Mál númer 201904174
- 8. desember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #795
Lýðheilsu- og forvarnastefna Mosfellsbæjar lögð fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla 249. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 795. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. nóvember 2021
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #249
Lýðheilsu- og forvarnastefna Mosfellsbæjar lögð fram til afgreiðslu.
Lokadrög lýðheilsu- og forvarnarstefnu Mosfellsbæjar lögð fram til umræðu og samþykktar.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir lokadrög með áorðnum breytingum.
Stefnunni vísað til staðfestingar í bæjarstjórn. - 24. nóvember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #794
Kynning á drögum að lýðheilsu- og forvarnastefnu Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 23. fundar lýðræðis- og mannréttindanefnd samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #792
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar drögum að nýrri Lýðheilsu- og forvarnarstefnu áfram til kynningar hjá nefndum bæjarins, áður en henni verður vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Tómstunda- og forvarnarfulltrúi Mosfellsbæjar mætir á fundinn.
Afgreiðsla 222. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #792
Drögum að nýrri lýðheilsu- og forvarnarstefnu lögð fyrir til kynningar og umræðu, máli vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd.
Afgreiðsla 312. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. október 2021
Lýðræðis- og mannréttindanefnd #23
Kynning á drögum að lýðheilsu- og forvarnastefnu Mosfellsbæjar.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd þakkar Eddu Davíðsdóttur fyrir kynningu á drögum að lýðheilsu og forvarnarstefnu Mosfellsbæjar og felur tómstunda- og forvarnafulltrúa að vinna úr þeim ábendingum sem komu fram á fundinum.
- 21. október 2021
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #222
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar drögum að nýrri Lýðheilsu- og forvarnarstefnu áfram til kynningar hjá nefndum bæjarins, áður en henni verður vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Tómstunda- og forvarnarfulltrúi Mosfellsbæjar mætir á fundinn.
Edda Davíðsdóttir, tómstunda- og forvarnarfulltrúi Mosfellsbæjar kynnti drög að nýrri lýðheilsu- og tómstundastefnu fyrir Mosfellsbæ.
Umhverfisnefnd leggur til að þau markmið sem fram koma um umhverfi og samgöngur í tómstunda- og lýðræðisstefnunni sem eru samhljóma markmiðum í umhverfisstefnu Mosfellsbæjar verði sérstaklega tengd við umfjöllun í umhverfisstefnunni. Einnig verði betra samræmi í gildistíma stefna bæjarins. Ennfremur sé mælaborð lýðheilsu- og forvarnarstefnu í stefnunni óljóst. - 19. október 2021
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #312
Drögum að nýrri lýðheilsu- og forvarnarstefnu lögð fyrir til kynningar og umræðu, máli vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd.
Lýðheilsu- og forvarnarstefna lögð fyrir til kynningar. Fjölskyldunefnd telur að ígrunda þurfi betur drög að stefnunni áður en hún verður gefin út og felur framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að ræða við skýrsluhöfunda um þær athugasemdir sem komu fram á fundi nefndarinnar.
- 13. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #791
Lögð eru fram til kynningar drög að nýrri Lýðheilsu- og forvarnarstefnu Mosfellsbæjar sem Íþrótta- og tómstundanefnd vísaði áfram til kynningar hjá nefndum bæjarins á 248. fundi sínum. Stefnunni verður síðar vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Afgreiðsla 551. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 791. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #791
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar drögum að nýrri Lýðheilsu- og forvarnarstefnu áfram til kynningar hjá nefndum bæjarins, áður en henni verður vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Afgreiðsla 395. fundar fræðslunefndar samþykkt á 791. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. október 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #551
Lögð eru fram til kynningar drög að nýrri Lýðheilsu- og forvarnarstefnu Mosfellsbæjar sem Íþrótta- og tómstundanefnd vísaði áfram til kynningar hjá nefndum bæjarins á 248. fundi sínum. Stefnunni verður síðar vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Lagt fram og kynnt
- 6. október 2021
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #395
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar drögum að nýrri Lýðheilsu- og forvarnarstefnu áfram til kynningar hjá nefndum bæjarins, áður en henni verður vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Kynning á nýrri lýðheilsu- og forvarnarstefnu Mosfellsbæjar. Í stefnunni er lögð áhersla á að Mosfellsbær sé fjölskylduvænt, heilsueflandi og framsækið bæjarfélag sem setur umhverfið í öndvegi og hefur þarfir og velferð íbúa að leiðarljósi. Stefnumótun í lýðheilsu- og forvarnamálum tengist öðrum stefnum bæjarins.
