Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. október 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
 • Margrét Guðjónsdóttir (MGu) varamaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Jón Pétursson aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
 • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
 • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
 • Anna Margrét Tómasdóttir umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Búr­fells­land í Þor­móðs­dal - rann­sókn­ar­bor­un eft­ir gulli202108139

  Borist hefur bréf frá Þórdísi Björk Sigurbjörnsdóttur, f.h. Iceland Resources ehf., dags. 18.09.2021, með vísan í bókun á 549. fundi nefndarinnar. Meðfylgjandi eru upplýsingar og hnit vegna rannsóknarborana eftir gulli í Þormóðsdal og samningar og leyfi frá Orkustofnun og Ríkiseignum sem Mosfellsbær leitaðist eftir. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

  Skipu­lags­nefnd bend­ir á að rann­sókn­ar­svæð­ið er mjög víð­feð­mt og ljóst að flytja þarf tæki um ósnort­ið land. Þá er mik­il­vægt að fram­kvæmd sem þessi yrði unn­in í sam­ræmi við þær lýs­ing­ar sem Ice­land Resources ehf. hef­ur gef­ið ella get­ur orð­ið var­an­legt rask eða tjón á land­inu.

  Mos­fells­bær bend­ir á að skv. inn­send­um gögn­um Ice­land Resources ehf. má sjá að rann­sókn­ar­bor­an­ir eru fyr­ir­hug­að­ar á tveim­ur ólík­um land­ar­eign­um. Ann­að land­ið er í þing­lýstri eigu B. Páls­son­ar ehf. L123624 en hitt er í eigu rík­is­ins L123813. Mos­fells­bæ hef­ur ekki borist stað­fest­ing á því að Ice­land Resources ehf. hafi heim­ild land­eig­enda fyr­ir bor­un­um á um­rædd­um lönd­um. Skipu­lags­nefnd ósk­ar þess að sveit­ar­fé­lag­inu verði send slík stað­fest­ing.

  Skipu­lags­nefnd árétt­ar enn á ný að hvorki sam­kvæmt að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar né öðr­um sam­þykkt­um áætl­un­um sveit­ar­fé­lags­ins séu áform um frekri fram­kvæmd­ir, námu­vinnslu eða jarðrask á fyrr­greindu svæði.

 • 2. Uglugata 40-46 - deili­skipu­lags­breyt­ing202103039

  Borist hefur tillaga að deiliskipulagsbreytingu frá Atla Jóhanni Guðbjörnssyni, f.h. lóðarhafa Uglugötu 40-46, í samræmi við samþykkt á 536. fundi nefndarinnar. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að aug­lýsa deili­skipu­lag­ið í sam­ræmi við 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  Bók­un Jóns Pét­urs­son­ar full­trúa M-lista, Mið­flokks: Full­trúi Mið­flokks­inns minn­ir á fyrri bók­an­ir þar sem hann leggst gegn fjölg­un íbúða í Hlega­fells­hverfi og greið­ir því at­kvæði gegn til­lög­unni.

  Bók­un Mar­grét­ar Guð­jóns­dótt­ur full­trúa L-lista, Vina Mos­fells­bæj­ar: Full­trúi L-lista, Vina Mos­fells­bæj­ar í skipu­lags­nefnd, tel­ur að ef gera eigi breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi þurfi að vera sam­fé­lags­leg­ur ávinn­ing­ur af breyt­ing­unni fyr­ir nærum­hverf­ið allt en ekki bara þá er óska breyt­inga, það sama eigi við í þessu máli og öðr­um sam­bæri­leg­um mál­um.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um D-, og V-lista gegn tveim­ur at­kvæð­um L-, og M-lista.

 • 3. Víð­ir í Hrís­brú­ar­land - ósk um nafna­breyt­ingu202109329

  Borist hefur erindi frá Reyni Hólm, dags. 12.09.2021, með ósk um nafnabreytingu fasteignar úr „Víðir í Hrísbrúarland“ í „Víðir“. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir nafna­breyt­ing­una og fel­ur bygg­ing­ar­full­trúa frek­ari úr­vinnslu máls­ins.

 • 4. Krók­ar við Varmá - deili­skipu­lags­breyt­ing202106362

  Lagt er fram minnisblað skipulagsfulltrúa, vegna erindis um deiliskipulagsbreytingu og uppskiptingu lóðarinnar Krókar við Varmá, í samræmi við afgreiðslu á 547. fundi nefndarinnar. Erindi lagt fram til afgreiðslu.

  Skipu­lags­nefnd synj­ar er­indi um­sækj­anda um deili­skipu­lags­breyt­ingu í ljósi þess að áformin skar­ast við hita­veitu­lögn og bor­holu­teiga Veitna ohf.

