23. september 2021 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Sturla Sær Erlendsson formaður
- Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
- Andrea Jónsdóttir aðalmaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Magnús Sverrir Ingibergsson áheyrnarfulltrúi
- Branddís Ásrún Pálsdóttir aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varamaður
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir tómstunda- og forvarnarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Lýðheilsu- og forvarnastefna201904174
Lýðheilsu- og forvarnarstefna Mosfellsbæjar lokadrög kynnt
Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir yfir ánægju sinni með gerð lýðheilsu- og forvarnarstefnu Mosfellsbæjar. Ferlið við gerð stefnunnar hefur verið lýðræðislegt, rætt var við fjölda hagaðila og eftir fyrstu drög var íbúum boðið að koma sínum skoðunum á framfæri. Íþrótta og tómstundanefnd vísar stefnunni áfram til kynningar hjá nefndum. Að loknum kynningum verður stefnan tekin til afgreiðslu á 249. fundi íþrótta- og tómstundanefndar og í framhaldi verður henni vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
2. Starfsskýrsla félagsmiðstöðva og ungmennahúss 2021202109445
félagsmiðstöðvar og ungmennahús 2021
Starfsskýrsla félagsmiðstöðva og ungmennahúss ´20- 2021 lög fram og starfsemi kynnt
3. Sumar 2021 - vinnuskóli og sumarnámskeið202109444
Starfsskýrsla Vinnuskóla fyrir sumarið 2021
Starfsskýrsla vinnuskóla og sumarnámskeiða sumarið 2021 lögð fram og kynnt.
4. Ársyfirlit íþróttamiðstöðva202109482
Ársyfirlit Íþróttamiðstöðva
Ársyfirlit íþróttamiðstöðva lögð fram og kynnt.