8. október 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) varamaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Anna Margrét Tómasdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Búrfellsland í Þormóðsdal - rannsóknarborun eftir gulli202108139
Borist hefur bréf frá Þórdísi Björk Sigurbjörnsdóttur, f.h. Iceland Resources ehf., dags. 18.09.2021, með vísan í bókun á 549. fundi nefndarinnar. Meðfylgjandi eru upplýsingar og hnit vegna rannsóknarborana eftir gulli í Þormóðsdal og samningar og leyfi frá Orkustofnun og Ríkiseignum sem Mosfellsbær leitaðist eftir. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd bendir á að rannsóknarsvæðið er mjög víðfeðmt og ljóst að flytja þarf tæki um ósnortið land. Þá er mikilvægt að framkvæmd sem þessi yrði unnin í samræmi við þær lýsingar sem Iceland Resources ehf. hefur gefið ella getur orðið varanlegt rask eða tjón á landinu.
Mosfellsbær bendir á að skv. innsendum gögnum Iceland Resources ehf. má sjá að rannsóknarboranir eru fyrirhugaðar á tveimur ólíkum landareignum. Annað landið er í þinglýstri eigu B. Pálssonar ehf. L123624 en hitt er í eigu ríkisins L123813. Mosfellsbæ hefur ekki borist staðfesting á því að Iceland Resources ehf. hafi heimild landeigenda fyrir borunum á umræddum löndum. Skipulagsnefnd óskar þess að sveitarfélaginu verði send slík staðfesting.
Skipulagsnefnd áréttar enn á ný að hvorki samkvæmt aðalskipulagi Mosfellsbæjar né öðrum samþykktum áætlunum sveitarfélagsins séu áform um frekri framkvæmdir, námuvinnslu eða jarðrask á fyrrgreindu svæði.
- FylgiskjalBréf til skipulagsnefndar MOS 18.9.2021.pdfFylgiskjalHnit af borholum rannsóknar í Þormóðsdal.pdfFylgiskjalMynd af bornum sem skal nota.pdfFylgiskjalFramsal leyfi Orkustofnunar.pdfFylgiskjalSamningur um landið - Ríkiseignir.pdfFylgiskjalFyrirspurn um framsal leyfis - Samskipti við Orkustofnun.pdfFylgiskjalRannsóknarboranir eftir gulli á landi L123813 í Þormóðsdal í Mosfellsbæ - Samskipti við Ríkiseignir.pdf
2. Uglugata 40-46 - deiliskipulagsbreyting202103039
Borist hefur tillaga að deiliskipulagsbreytingu frá Atla Jóhanni Guðbjörnssyni, f.h. lóðarhafa Uglugötu 40-46, í samræmi við samþykkt á 536. fundi nefndarinnar. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagið í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun Jóns Péturssonar fulltrúa M-lista, Miðflokks: Fulltrúi Miðflokksinns minnir á fyrri bókanir þar sem hann leggst gegn fjölgun íbúða í Hlegafellshverfi og greiðir því atkvæði gegn tillögunni.
Bókun Margrétar Guðjónsdóttur fulltrúa L-lista, Vina Mosfellsbæjar: Fulltrúi L-lista, Vina Mosfellsbæjar í skipulagsnefnd, telur að ef gera eigi breytingar á deiliskipulagi þurfi að vera samfélagslegur ávinningur af breytingunni fyrir nærumhverfið allt en ekki bara þá er óska breytinga, það sama eigi við í þessu máli og öðrum sambærilegum málum.
Samþykkt með þremur atkvæðum D-, og V-lista gegn tveimur atkvæðum L-, og M-lista.
3. Víðir í Hrísbrúarland - ósk um nafnabreytingu202109329
Borist hefur erindi frá Reyni Hólm, dags. 12.09.2021, með ósk um nafnabreytingu fasteignar úr „Víðir í Hrísbrúarland“ í „Víðir“. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir nafnabreytinguna og felur byggingarfulltrúa frekari úrvinnslu málsins.
