Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. október 2020 kl. 16:30,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Björk Ingadóttir formaður
  • Sólveig Franklínsdóttir (SFr) varaformaður
  • Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
  • Ingibjörg B Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Olga Jóhanna Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Auður Halldórsdóttir ritari
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. End­ur­skoð­un menn­ing­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar201809317

    Menningarstefna Mosfellsbæjar lögð fram.

    Sam­þykkt með öll­um greidd­um at­kvæð­um að vísa Menn­ing­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar 20202 til af­greiðslu bæj­ar­stjórn­ar.

    Bók­un full­trúa L-lista í menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd:

    Varð­andi end­ur­skoð­un menn­ing­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar sem hér er lögð fram vill und­ir­rit­uð árétta að á 8. fundi nefnd­ar­inn­ar þann 21. mai 2019 var lögð fram til­laga und­ir heit­inu Stefnu­mót­un til fram­tíð­ar í menn­ing­ar­mál­um fyr­ir Mos­fells­bæ. Sam­þykkt var sam­hljóða að vísa til­lög­unni inn í þá vinnu sem stóð yfir við mót­un og end­ur­skoð­un á menn­ing­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar. Þessi sam­þykkt nefnd­ar­inn­ar var síð­an stað­fest af bæj­ar­stjórn á 740. fundi henn­ar.
    Í ljósi þessa þyk­ir und­ir­rit­að­ari ekki vera tek­ið nægi­lega mik­ið til­lit tek­ið til til­lög­unn­ar frá 8. fundi nefnd­ar­inn­ar við mót­un nýrr­ar menn­ing­ar­stefnu. Ein­göngu er löggð áhersla á upp­bygg­ingu í Hlé­garði og nýt­ingu þess húss, sem er gott og gilt í sjáfu sér, en ekk­ert vik­ið að fram­tíð­ar­sýn og frek­ari upp­bygg­ingu á Hlé­garðs­svæð­inu í anda þess sem sem fram kem­ur í til­lög­unni og grein­ar­gerð sem henni fylgdi.

  • 2. Að­gerða­áætlun menn­ing­ar­stefnu202010037

    Helstu aðgerðir sem fylgja menningarstefnu á árinu 2021 ræddar.

    Sam­þykkt að fela for­stöðu­manni menn­ing­ar­mála að vinna úr þeim hug­mynd­um og ábend­ing­um sem nefnd­ar­menn í menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd settu fram á fram á fund­in­um og leggja fram drög að fram­kvæmda­áætlun á næsta fundi nefnd­ar­inn­ar

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:13