6. júní 2019 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Sturla Sær Erlendsson formaður
- Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir varaformaður
- Andrea Jónsdóttir aðalmaður
- Gerður Pálsdóttir (GP) aðalmaður
- Karl Alex Árnason áheyrnarfulltrúi
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Sturla Sær Erlendsson Formaður Íþrótta- og tómstundanefndar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Styrkir til efnilegra ungmenna 2019201904022
Styrkþegar mæta og taka á móti styrk til efnilegar ungmenna fyrir sumarið 2019
Á fund nefndarinnar mættu styrkþegar sumarsins 2019. Formaður veitti styrkinn fh. íþróttta og tómstundanefndar, eftir það þáðu styrkþegar og fjölskyldur þeirra veitingar. Íþrótta og tómstundanefnd óskar styrkþegum innilega til hamingu.
2. Lýðheilsu- og forvarnastefna201904174
Lýðheilsu- og forvarnarstefna Mosfellsbæjar - lögð fram tillaga að verkferlum.
Verkefnið lýðheilsa og forvarnarstefna Mosfellsbæjar kynnt og
minnisblað lagt fram. Á fundinn mætti Ragnheiður Agnarsdóttir ráðgjafi.Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að hefja vinnu við gerð lýðheilsu- og forvarnarstefnu
fyrir Mosfellsbæ og felur starfsmönnum sviðsins að vinna að málinu í samræmi við framlögð drög að verkáætlun.3. Ungt fólk 2019 niðurstöður201905109
Ungt fólk 2019 - Mosfellsbær - niðurstöður
Niðurstöður könnunar rannsóknar og greiningar lagðar fram og ræddar.
Vísað áfram til kynningar í fjölskyldunefnd og fræðslunefnd.4. Staða framkvæmda við íþróttasvæði og knattspyrnuvelli í Mosfellsbæ201904023
Farið yfir stöðu framkvæmda við íþróttasvæði Mosfellsbæ. frestað á síðasta fundi
íþróttafulltrúi kynnti stöðu framkvæmda við íþróttasvæði og knattspyrnuvelli í Mosfellbæ.
5. Upplýsingar frá íþrótta- og tómstundafélögum201305172
Upplýsingar til íþrótta- og tómsundanefndar vegna upplýsingaskyldu íþrótta- og tómstundafélaga.
Lagðar fram skýrslur og tölur frá þeim félögum sem að skilað hafa inn umbeðnum gögnum. Þau félög sem að skliað hafa inn gögnum geta nú sent inn reikning fyrir seinni hluta greiðslu smkv. samningum .
6. Endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ201710064
Umhverfisnefnd hefur unnið að endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ og hefur boðað til opins fundar fimmtudaginn, 16.maí n.k. þar sem óskað er eftir umræðum og ábendingum frá íbúum og hagsmunaaðilum um drögin. Drög að umhverfisstefnu eru send nefndum í Mosfellsbæ til kynningar og upplýsingar, og er gefinn frestur til 1.júní n.k. til að koma með athugasemdir ef einhverjar eru.