19. október 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) áheyrnarfulltrúi
- Harpa Lilja Júníusdóttir (HLJ) varaformaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir fjölskyldusvið
- Kristbjörg Hjaltadóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Sigurbjörg Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Lykiltölur fjölskyldusviðs202006316
Lykiltölur fjölskyldusviðs jan-sept 2021 lagðar fram til kynningar.
Lykiltölur lagðar fram og ræddar.
2. Lýðheilsu- og forvarnastefna201904174
Drögum að nýrri lýðheilsu- og forvarnarstefnu lögð fyrir til kynningar og umræðu, máli vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd.
Lýðheilsu- og forvarnarstefna lögð fyrir til kynningar. Fjölskyldunefnd telur að ígrunda þurfi betur drög að stefnunni áður en hún verður gefin út og felur framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að ræða við skýrsluhöfunda um þær athugasemdir sem komu fram á fundi nefndarinnar.
3. Krafa um NPA þjónustu202011017
Dómur Landsréttar í málinu lagður fyrir til kynningar.
Lagt fram.