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
- Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Björg Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Unnur Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir Skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ytra mat á grunnskólum - Vamárskóli201906059
Ytra mat Varmárskóla fór fram á haustönninni 2019. Matsmenn Menntamálstofnunar kynna niðurstöður matsins. Skólastjórnendur Varmárskóla kynna verkáætlun um gerð umbótaáætlunar.
Fræðslunefnd þakkar matsaðilum fyrir kynninguna og skólastjórnendum Varmárskóla fyrir upplýsingarnar um næstu skref við gerð umbótaáætlunar. Skólastjórnendur í samráði við hagaðila munu setja upp umbótaáætlun í samræmi við niðurstöður matsskýrslu og hafa til þess sex vikur samkvæmt fyrirmælum Menntamálastofnunar. Skýrslan ásamt umbótaáætlun mun koma til kynningar fyrir fræðslunefnd þann 11. mars.
Gestir
- Birna Sigurjónsdóttir og Svanhildur Ólafsdóttir fulltrúar Menntamálastofnunar
- Þórhildur Elvarsdóttir og Anna Greta Ólafsdóttir skólastjórar Varmárskóla, Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar og Jóhanna Magnúsdóttir verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði
2. Erindi frá foreldrafélagi Varmárskóla201912239
Lagt fram erindi frá foreldrafélagi Varmárskóla um líðan, nemenda í Varmárskóla, námsárangur og mælitæki. Lögð fram greinargerð frá skólastjórnendum Varmárskóla vegna sama erindis.
Erindi lagt fram. Fræðslunefnd felur stjórnendum Varmárskóla að vinna úr erindi Foreldrafélags Varmárskóla í samræmi við niðurstöður á ytra mati skólans sem kynnt var í fyrsta máli á dagskrá fundarins.
3. Fjöldi leik- og grunnskólabarna 2020202001155
Upplýsingar um fjölda leik- og grunnskólabarna í Mosfellsbæ.
Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar.
4. Nýsköpunar- og þróunarsjóður leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar202001138
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs um nýsköpunar- og þróunarsjóð leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar.
Fræðslunefnd fagnar tilkomu nýsköpunar- og þróunarsjóðs fyrir leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ. Sjóðurinn mun efla skólaþróun í Mosfellsbæ og gefa starfsfólki tækifæri til nýsköpunar og samvinnu. Samþykkt af fræðslunefnd að nefna sjóðinn Klörusjóð til heiðurs Klöru Klængsdóttur (1920-2011) sem starfaði alla sína starfsævi sem kennari í Mosfellsbæ.
Framkvæmdastjóra falið að útfæra reglur og verkferla í samræmi við fyrirlagt minnisblað og umræður á fundinum.