Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. janúar 2020 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
 • Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
 • Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
 • Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
 • Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
 • Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
 • Steinunn Dögg Steinsen (SDS) áheyrnarfulltrúi
 • Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
 • Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Aldís Stefánsdóttir (ASt) áheyrnarfulltrúi
 • Guðrún Björg Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Unnur Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
 • Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi

Fundargerð ritaði

Gunnhildur María Sæmundsdóttir Skólafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Ytra mat á grunn­skól­um - Vamár­skóli201906059

  Ytra mat Varmárskóla fór fram á haustönninni 2019. Matsmenn Menntamálstofnunar kynna niðurstöður matsins. Skólastjórnendur Varmárskóla kynna verkáætlun um gerð umbótaáætlunar.

  Fræðslu­nefnd þakk­ar mats­að­il­um fyr­ir kynn­ing­una og skóla­stjórn­end­um Varmár­skóla fyr­ir upp­lýs­ing­arn­ar um næstu skref við gerð um­bóta­áætl­un­ar. Skóla­stjórn­end­ur í sam­ráði við hag­að­ila munu setja upp um­bóta­áætlun í sam­ræmi við nið­ur­stöð­ur mats­skýrslu og hafa til þess sex vik­ur sam­kvæmt fyr­ir­mæl­um Mennta­mála­stofn­un­ar. Skýrsl­an ásamt um­bóta­áætlun mun koma til kynn­ing­ar fyr­ir fræðslu­nefnd þann 11. mars.

  Gestir
  • Birna Sigurjónsdóttir og Svanhildur Ólafsdóttir fulltrúar Menntamálastofnunar
  • Þórhildur Elvarsdóttir og Anna Greta Ólafsdóttir skólastjórar Varmárskóla, Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar og Jóhanna Magnúsdóttir verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði
 • 2. Er­indi frá for­eldra­fé­lagi Varmár­skóla201912239

  Lagt fram erindi frá foreldrafélagi Varmárskóla um líðan, nemenda í Varmárskóla, námsárangur og mælitæki. Lögð fram greinargerð frá skólastjórnendum Varmárskóla vegna sama erindis.

  Er­indi lagt fram. Fræðslu­nefnd fel­ur stjórn­end­um Varmár­skóla að vinna úr er­indi For­eldra­fé­lags Varmár­skóla í sam­ræmi við nið­ur­stöð­ur á ytra mati skól­ans sem kynnt var í fyrsta máli á dagskrá fund­ar­ins.

 • 3. Fjöldi leik- og grunn­skóla­barna 2020202001155

  Upplýsingar um fjölda leik- og grunnskólabarna í Mosfellsbæ.

  Fræðslu­nefnd þakk­ar fyr­ir grein­ar­góð­ar upp­lýs­ing­ar.

 • 4. Ný­sköp­un­ar- og þró­un­ar­sjóð­ur leik- og grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar202001138

  Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs um nýsköpunar- og þróunarsjóð leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar.

  Fræðslu­nefnd fagn­ar til­komu ný­sköp­un­ar- og þró­un­ar­sjóðs fyr­ir leik- og grunn­skóla í Mos­fells­bæ. Sjóð­ur­inn mun efla skóla­þró­un í Mos­fells­bæ og gefa starfs­fólki tæki­færi til ný­sköp­un­ar og sam­vinnu. Sam­þykkt af fræðslu­nefnd að nefna sjóð­inn Klöru­sjóð til heið­urs Klöru Klængs­dótt­ur (1920-2011) sem starf­aði alla sína starfsævi sem kenn­ari í Mos­fells­bæ.
  Fram­kvæmda­stjóra fal­ið að út­færa regl­ur og verk­ferla í sam­ræmi við fyr­ir­lagt minn­is­blað og um­ræð­ur á fund­in­um.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10