 • 5. Skák í Mos­fells­dal - nýtt deili­skipu­lag202106371

  Borist hefur erindi frá Guðmundi Hreinssyni, f.h. lóðarhafa, dags. 25.06.2021, með ósk um gerð deiliskipulags fyrir lóðina Skák L123664.

  Skipu­lags­nefnd heim­il­ar máls­að­ila, skv. 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga, að leggja fram til­lögu að deili­skipu­lagi í sam­ræmi við 1. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

 • 6. Byggð­ar­holt 35 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202105010

  Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Sigríði Hjartardóttur vegna 29,6 m² viðbyggingar á Byggðarholti 35. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 449. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er til samþykkt deiliskipulag á svæðinu.

  Þar sem ekki er til stað­fest deili­skipu­lag á svæð­inu sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd að grennd­arkynna áformin skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 í sam­ræmi við inn­send gögn.

 • 7. Hags­muna­mál frí­stunda­byggð­ar­inn­ar við norð­an­vert Hafra­vatn202106212

  Borist hefur erindi frá Daníel Þórarinssyni, formanni stjórnar Hafrabyggðar, dags. 24.09.2021, með ósk um breytingu á ákvæði frístundabyggðar í aðalskipulagi Mosfellsbæjar.

  Lagt fram og kynnt. Er­ind­inu er vísað í vinnu við end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags.

  Bók­un Jóns Pét­urs­son­ar full­trúa M-lista, Mið­flokks: Full­trúi Mið­flokk­ins í Skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar ósk­ar eft­ir að stjórn Hafra­byggð­ar fái að mæta á fund Skipu­lags­nefnd­ar.

 • 8. Nýtt leiðanet Strætó202110048

  Lögð eru fram til kynningar fyrstu drög að nýju leiðaneti Strætó. Um er að ræða endurskoðun á Borgarlínuleiðum, stofnleiðum og almennum leiðum.

  Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd vís­ar mál­inu til Um­hverf­is­sviðs til frek­ari skoð­un­ar og sam­ráðs við Strætó bs.

  • 9. Lýð­heilsu- og for­varna­stefna201904174

   Lögð eru fram til kynningar drög að nýrri Lýðheilsu- og forvarnarstefnu Mosfellsbæjar sem Íþrótta- og tómstundanefnd vísaði áfram til kynningar hjá nefndum bæjarins á 248. fundi sínum. Stefnunni verður síðar vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

   Lagt fram og kynnt

   Fundargerðir til kynningar

   • 10. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 449202109023F

    Fundargerð lög fram til kynningar.

    Fund­ar­gerð lög fram til kynn­ing­ar.

    • 10.1. Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi Ástu-Sólliljugata 2-4 202108136

     Hús­fé­lag Ástu-Sóllilju­götu 2-4sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Ástu-Sólliljugata nr. 2-4, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Lagt fram.

    • 10.2. Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi Ástu-Sólliljugata 6-8 202108137

     Hús­fé­lag Ástu-Sóllilju­götu 6-8 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Ástu-Sólliljugata nr. 6-8, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Lagt fram.

    • 10.3. Bratta­hlíð 24-30 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202106095

     Búkki ehf. Suð­ur­hús­um 2 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu 4 rað­hús, þar af tvö með inn­byggðri bíl­geymslu, á lóð­inni Bratta­hlíð nr. 24-30 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir:
     Hús nr. 24: Íbúð 102,9 m², bíl­geymsla 24,2 m², 333,3 m³.
     Hús nr. 26: Íbúð 129,3 m², 347,4 m³.
     Hús nr. 28: Íbúð 129,3 m², 347,4 m³.
     Hús nr. 30: Íbúð 102,2 m², bíl­geymsla 23,8 m², 331,5 m³

     Niðurstaða þessa fundar:

     Lagt fram.

    • 10.4. Byggð­ar­holt 35 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202105010

     Sig­ríð­ur Hjart­ar­dótt­ir Byggð­ar­holti 35 sæk­ir um leyfi til að byggja við eldra hús sól­stofu og geymslu úr timbri og gleri á lóð­inni Byggð­ar­holt nr. 35, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: Íbúð 29,6 m², 85,2 m³.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Lagt fram.

    • 10.5. Fossa­tunga 21 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202108997

     Helgi Gíslason Vatns­enda­bletti 721 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu par­hús á tveim­ur hæð­um með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­inni Fossa­tunga nr. 21-23, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir:
     Fossa­tunga 21: Íbúð 198,9 m², bíl­geymsla 37,8 m², 855,02 m³.
     Fossa­tunga 23: Íbúð 198,9 m², bíl­geymsla 37,8 m², 855,02 m³.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Lagt fram.

