26. janúar 2023 kl. 16:32,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
- Hilmar Tómas Guðmundsson(HTG) varaformaður
- Helga Möller (HM) aðalmaður
- Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
- Jakob Smári Magnússon (JSM) aðalmaður
- Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) áheyrnarfulltrúi
- Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
- Auður Halldórsdóttir þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hlégarður. Rekstur hússins og framtíðarsýn202301450
Húsaleigusamningur rekstraraðila Hlégarðs er runninn út. Umræður um málefni Hlégarðs og rekstur hússins til skemmri og lengri tíma.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir svohljóðandi bókun með öllum greiddum atkvæðum:
Nefndin felur forstöðumanni menningarmála að vinna tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 sem gerir ráð fyrir því að Mosfellsbær taki yfir rekstur Hlégarðs. Í áætluninni komi fram notkun stofnana Mosfellsbæjar á húsinu auk þeirrar félagsstarfsemi sem hefur nýtt húsið í viðburða- og fundahald. Gera þarf ráð fyrir kostnaði vegna starfsmannahalds, fjárfestingu í lágmarksbúnaði ásamt öðrum rekstrarkostnaði og athuga tekjumöguleika hússins. Mikilvægt er að samráð verði haft við Eignarsjóð sem fer með viðhald hússins og að tekið verið tillit til viðhaldsáætlunar ársins.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
2. Lista- og menningarsjóður - uppgjör 2022202301288
Lagt fram uppgjör Lista- og menningarsjóðs fyrir árið 2022.
Samþykkt með fimm atkvæðum að frestur til að sækja um úr Lista- og menningarsjóði sé til 1. mars nk. Starfsáætlun ásamt tillögu nefndarinnar um úthlutun úr sjóði lögð fram á fundi menningar- og nýsköpunarnefndar 7. mars nk.
3. Menning í mars202301452
Fram fer umræða um nýtt menningarverkefni undir nafninu "Menning í mars".
Samþykkt með fimm atkvæðum að fela forstöðumanni bókasafns og menningarmála að kanna hvort hægt sé að hrinda í framkvæmd verkefninu Menning í mars á þessu ári í samræmi við umræður á fundi.
4. Fundadagskrá 2023202211082
Lagt fram yfirlit yfir fyrirhugaða fundi nefndarinnar árið 2023.
Fundadagatal lagt fram. Samþykkt með fimm atkvæðum með áorðnum breytingum.
5. Endurskoðun menningarstefnu Mosfellsbæjar201809317
Forstöðumaður menningarmála fer yfir stöðu þeirra verkefna sem tekin eru fyrir í gildandi Menningarstefnu.
Forstöðumaður menningarmála kynnir.