21. október 2021 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Kristín Ýr Pálmarsdóttir (KÝP) varaformaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Örn Jónasson (ÖJ) aðalmaður
- Þorlákur Ásgeir Pétursson áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið202106232
Kynning á minnisblaði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um sameiginlega loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið. Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins mætir á fundinn.
Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins kynnti stöðu við gerð samræmdrar loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið.
Lagt fram til kynningarGestir
- Jón Kjartan Ágústsson
2. Lýðheilsu- og forvarnastefna201904174
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar drögum að nýrri Lýðheilsu- og forvarnarstefnu áfram til kynningar hjá nefndum bæjarins, áður en henni verður vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Tómstunda- og forvarnarfulltrúi Mosfellsbæjar mætir á fundinn.
Edda Davíðsdóttir, tómstunda- og forvarnarfulltrúi Mosfellsbæjar kynnti drög að nýrri lýðheilsu- og tómstundastefnu fyrir Mosfellsbæ.
Umhverfisnefnd leggur til að þau markmið sem fram koma um umhverfi og samgöngur í tómstunda- og lýðræðisstefnunni sem eru samhljóma markmiðum í umhverfisstefnu Mosfellsbæjar verði sérstaklega tengd við umfjöllun í umhverfisstefnunni. Einnig verði betra samræmi í gildistíma stefna bæjarins. Ennfremur sé mælaborð lýðheilsu- og forvarnarstefnu í stefnunni óljóst.Gestir
- Edda Davíðsdóttir
3. Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi202109427
Bréf Sorpu bs. varðandi sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi, dags. 17.09.21. Í bréfinu kemur fram að lögð hafi verið fram tillaga að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 sem taki til starfssvæða fjögurra sorpsamlaga og 32 sveitarfélaga á suðvesturhluta landsins. Frestur til athugasemda er til 29. október nk. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar umhverfissviðs og umhverfisnefndar.
Umhverfisnefnd óskar eftir því að fá betri kynningu á málinu áður en hún gefur umsögn og felur umhverfisstjóra að óska eftir framlengdum fresti og kynningu á málinu.
4. Friðlýsing Blikastaðakróar og Leiruvogs202105156
Lagðar fram til kynningar innsendar athugasemdir við fyrirætlanir um friðlýsingu Leiruvogs og Blikastaðakróar, ásamt svör Umhverfisstofnunar við athugsemdum.
Frestað vegna tímaskorts
- FylgiskjalBlikastaðakró_Leiruvogur. Minjastofnun.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Athugasemdir Skotvís.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Geir Sverrisson.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Sigurjón Magnússon.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Vegagerðin.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur-Skerjafjörður. Geir Sverrisson.pdfFylgiskjalBlikastaðarkró-Leiruvogur. Hafró gerir ekki aths..pdfFylgiskjalFlugklúbbur_Staðsetning flugbrauta.pdfFylgiskjalFlugklúbbur_t-póstur.pdfFylgiskjalÁform um friðlýsingu Grafarvogs innan Gullinbrúar og Blikastaðakróar-Leiruvogs.pdfFylgiskjaldrög_Blikastaðakró-Leiruvogur. Umsögn um athugasemdir við áform.pdfFylgiskjalBreytt mörk.pdf