    • 10.6. Leiru­tangi 10 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202009193

     Ás­grím­ur H Helga­son Leiru­tanga 10 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að hækka ris­hæð húss á lóð­inni Leiru­tangi nr. 10 og inn­rétta þar íbúð­ar­rými í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Skipu­lagsn­enfnd sam­þykkti á fundi nr. 549, að und­an­geng­inni grennd­arkynn­ingu að­al­upp­drátta með út­gáfu­dag­setn­ingu 5.05.2021, að heim­ila bygg­ing­ar­full­trúa út­gáfu bygg­ing­ar­leyf­is þeg­ar um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010 og bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012, með síð­ari breyt­ing­um. Stærð­ir eft­ir breyt­ingu: Íbúð 204,9 m², bíl­geymsla 39,2 m², 917,28 m³.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Lagt fram.

    • 10.7. Reykja­veg­ur 62, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201912152

     Ár­mann Bene­dikts­son Laxa­tungu 195 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Reykja­veg­ur nr. 62, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Lagt fram.

    • 10.8. Reykja­veg­ur 64, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201912153

     Ár­mann Bene­dikts­son Laxa­tungu 195 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Reykja­veg­ur nr. 64, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Lagt fram.

    • 11. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 450202109038F

     Fundargerð lög fram til kynningar.

     Fund­ar­gerð lög fram til kynn­ing­ar.

     • 11.1. Fossa­tunga 20-22 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202106228

      Dunam­is ehf. Heið­ar­gerði 27 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri einn­ar hæð­ar par­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um Fossa­tunga nr. 20 og Fossa­tunga nr. 22, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Nr. 20: Íbúð 145,4 m², bíl­geymsla 27,8 m²,508,65 m³.
      Nr. 22: Íbúð 145,4 m², bíl­geymsla 27,8 m²,508,65 m³.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

     • 11.2. Gljúfra­steinn 124511 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202108692

      Rík­is­eign­ir Borg­ar­túni 7a Reykja­vík sækja um leyfi til breyt­inga að­al­upp­drátta safns í formi upp­færðra bruna­varna á lóð­inni Gljúfra­steinn, land­eign­arnr. 124511, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

     • 11.3. Laxa­tunga 127 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202105120

      GKH bygg ehf. Leir­vogstungu 18 sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um sam­loku­ein­ing­um ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Laxa­tunga nr. 127, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð­ir: Íbúð 182,6m², bíl­geymsla 37,4 m², 633,6 m³.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

     • 11.4. Súlu­höfði 42 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi. 202011386

      ASP 24 ehf.Akra­lundi 19 Akra­nesi sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Súlu­höfði nr. 42 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

     • 11.5. Þrast­ar­höfði 8 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202106087

      Bjarki Snær Braga­son Þrast­ar­höfða 8 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Þrast­ar­höfði nr. 8, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

     • 12. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 55202110005F

      Fundargerð lög fram til kynningar.

      Fund­ar­gerð lög fram til kynn­ing­ar.

      • 12.1. Urð­ar­sel úr landi Mið­dals - deili­skipu­lags­breyt­ing frí­stunda­lóð­ar, L125359 202106308

       Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 547. fundi sín­um að aug­lýsa deili­skipu­lags­breyt­ingu og upp­skipt­ingu frí­stunda­lóð­ar­inn­ar Urð­ar­sel í landi Mið­dals, skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lag­an var að­gengi­leg á vef sveit­ar­fé­lags­ins sem og að bréf grennd­arkynn­ing­ar voru send á eig­end­ur landa L125331, L213970, L125205, L213939 L125343, L125359, Heil­brigðis­eft­ir­lit Kjós­ar­svæð­is og Minja­stofn­un. At­huga­semda­frest­ur var frá 19.08.2021 til og með 20.09.2021.
       Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram.

      • 12.2. Akra­land - Ósk um heim­ild til deili­skipu­lags­breyt­ing­ar 202010004

       Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 547. fundi sín­um að aug­lýsa deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir lóð­irn­ar Rétt­ar­hvoll 11, 13 og 15 í Reykja­hverfi, skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lag­an var að­gengi­leg á vef sveit­ar­fé­lags­ins sem og að bréf grennd­arkynn­ing­ar voru send á Rétt­ar­hvoll 11, 13, 15 og Reykja­hvoll 2, 4 og 10.
       At­huga­semda­frest­ur var frá 23.08.2021 til og með 22.09.2021.
       Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:38