Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. janúar 2021 kl. 16:30,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
  • Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
  • Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
  • Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
  • Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
  • Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
  • Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
  • Helga Jóhanna Magnúsdóttir fræðslusvið

Fundargerð ritaði

Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ytra mat á grunn­skól­um - Varmár­skóli201906059

    Greining á stjórnskipulagi Varmárskóla. Á 1472. fundi bæjarráðs var eftirfarandi bókað: Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að tillögum verði vísað til umsagnar hjá fræðslunefnd og skólaráði. Jafnframt verði þær kynntar hagaðilum eins og stjórnendum, starfsmönnum og foreldrum. Í framhaldi af þessari málsmeðferð verði málið tekið til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði í febrúar.

    Bók­un fund­ar:
    Fræðslu­nefnd legg­ur til að bæj­ar­ráð sam­þykki til­lög­ur HLH ráð­gjaf­ar um að Varmár­skóla verði skipt upp í tvo sjálf­stæða skóla. Jafn­framt legg­ur nefnd­in áherslu á að full­trú­ar hag­að­ila eigi að­komu að áfram­hald­andi vinnu við fram­kvæmd skipt­ing­ar­inn­ar. Um­sögn og rök­stuðn­ing­ur sent bæj­ar­ráði.

    Gestir
    • Haraldur L Haraldsson, ráðgjafi frá HLH ráðgjöf og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri.
    • 2. Upp­lýs­ing­ar til fræðslu­nefnd­ar vegna Covid19202008828

      Upplýsingar um skóla- og frístundastarf.

      Fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs fór yfir upp­lýs­ing­ar um Covid19 í leik- og grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar. Jafn­framt kynnt­ar reglu­gerð­ir um tak­mark­an­ir á skólastarfi vegna far­sótt­ar.

    • 3. Bréf Vel­ferð­ar­vakt­ar­inn­ar til rík­is og sveit­ar­fé­laga í mót­vægisað­gerð­um vegna COVID 19202012235

      Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga um mótvægisaðgerðir vegna COVID-19 lagðar fram til kynningar. Á fundi 1472. fundar bæjarráðs var eftirfarandi bókað: Erindi lagt fram. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa tillögum velferðarvaktarinnar til kynningar í fjölskyldunefnd og fræðslunefnd.

      Er­indi Vel­ferð­ar­vakt­ar­inn­ar lagt fram til kynn­ing­ar.

    • 4. Ytra mat á Krika­skóla, 2020202005221

      Menntamálastofnun samþykkir að fresta ytra mati á Krikaskóla til hausts 2021 vegna COVID-19.

      Lagt fram og kynnt.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45