Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. janúar 2023 kl. 16:32,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
  • Hilmar Tómas Guðmundsson(HTG) varaformaður
  • Helga Möller (HM) aðalmaður
  • Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
  • Jakob Smári Magnússon (JSM) aðalmaður
  • Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
  • Auður Halldórsdóttir þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hlé­garð­ur. Rekst­ur húss­ins og fram­tíð­ar­sýn202301450

    Húsaleigusamningur rekstraraðila Hlégarðs er runninn út. Umræður um málefni Hlégarðs og rekstur hússins til skemmri og lengri tíma.

    Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd sam­þykk­ir svohljóð­andi bók­un með öll­um greidd­um at­kvæð­um:

    Nefnd­in fel­ur for­stöðu­manni menn­ing­ar­mála að vinna til­lögu að fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2023 sem ger­ir ráð fyr­ir því að Mos­fells­bær taki yfir rekst­ur Hlé­garðs. Í áætl­un­inni komi fram notk­un stofn­ana Mos­fells­bæj­ar á hús­inu auk þeirr­ar fé­lags­starf­semi sem hef­ur nýtt hús­ið í við­burða- og funda­hald. Gera þarf ráð fyr­ir kostn­aði vegna starfs­manna­halds, fjár­fest­ingu í lág­marks­bún­aði ásamt öðr­um rekstr­ar­kostn­aði og at­huga tekju­mögu­leika húss­ins. Mik­il­vægt er að sam­ráð verði haft við Eign­ar­sjóð sem fer með við­hald húss­ins og að tek­ið ver­ið til­lit til við­haldsáætl­un­ar árs­ins.

    Gestir
    • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
  • 2. Lista- og menn­ing­ar­sjóð­ur - upp­gjör 2022202301288

    Lagt fram uppgjör Lista- og menningarsjóðs fyrir árið 2022.

    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um að frest­ur til að sækja um úr Lista- og menn­ing­ar­sjóði sé til 1. mars nk. Starfs­áætlun ásamt til­lögu nefnd­ar­inn­ar um út­hlut­un úr sjóði lögð fram á fundi menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar 7. mars nk.

  • 3. Menn­ing í mars202301452

    Fram fer umræða um nýtt menningarverkefni undir nafninu "Menning í mars".

    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um að fela for­stöðu­manni bóka­safns og menn­ing­ar­mála að kanna hvort hægt sé að hrinda í fram­kvæmd verk­efn­inu Menn­ing í mars á þessu ári í sam­ræmi við um­ræð­ur á fundi.

    • 4. Funda­dagskrá 2023202211082

      Lagt fram yfirlit yfir fyrirhugaða fundi nefndarinnar árið 2023.

      Funda­da­gatal lagt fram. Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um með áorðn­um breyt­ing­um.

    • 5. End­ur­skoð­un menn­ing­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar201809317

      Forstöðumaður menningarmála fer yfir stöðu þeirra verkefna sem tekin eru fyrir í gildandi Menningarstefnu.

      For­stöðu­mað­ur menn­ing­ar­mála kynn­ir.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20