4. Krókar við Varmá - deiliskipulagsbreyting202106362
Lagt er fram minnisblað skipulagsfulltrúa, vegna erindis um deiliskipulagsbreytingu og uppskiptingu lóðarinnar Krókar við Varmá, í samræmi við afgreiðslu á 547. fundi nefndarinnar. Erindi lagt fram til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd synjar erindi umsækjanda um deiliskipulagsbreytingu í ljósi þess að áformin skarast við hitaveitulögn og borholuteiga Veitna ohf.
5. Skák í Mosfellsdal - nýtt deiliskipulag202106371
Borist hefur erindi frá Guðmundi Hreinssyni, f.h. lóðarhafa, dags. 25.06.2021, með ósk um gerð deiliskipulags fyrir lóðina Skák L123664.
Skipulagsnefnd heimilar málsaðila, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6. Byggðarholt 35 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202105010
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Sigríði Hjartardóttur vegna 29,6 m² viðbyggingar á Byggðarholti 35. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 449. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er til samþykkt deiliskipulag á svæðinu.
Þar sem ekki er til staðfest deiliskipulag á svæðinu samþykkir skipulagsnefnd að grenndarkynna áformin skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við innsend gögn.
7. Hagsmunamál frístundabyggðarinnar við norðanvert Hafravatn202106212
Borist hefur erindi frá Daníel Þórarinssyni, formanni stjórnar Hafrabyggðar, dags. 24.09.2021, með ósk um breytingu á ákvæði frístundabyggðar í aðalskipulagi Mosfellsbæjar.
Lagt fram og kynnt. Erindinu er vísað í vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
Bókun Jóns Péturssonar fulltrúa M-lista, Miðflokks: Fulltrúi Miðflokkins í Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar óskar eftir að stjórn Hafrabyggðar fái að mæta á fund Skipulagsnefndar.
8. Nýtt leiðanet Strætó202110048
Lögð eru fram til kynningar fyrstu drög að nýju leiðaneti Strætó. Um er að ræða endurskoðun á Borgarlínuleiðum, stofnleiðum og almennum leiðum.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd vísar málinu til Umhverfissviðs til frekari skoðunar og samráðs við Strætó bs.
9. Lýðheilsu- og forvarnastefna201904174
Lögð eru fram til kynningar drög að nýrri Lýðheilsu- og forvarnarstefnu Mosfellsbæjar sem Íþrótta- og tómstundanefnd vísaði áfram til kynningar hjá nefndum bæjarins á 248. fundi sínum. Stefnunni verður síðar vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Lagt fram og kynnt
Fundargerðir til kynningar
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 449202109023F
Fundargerð lög fram til kynningar.
Fundargerð lög fram til kynningar.
10.1. Umsókn um byggingarleyfi Ástu-Sólliljugata 2-4 202108136
Húsfélag Ástu-Sólliljugötu 2-4sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Ástu-Sólliljugata nr. 2-4, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.2. Umsókn um byggingarleyfi Ástu-Sólliljugata 6-8 202108137
Húsfélag Ástu-Sólliljugötu 6-8 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Ástu-Sólliljugata nr. 6-8, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.3. Brattahlíð 24-30 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202106095
Búkki ehf. Suðurhúsum 2 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 4 raðhús, þar af tvö með innbyggðri bílgeymslu, á lóðinni Brattahlíð nr. 24-30 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Hús nr. 24: Íbúð 102,9 m², bílgeymsla 24,2 m², 333,3 m³.
Hús nr. 26: Íbúð 129,3 m², 347,4 m³.
Hús nr. 28: Íbúð 129,3 m², 347,4 m³.
