6. október 2020 kl. 16:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Björk Ingadóttir formaður
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) varaformaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Ingibjörg B Jóhannesdóttir aðalmaður
- Olga Jóhanna Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Auður Halldórsdóttir ritari
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurskoðun menningarstefnu Mosfellsbæjar201809317
Menningarstefna Mosfellsbæjar lögð fram.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að vísa Menningarstefnu Mosfellsbæjar 20202 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fulltrúa L-lista í menningar- og nýsköpunarnefnd:
Varðandi endurskoðun menningarstefnu Mosfellsbæjar sem hér er lögð fram vill undirrituð árétta að á 8. fundi nefndarinnar þann 21. mai 2019 var lögð fram tillaga undir heitinu Stefnumótun til framtíðar í menningarmálum fyrir Mosfellsbæ. Samþykkt var samhljóða að vísa tillögunni inn í þá vinnu sem stóð yfir við mótun og endurskoðun á menningarstefnu Mosfellsbæjar. Þessi samþykkt nefndarinnar var síðan staðfest af bæjarstjórn á 740. fundi hennar.
Í ljósi þessa þykir undirritaðari ekki vera tekið nægilega mikið tillit tekið til tillögunnar frá 8. fundi nefndarinnar við mótun nýrrar menningarstefnu. Eingöngu er löggð áhersla á uppbyggingu í Hlégarði og nýtingu þess húss, sem er gott og gilt í sjáfu sér, en ekkert vikið að framtíðarsýn og frekari uppbyggingu á Hlégarðssvæðinu í anda þess sem sem fram kemur í tillögunni og greinargerð sem henni fylgdi.2. Aðgerðaáætlun menningarstefnu202010037
Helstu aðgerðir sem fylgja menningarstefnu á árinu 2021 ræddar.
Samþykkt að fela forstöðumanni menningarmála að vinna úr þeim hugmyndum og ábendingum sem nefndarmenn í menningar- og nýsköpunarnefnd settu fram á fram á fundinum og leggja fram drög að framkvæmdaáætlun á næsta fundi nefndarinnar