- 29. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #790
Lýðheilsu- og forvarnarstefna Mosfellsbæjar lokadrög kynnt
Afgreiðsla 248. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. september 2021
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #248
Lýðheilsu- og forvarnarstefna Mosfellsbæjar lokadrög kynnt
Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir yfir ánægju sinni með gerð lýðheilsu- og forvarnarstefnu Mosfellsbæjar. Ferlið við gerð stefnunnar hefur verið lýðræðislegt, rætt var við fjölda hagaðila og eftir fyrstu drög var íbúum boðið að koma sínum skoðunum á framfæri. Íþrótta og tómstundanefnd vísar stefnunni áfram til kynningar hjá nefndum. Að loknum kynningum verður stefnan tekin til afgreiðslu á 249. fundi íþrótta- og tómstundanefndar og í framhaldi verður henni vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
- 9. desember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #773
Lýðheilsu- og forvarnarstefna Mosfellsbæjar
Afgreiðsla 58. fundar ungmennaráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. desember 2020
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #58
Lýðheilsu- og forvarnarstefna Mosfellsbæjar
Drög að stefnunni lögð fram og kynnt. Nefndarmenn beðnir um að fara inn á okkar heilsu Mosó og hafa skoðanir á markmiðum þar. Nefndarmenn hrifnir af kynningu á netinu, telja að þessi nálgun auðveldi aðkomu allra að stefnunni.
- 16. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #767
Á fundinn mætir Ragnheiður Agnarsdóttir frá Heilsufélaginu og kynnir þá vinnu sem að unnin hefur verið í stefnunni til þessa.
Afgreiðsla 238. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. september 2020
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #238
Á fundinn mætir Ragnheiður Agnarsdóttir frá Heilsufélaginu og kynnir þá vinnu sem að unnin hefur verið í stefnunni til þessa.
Ragnheiður Agnarsdóttir kynnir vinnu og drög að stefnu Mosfellsbæjar í Lýðheilsu og forvörnum. Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir yfir ánægju með drög stefnunnar.
- 26. júní 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #742
Lagt fram til kynningar
Afgreiðsla 464. fundar fræðslunefndar samþykkt á 742. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. júní 2019
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #364
Lagt fram til kynningar
Lögð fram drög að verkáætlun við mótun lýðheilsu- og forvarnastefnu Mosfellsbæjar.
- 12. júní 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #741
Lýðheilsu- og forvarnarstefna Mosfellsbæjar - lögð fram tillaga að verkferlum.
Afgreiðsla 229. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 741. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. júní 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #741
Lýðheilsu- og forvarnarstefna Mosfellsbæjar - lögð fram tillaga að verkferlum.
- 6. júní 2019
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #229
Lýðheilsu- og forvarnarstefna Mosfellsbæjar - lögð fram tillaga að verkferlum.
Verkefnið lýðheilsa og forvarnarstefna Mosfellsbæjar kynnt og
minnisblað lagt fram. Á fundinn mætti Ragnheiður Agnarsdóttir ráðgjafi.Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að hefja vinnu við gerð lýðheilsu- og forvarnarstefnu
fyrir Mosfellsbæ og felur starfsmönnum sviðsins að vinna að málinu í samræmi við framlögð drög að verkáætlun.