Hús nr. 30: Íbúð 102,2 m², bílgeymsla 23,8 m², 331,5 m³Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.4. Byggðarholt 35 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202105010
Sigríður Hjartardóttir Byggðarholti 35 sækir um leyfi til að byggja við eldra hús sólstofu og geymslu úr timbri og gleri á lóðinni Byggðarholt nr. 35, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: Íbúð 29,6 m², 85,2 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.5. Fossatunga 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202108997
Helgi Gíslason Vatnsendabletti 721 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Fossatunga nr. 21-23, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Fossatunga 21: Íbúð 198,9 m², bílgeymsla 37,8 m², 855,02 m³.
Fossatunga 23: Íbúð 198,9 m², bílgeymsla 37,8 m², 855,02 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.6. Leirutangi 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202009193
Ásgrímur H Helgason Leirutanga 10 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að hækka rishæð húss á lóðinni Leirutangi nr. 10 og innrétta þar íbúðarrými í samræmi við framlögð gögn. Skipulagsnenfnd samþykkti á fundi nr. 549, að undangenginni grenndarkynningu aðaluppdrátta með útgáfudagsetningu 5.05.2021, að heimila byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis þegar umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum. Stærðir eftir breytingu: Íbúð 204,9 m², bílgeymsla 39,2 m², 917,28 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.7. Reykjavegur 62, Umsókn um byggingarleyfi. 201912152
Ármann Benediktsson Laxatungu 195 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Reykjavegur nr. 62, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.8. Reykjavegur 64, Umsókn um byggingarleyfi. 201912153
Ármann Benediktsson Laxatungu 195 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Reykjavegur nr. 64, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 450202109038F
Fundargerð lög fram til kynningar.
Fundargerð lög fram til kynningar.
11.1. Fossatunga 20-22 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202106228
Dunamis ehf. Heiðargerði 27 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri einnar hæðar parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum Fossatunga nr. 20 og Fossatunga nr. 22, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Nr. 20: Íbúð 145,4 m², bílgeymsla 27,8 m²,508,65 m³.
Nr. 22: Íbúð 145,4 m², bílgeymsla 27,8 m²,508,65 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
11.2. Gljúfrasteinn 124511 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202108692
Ríkiseignir Borgartúni 7a Reykjavík sækja um leyfi til breytinga aðaluppdrátta safns í formi uppfærðra brunavarna á lóðinni Gljúfrasteinn, landeignarnr. 124511, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
11.3. Laxatunga 127 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202105120
GKH bygg ehf. Leirvogstungu 18 sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum samlokueiningum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Laxatunga nr. 127, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 182,6m², bílgeymsla 37,4 m², 633,6 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
11.4. Súluhöfði 42 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. 202011386
ASP 24 ehf.Akralundi 19 Akranesi sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Súluhöfði nr. 42 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
11.5. Þrastarhöfði 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202106087
Bjarki Snær Bragason Þrastarhöfða 8 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Þrastarhöfði nr. 8, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 55202110005F
Fundargerð lög fram til kynningar.
Fundargerð lög fram til kynningar.
12.1. Urðarsel úr landi Miðdals - deiliskipulagsbreyting frístundalóðar, L125359 202106308
Skipulagsnefnd samþykkti á 547. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu og uppskiptingu frístundalóðarinnar Urðarsel í landi Miðdals, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var aðgengileg á vef sveitarfélagsins sem og að bréf grenndarkynningar voru send á eigendur landa L125331, L213970, L125205, L213939 L125343, L125359, Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis og Minjastofnun. Athugasemdafrestur var frá 19.08.2021 til og með 20.09.2021.
Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.2. Akraland - Ósk um heimild til deiliskipulagsbreytingar 202010004
Skipulagsnefnd samþykkti á 547. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðirnar Réttarhvoll 11, 13 og 15 í Reykjahverfi, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var aðgengileg á vef sveitarfélagsins sem og að bréf grenndarkynningar voru send á Réttarhvoll 11, 13, 15 og Reykjahvoll 2, 4 og 10.
Athugasemdafrestur var frá 23.08.2021 til og með 22.09.2021.
Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.